Dagblað

Tölublað

Dagblað - 07.04.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 07.04.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 HHOH NYJABIO ■■■■■BHi Töfravald tónanna. Stórkostlega fallegur sjónleikur í 8 þáttum, frá hinu heimsþekta félagi First Natlonal, New York. Töfravald tónanna (Livéts Melodi) er ein af þeim myndum, sem hlýtur að hrifa hvern mann, sem hana sér. Sýning bl. 9. V erkamenn taka við námurek^tri. Þriggja mánaða tllrannatimi. Vauxhall kolanámu í Ruabon i Englandi eiga verkamenn nú að reka í þrjá mánuði fyrir eigin reikning, og er þetta gert sem tilraun um það, hvernig stjórn og rekstur náma muni fara verkamönnum úr hendi. Þetta er gert eftir samkomulagi eigenda námunnar og verka- manna. Skuldbinda verkamenn sig til þess, að bera ábyrgð á tapi, ef það skyldi verða, og hafa því stofnað samskotasjóð í því skyni. Aftur á móti hafa eigendur námunnar skuldbundið sig til þess, að krefjast ekki neins af ágóða, ef hann skyldi verða nokkur. Samningur þessi var gerður vegna þess, að eigendur höfðu ákveðið að hætta námurekstr- inum um hríð, vegna samkepni í kolasölu. í samningnum er enn fremur kveðið svo á um, að verði tap eftir fyrstu vikuna, skuli það þegar í stað greiðast af samskotasjóði verkamanna, en verði gróði á rekstrinum, á hann að renna í samskotasjóð- inn. Verður þessu haldið áfram allan timann, sem verkamenn sjá um rekstur námunnar. Verkamenn eru vissir um það að sér muni takast að reka námuna með ágóða. Þar vinna nú 600 menn. GiMMÍSTIMI’LAK fyrirliggjandi, svo sem: »Greitt«, >Prent- aö mál«, »Móttekiö — Svaraö*, >Innf.«, >Original«, »Copy«, »Afrit«, >Frum- rit«, »Sýnishorn án verös«, »Sole Agent for Iceland*, >Póstkrafa,kr....«, »Mánaðardagastimplar«, Tölusetn- ingarvélar. — »Eftirrit: Vörurnar af- hendist aöeins gegn frumriti farmskír- teinis«. — Stimpilpúöa og Blek (rautt, svart og blátt). Ennfremur: Auglysinga- letur í kössum, margar stæröir, alt tsl. stafrófiö, meö merkjum og tölustöfum; hentugt til gluggaaugl. og viö skólakenslu. HJÖRTUR HANSSON, Kolasund 1. (Aöalumboösmaöur á íslandi fyrir 1 John R. Hanson’s Stempelfabrik, Kbh.) r Kaupið nýju íslenzku plöturnar. 200 nálar fylgja ókeypis. Hljóðfærahúsið. M.s. Svanur hleður í dag vörur til Sands, Ólaf-mkur, Stykkishólms og Búðardals. Tekið á móti flutnÍDg til kl. 3 í dag. G. Kr. Guðmundsson. Sími 744. Sonnr jitriibrnnlnkrtiigsins. — i>ú ert snillingur í orði. kú ættir skilið að verða starfsmaður í ameríkska konsúlatinu! En eitthvað verð ég að fá að eta, hver skollinn sem það er. Allau stóð á fætur og mælti. — Komið þér með mér; ég þekki góða konu. Hún gefur okkur ef til vill eitthvað að eta. — Er laDgt þangað? — Nei, ekki mjög langt, mælti Allan og Kirk slóst því í för með honum. En hinu megin torgsins urðu þeir að staðnæmast vegna upp- hlaups á götunni. Þeir heyrðu lúður þeyttan og Um leið komst alt í uppnám á götunni. Allir tóku til fótanna og með vissu millibili heyrðist einhver kalla í skipunartón og í hvert skifti var af nýju blásið í horn. Út úr húsum komu ffienn þjótandi og þyrptust kring um vagn Bokkurn og hrifsuðu þar til sín einkennisföt. Sumir voru að klæða sig í rauðar skyrtur, aðrir voru að troða sér i þröng stígvél og sumir spentu um sig hvítum segldúksbeltum. — Pað hlýtur að vera kviknað í einhvers- staðar, mælti Allan. I>etta er brunaliðið, að mér heilum og lifandi! Komið þér! Kirk sá nú hvar eldsbirtu bar yfir þéttbygð- ast« hluta borgarinnar og tóku þeir Allan nú báðir til fótanna og hlupu þangað. Urðu þeir nokkuð á undan slökkviliðinu. En rétt þá er þeir voru að kornast að brunastaðnum kemur á hæla þeim nýtízku slökkvivagn á þeysiferð. Hann beygði snarlega fyrir næsta götuhorn, en nokkrir menn í rauðum skyrtum og með hjálma á höfði hengu á honum og héldu sér dauða- haldi í hann. Kirk fanst þetta engu líkara en að horfa á apa á »Cirkus«-hesti, en þótt hann væri talinn einhver hinn ófyrirleitnasti ökumað- ur í New York, gat hann ekki annað en dáðst að því hve hratt bifvagninn ók og hve snarlega hann beygði fyrir húshornið. Bifreiðin þaut sem sagt fyrir hornið með svo miklum hraða, að það lá við að hún ylli á hliðina, eða spreDgdi af sér bjólhringana. Svo hentist hún npp á gangstéttina og braut um leið tréstoðir undan veggsvölum nokkrum. Óp og óhljóð kváðu við innan úr húsinu, en bif- reiðin hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist og flýðu menn sem fætur toguðu í allar áttir til þess að verða ekki fyrir henni. — Áfram! hrópaði Kirk, hallaðist upp að ljós- keri og hló þangað til hann var orðin þreyttur. En nú komu hinir slökkviMðsmennirnir. Var ekki annað á þeim séð, en þeir hefði fundið allar einkennisflíkur sínar. l>eir drógu með sér hand- dælu og stundu allir af áreynslu. Kirk og föru-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.