Dagblað

Tölublað

Dagblað - 07.04.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 07.04.1925, Blaðsíða 1
Þiðjudag I. árqanaur, 7. aprii r/J/y/yA //y/S » 1925. Amr w6wg vfMW tölublað. ALLSHERJARNEFND Ed.hef- ir nú skilað áliti um frum- varp það til laga um versl- nnaratvinnu, sem stjórnin lagði fyrir þingið. Lætur nefndin þess getið, að hún hafi við athugun frumvarpsins ráðfært sig bæði við atvinnumálaráðh. og menn úr verslunarstétt. Engum dettur i hug að efast um, að nefndin fari hér rétt með, en nefndar- álitið og breytingartill. sýna það, að nefndin hefir tekið sáralítið tillit tii tillögu og vilja verslun- arstéttarinnar. Verslunarráð ís- íands samdi árið 1922 frv. til iaga um verslunaratvinnu. Frv. þetta mun ráðið hafa sent nefnd- inni, og einnig til útbýtingar meðal þingmanna. Pað, sem það frv. leggur mesta áherzlu á, er: 1. það, að settar séu skorður fyrir þvi, að ekki fáist aðrir við verslunarrekstur en þeir, sem til þess hafi mentun eða æfingu þá, sem til þess verður •að telja nauðsynlega. 2. að verslunarstéttinni sé trygt fé til sð geta haldið uppi viðunan- fegri kenslu handa þeim, sem Verslunaratvinnu ætla að stunda. Verslunarstéttin er hjá flest- hm menningarþjóðum talin ein af helztu máttarstólpum þjóðfé- ^aganna, og því miklu varið til Þess að menta hana og þroska. Hér er einkis krafist annars, en að sá, sem versla vill, kaupi leyf-' isbréf fyrir nokkur hdr. kr. Ekkert grenslast eftir því, hvort kann er lesandi, skrifandi, kann ^okkuð í reikningi, eða hefir gripsvit, sem kallað er. Þetta líklega sú eina atvinna, sem allir mega og geta rekið óátalið Dg eftiriitslaust. Enga almenna atvinnu geta menn rekið, nema ^afa til þess þá orku, sem til ^eonar þarf. Ég tala nú ekki 11115. að nokkur megi stjórna bíl gða í bát, án þess að hafa ^°kið ákveðnu námi, því síður st®rri vélum eða skipi, og er Það auðvitað rétt. ^tjórnarfrv. gerir að visu þá bót, hvað þetta snertir, að nú eiga nýir umsækjendur um versl- unarleyfi að sanna atvinnumála- ráðh. kunnáttu sina, en ótryggi- legt er það skilyrði, og litlar líkur til samkvæmni í veitingum þessum, þar sem árlega geta orðið skifti á þeim mönnum, sem það embætti skipa. Ráð- herra er að vísu ætlað að hafa Verslurarráð Isl. og stjórn Sam- bandsins til ráðuneytis. En ekk- ert er um það sagt, hvernig með skuli fara, ef annar þess- ara aðilja segir »já«, en hinn »nei«. Ef til vill á annar að duga; en sé svo, þá er nú hætt við að pólitiskt innræti um- sækjandans geti stundum orðið eins þungt á metunum eins og kunnáttan til verslunarstarfanna. Jafnvel ekki ómögulegt, að slíkt geli verkað á sjálfan ráðherrann. Hitt atriðið, sem fyrir versl- unarstéttinni hefir aðallega vak- að, var það, að tryggja sér fé til að halda uppi námi til versl- unarreksturs, tekur nefndin held- ur ekki til greina. Hafði þó verslunarstétt boðist til að ieggja fram skatt á sjálfa sig. Féð fær hún ekki, en skattinn á að þiggja. Ber nefndin það fyrir, að samvinnufél. muni ekki una því, að skattur þessi gangi til Verslunarráðsins og verslunar- skólans. Mjög líklega til getið. Mig minnir að Sambandið telji, að um Vt hluti allrar verslunar í landinu sé í höndum sam- vinnufél. Þess vegna tekur eng- inn til þess, þó það geri kröfu til þess að fá nokkuð af þess- um skatti. Hygg ég, að Versl- unarráðið hafi búist við því, þó það sæi ekki ástæðu tila ð bera fram tiliögu um það. En gat þá ekki nefndin siglt fyrir það sker, með því að koma með breytingartill. í þá átt, að fé það, sem inn kemur fyrir versl- unarleyfi kaupfélaga og sam- vinnufélaga, renni til Sambands- ins og samvinnuskólans í sama hlutfalli og fé það, sem inn kemur af leyfisbréfum kaup- manna og hlutafélaga, rennur til Verslunarráðsins og verslun- arskólans, að frádregnum hluta ríkissjóðs? Norræna félagið í Ösló. Fyrsti ársfundur. »Norrönafelaget« í Oslo hélt fyrsta ársfund sinn í marzmán- uði. Þar flutti Barði Guðmunds- son stúdent snjalla ræðu um samband Islands 0£ Danmerkur, hvernig það hafði verið og hvernig því lauk. í lok ræðu sinnar minlist hann á það, að nú, þá er ísland og Danmörk eru skilin, þá verði allir íslend- ingar og Norðmenn? að styðja samvinnu þá, er nú hefir tekist milli Noregs og íslands, báðum ríkjum til gagns. Og til þess að þetta megi takast, eigi norræna félagið mikilsvert verkefni fyrir höndum. Hlutverk þess félags sé að byggja betri og traustari brú milli landanna heldur en áður hafi verið. í lögum félags þessa segir svo, að markmið þess sé, að »koma nú þegar á fót samskon- ar deildum (og í Ósló) annars staðar um Noreg, Færeyjar og ísland«. Á fundinum var gerð grein fyrir starfsemi félagsins síðast- liðið ár. Jóannes Patursson, kongsbóndi í Færeyjum, hafði haldið fyrirlestur fyrir félagið um »Sögu og sagnir Færeyja«, Hinn 24. nóv. og 17. des. hafði Skúli Skúlason blaðamaður flutt erindi um »Skáldskap íslendinga eftir 1800«. Bæði þessi erindi voru flutt í háskólanum i Ósló og var aðgangur ókeypis fyrir alla. Hefir félagið hugsað sér að þetta sé upphaf að fyrirlestra-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.