Dagblað

Tölublað

Dagblað - 05.04.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 05.04.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Brindi senti Alþiiigi. Leikfélag Akureyrar sækir um 1200 kr. styrk. Fulltrúaráð verklýðsfélaganna í Reykjavík sækir um 500 kr. styrk til kvöldskólabalds. Dr Guðbrandur Jónsson sæk- ir um 500 kr. til þess að safna til íslenzkrar menningarsögu á tímabilinu frá kristnitöku til siðaskifta (1000 — 1500). Símakonur í Reykjavík fara fram á, að lögum um lífeyris- sjóð embættismanna verði breytt á þá leið, að konur í þjónustu landssímans fai tillög sín til líf- eyrissjóðs endurgreidd við burt- för þeirra úr þjónustu ríkisins. Starfskonur við þjóðminja- safnið fara fram á hækkun fjár- veitingar til vörslu safnsins. Borgin. Sjávnrföll. Háflæður eru kl. 3,10 í dag og kl. 3,30 í nólt. Nsetnrlæknir er í nótt Halldór Hansen, Miðstræti 10. Sími 256 Nætnrvörðnr er í Reykjavíkur Apóteki. Peningnr: Sterl. pd............... 27,05 Danskar kr............. 103,72 Norskar kr.............. 89,72 Sænskar kr............. 152,78 Dollar kr................ 5,68 Adam Ponlsen, leikhússtjóri í Kaupmannahöfn, er á leið hingað á vegum Dansk-íslenska félagsins. Ætlar hann að lesa upp í Nýja Bio í sex kvöld og byrjar 13. þ. m. Adam Poulsen er talinn einn af beztu lesurum Dana. — Kvikmyndaliúsin. Nýja Bio sýnir mynd í 8 þattum, er nefnist Töfra- vald tónanna. Gamla Bio sýnir mynd í 10 þáttum, er heitir Græna gyðjan. Báðar þessar myndir eru ameríkskar. Bókamarkaðnr hefir verið heldur daufur hér hin síðari árin og á það aðaliega við um ísienzkar bæk- ur. Mun það um valda mestu, hvað bækur hafa orðið dýrar, og að þetta stafi fremur af kaupgetuleysi heldur en rénandi lestrar- og fróð- leiksfýsn almennings. — Nú hefir Porsteinn Gíslason bóksali og bóka- útgefandi lækkað að stórum mun verð á bókum sinum, eins og sjá má á augiýsingu hér i blaöinu. Munu allir bókavinir kunna honum þakkir fyrir það. Stúdentafræðslan. Sem betur fór varð það ekki seinasti alþýðu- fræðslu fyrirlesturinn, sem Matlhías Pórðarson flutti um daginn, enda þótt forgöngumenn fræðsiunnar væru hræddir um það. Er vonandi. að þess verði langt að bíöa, að stúdentafræðslan falli niður. — í dag flytur Guðbr. Jónsson fyrir- iestur um skoðanir manna á dauð- anum, einkum á miðöldunum. Asgrimnr Jónsson málari opnar málverkasýningu í dag í G.T.hús- inu. Pað er alt af óblandin ánægja að koma á sýningar þessa ágæta málara og mun enn verða svo, því að honum er alt af að fara fram i list sinni og hann er sístaifandi og hefir því alt af á hverju ári margt nýtt að sýna. Stúdentafélagið hélt fund í fyrra- kvöid og var rætt um jafnaðarstefn- una. Málshefjandi var Héðinn Valdi- marsson. Umræöur urðu hinar fjör- ugustu og stóðu langt fram á nótt. Voru ræðumenn margir og greindi þá mjög á í skoðunum. lán lianda bænnm. Porvaldur Pálsson læknir er nýlega kominn heim frá útlöndum. í ferð sinni fekk hann loforð urn það hjá lifs- ábyrgðarfélaginu »Danmark«, að félagið skyldi lána Reykjavíkurbæ 200 þús. kr. og Akureyrarbæ 150 þús kr. með góðum kjörum. Áður hefir félagið keypt hjer skuldabréf fyrir halfa miljón króna. Prestkosningar. Til Staðarpresta- kalls í Steingrímsfirði hefir verið kosinn prestur síra Porsteinn Jó- hannesson með 179 atkv. Greidd voru alls 183 atkv. í Landeyjaþing- um hefir verið kosinn prestur síra Jón Skagan með 107 samhlj. atkv. Enskir stúdentar tveir komu hing- að með Lagarfossi siðast. Heita þeir Mr. Neill og Mr. Johnson. Ríkii-borgararéttnr. Samþykt hefir verið og afgreiti sem lög frá Al- þingi, að veita sira Friðrik Hall- grimssyni ríkisborgararétt. Samkomnr f dag. í K. F. U. M. er sunnudagaskóli kl. 10 og æfing 1. sveitar væringja í Barnaskólanum. V-d. fundur ki. 2. Y-d. kl. 6. Almenn samkoma kl. 8‘/i (síra Árni Sig- urðsson taiar). í Sjómannastofunni er guðsþjón- usta kl. 6 (Alfred Petersen frá Fær- eyjum talar). Dnnir hafa um mörg ár verið að boilaleggja um það, að taka upp HDagBlað. {Arni Óla. G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla I Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaöverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. GVHmíSTIIIlPLAR ÚTVEGA allsk. Handstimpla, Dyra- nafnspjold úrpostulíni oglátúni, Signet, Drennimerki, Tölusetningarvélar, Eiginhandarnafnstimpla, Dréfhausa og nöfn á umslög, Pokastimpla, Kvittanastimpla, Stimpilpúða og Dlek, Merklblek, Merkiplötur o. fl. YALE-Hurðarlása — YALE-Hurðarlokara. Pantanir afgreiddar með stuttum fyrirvara og mikilli nákvæmni. HJÖRTUR HANSSON, Kolasund 1 (Aðalumboðsmaður á íslandi fyrir S ]ohn R. Hanson’s Stempelfabrik, Hbh.) JT -------7-------------------- GUÐ SI. 8IGURÐS 0 V, klæðskeri, lngólfsstr. 6. Ódýrasti klæðskeri borgar- innar. Mikið af úrvals fatefnnm (þýzkuro). Saumalaun a fntum aðeins 50 krónur. Fljót afgreiðsla. Komið í tíma. IVotiö einnöniru PETTE ® SUKKULAÐI 0g KAKA0. © © Petta vörumerki hefir á skömmum tíma rutt sér til rúms hér á landi, og þeir, sem eitt sinn reyna það, biðja aldrei um annað. Fæst í heildsölu hjá I. Brynjólfsson & Kyaran. Símar; 890 & 949. © © fiskveiðar bér við land. Virðist nú svo, sem rekspölur sé kominn á það mál og úr framkvæmdum verði. Er í ráði að senda hingað 5 fiskiskip frá Esbjerg á sumri kom- anda og er gert ráð fyrir, »ö danska stjórnin veiti styrk tíl þessa.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.