Dagblað

Tölublað

Dagblað - 05.04.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 05.04.1925, Blaðsíða 1
Sunnudag 5 opríl 1925. WaaBíaé I. árgangur. 55 tölublað. VEGURINN milli Hafnarfjarð- ar og Reykjavikur er nú vafalaust fjölfarnasti veg- ur landsins. D^glega fara um hann nú í vetur að jafnaði 36 bifreiðar fástar áætlunarferðir með fólk, og má telja daglega umferð 3—400 manns auk mik- illar umferðar flutningabifreiða. Kð er að vísu svo, að fullerfitt er að halda núvérandi vegi sæmilega færum, en ég vænti þess, að takast megi með auknu viðhaldi og stöðugu alt árið að "koma veginum í það horf, að hann megi teijast nothæfur enn í nokkur ár. Umferð um hann hefir aukist afskaplega með hverju ári, og haldi slík aukning áframj getur að vísu farið svo, að ekki þyki rélt, eða nokkur hagsýni í þvi, að fresta lengur að gera þar nýjan og fullkomn- ari veg. — Þannig kemst vegamálastjóri að orði i bréfi til fjárveitinga- nefndar Nd. Alþingis. Er enginn efi á því, að þessi veguí er lang- fjölfarnastur allra vega, en á hefir það löngum þótt skorta, að honum væri haldið sæmilega við. Með aukinni umferð ár frá ári, hefði viðhald þurft að auk- ast að sama skapi, en svo hefir þó ekki verið og var viðhaldið þö ekki á marga fiska áður. Fyrir nokkrum árum var kyrjað á því, að gera nýjan veg mhli Hafnarfjarðar og Reykja- vikur. Átti hann að vera breið- an miklu en þessi vegur, og lagður á alt öðrum stað, eða út af veginum austur efst í Sog- unum og liggja fyrir austan Bii- staði og Digranes. En þessi vegargerð komst ekki nema skamt, því að bráðléga var ^erkinu hætt aftur og hefir veg- arspotti þéssi, þótt alldýr sé, e,8i komið að neinum notum eritl* Að vísu má gera ráð fyrir þy*. er nýr vegur verður gerður, þ® verði haldið áfrám þessum veSh en ekki tekið nýtt vegar- stæði. Eins og drepið er á í bréfi vegamálastjóra er aðalumferðin með bifreiðum. En viðhaldi vegarins hefir ekki verið hagáð sem skyldi fyrir þáu flutniuga- tæki. Þegar holur hafa verið komnar í veginn, hefir venjan verið sú að setjá ofan í þær smágrjót — eggjagrjót sem böggur sundur hringana á hjól- um bifreiðanna. Verður því af- armikill viðhaldskostnaður þeirra bifréiða, er um veginn fara. Að visu er að jafnaði borin möl yfir grjótið á eftir, en það er ekki gert jafnharðan; eins og þó þyffti að vera. Végurinn er nú orðinn gam- all og þolir því ver mikla um- ferð heldur en nýir vegir. Þess vegna þarf því að kosta miklu til viðhalds hans, þangað til nýr vegur er fenginn. Þetta er vegamálastjóra ijóst og er það gótt. En viðhaldinu verður þá jáfnfiamt að haga svo, að veg- úrinn váldi ekki skemdum á dýrum flutningatækjum, eiris og bifreiðar eru. Ættarnöfiié Fjárveitingariefnd Nd. kemur fram með breytingartillögur um það, að kenna alla, sem í fjár- lögum eru néfndir; iið föður sinn, enda þótt þeir hafi ættar- nafn, og að ættarnafns sé aðeins getið í svigum aftan við nafnið til skýringar. I breytingaitillög- um þessum stendur t. d. Vil- helm Vilhelmsson (Bernhöft), Sveinbjörn Þorsteinsson (Egils- sonar), Jakob Jakobsson (Thor- arénsfen), Sveinbjörri RórðárSon (Sveinbjörnsson), Guðmundur Guðmundsson (Bárðarson), Helgi Pétursson (Péturss.), Bogi Jóns- son (Th. Melsteð), Eggeit Ei- riksson (Biiem), Einar Eihars- son (Sæmundsen) o. s. frv. Nái þessar brej'tingar fram að ganga á fjárlögum, virðist sjálfsagt að sama regia sé tekin upp í Pingtíðindum, og að þar sé ekki kallaður Sigurður Egg- erz, heldur Sigurður Pétursson, ekki Ingibjörg H. Bjarnason, heldur Ingibjörg Hákonardóttir o. s. frv. Skaðabætur Þjóöverja Skaðabótanefndin hefir nýlega tilkynt, að skaðabótagreiðsla Pjóðverja háfi verið £ 9,268,000 í febrúarmánuði, og af því hafi komið £ 5 milj. frá þýzka járn- brautarsambandinu. Af þessu fengu Frakkar £ 1,802,000, Bretland £ 1,087,000, Belgía £ 315 þús., Ítalía £ 235 þús., Jugo-Slavia £ 150 þús., Japan £ 32 þús., Rúmériia £ 24 þús., Portugal £ 19 þus. og Grikkland £ 12 þús. Bretar hafa nú móttekið frá Pjóðverjum upp í skaðabóta- kröfurnar £ 5,342,000. Víðsjá. Sjúkrasamlag Akureyrar. Hagur samiagsihs stendur nú með bezta móti. Varasjóðufiriri er nú orðinn um 6,300 kr. Á árinu hefir saml. greitt í sjúkra- kostnað 3000 kt. Urri síðustu áramót var tala hluttækra með- lima 127. Félagið hefir blómgv- ast á síðustu árum undir stjórn þeirra Sigtryggs Porsteinssonar og Jóhs. Jónssonar. Sámlagið hefir fengið 500 kr. árlegan styrk frá bænum síðustu 4 árin. Auk þess hefir það fengið 2000 kr. gjöf frá Ragnari Óiafssyni konsúl. (Eftir »Degi«)

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.