Dagblað

Útgáva

Dagblað - 08.04.1925, Síða 2

Dagblað - 08.04.1925, Síða 2
2 DAGB LAÐ SjáYnrföll. Háflæður eru kl. 5,2 í dag. Árdegisháflæður eru kl 5,20 í fyrra málið. Næturlæknir er í nótt Ólafur Gunnarsson Laugaveg 16. Simi 272. Nætnrvðrðnr er í Reykjavíkur Apóteki. Tíða’-far. Lítið frost var á Norður- landi í morgun, en annars staðar hiti, mestur 5 stig í Hornafirði, suðlæg og austlæg átt víðast hvar, hvassast á Suðurnesjum; rigning í Vestmannaeyjum og Grindavik. Spáð er suðlægri átt allhvassri á Suð- vesturlandi og úrkomu þar. 7 stiga hiti var í Færeyjum i morgun og frostlaust í Angmagsalik. Skallagrímur og Gylfl komu af veiðum í gær. Hafði Skallagr. 120 tn. lifrar, en Gylfi 110 tn. Hafstein kom líka af veiðum í gær og hafði 85 tn. lifrar.g Peir fóru allir aftur út á veiðar í í nótt. Þórólfnr kom í morgum með um 100 tn. lifrar. Jnrðarfarir. Jarðarför Dr. Helga Jónssonar fer fram í dag og hefst með húskveðju á heimili hans, Vesturgötu 20, kl. 3 e. h. Jarðarlör frú Ástbjargar Guð- mundsdóttur, konu Sigurðar Gunn- arssonar járnsmiðs, fer fram frá frikirkjunni i dag og hefst með hús- kveðju a heimilinu Laugaveg 51, kl. 1 e. h. Bænailatrnmessnr. í dómkirkjunni: Skírdag kl. 11 sira Friðrik Frið- riksson og síra Bjarni Jónsson (altarisganga). Föstudaginn langa kl 11 síra Bj. Jónsson. Kl. 5 S. Á. Gíslason. í Fríkirkjunni i Reykjavík: Á skirdag kl. 2 síra Árni Sigurðsson (altarisganga). Á föstudaginn langa kl. 2 ’íra Árni Sigurðsson (sálmabókin notuð). í Landakotskirkju: Á skírdag ki. 9 f. h. Levitmessa og kl. 6 e. h. guðspjónusta. Föstudaginn langa kl. 9 f. h. guðspjónusta, prír prestar tóna pislarsögu Jesú Krists. Kl. 6 e. h. prédikun með krossgöngu. í Garðaprestakalli: Skírdag kl. 1 e. h. í Hafnarfjarðarkirkju síra Árni Björnsson (altarisganga). Föstudaginn langa kl. 9 f. h. á Vífilsstöðum síra Á. B. Sama dag kl. 1 e. h. á Bessastöðum síra Á. B. og sama dag kl. 5 e. h. í Hafnar- fjarðarkirkju síra Á. B. f Fríkirkjunni í Hafnarfirði: Á föstudaginn langa kl. 2 sira Ólafur Ólafsson (Passiusálmarnir notaðir). Máiverkasýning Ásgríms Jónsson- ar í Good-Templarahúsinu verður opin alla pessa viku. Gallfoss fór héðan í gærkvöld. Meöal farpega voru Halldór Vil- hjálmsson skólastj. og frú hans, Július Guðmundsson heildsali, Sig. Birkis söngmaður, Eymundur Ein- arsson fiðluleikari, E. Milner kaup- maður, Oddur Thorarensen konsúll, frú Mal'.nberg og frú Gíslason, ung- frú Pyri Benedikz o. fl. Island kom i gærdag. Mdðal far- pega voru: Haraldur Árnason kaup- maður., Árni B. Björnsson gullsm., Páll fsólfsson orgelleikari og frú, Pórarinn Guðmundsson fiðluleikari og frú, Axel Tulinius frkstj. og frú, frú Regina Thoroddsen, Kjartan Thors og frú, Marteinn Einarsson kaupm., Hjalti Björnsson heildsali, Kristinn Einarsson heildsali, Sig- urður Ölafsson fv. sýslum., Karl Magnússon læknir og Malmberg forstjóri. Anton Stnbb, vöruflutningaskip, kom hingað í morgun frá Vest- mannaeyjum með færeyskan kútter i eftirdragi, seni fara á hér upp í »slipp« til aðgerðar. Baron Herrier kom í gær með saltíarm til H Benediktssonar & Co. Hávarðnr ísflrðingnr kom til Við- eyjar í morgun og hafði um 110 lifratföt. »Puriður súndafyllir«, einn af hinum nýju línuveiðurum, fór inn til Viðeyjar til pess að taka fiskinn úr honum og, flytja vestur til ísafjarðar. *ú)acj6laé. {Arni Óla. G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla 1 Lækjartorg 2. skrifstofa J ^ími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. KAUPMENN. Gerið pantanir yðar á Jarðarherjasiiltu, Hiii' herjasnltn, Blaudaðrí sultu o. 11. Fullkomin framleiðsla. Lágt verð. SULTUVERKSMIÐJAN Laugav. 17. Simi 786. GUÐJI. SIGURÐS OV, kiæðskeri, lngólt'sstr. 6. Ódýrasti klæðskeri borgar- innar. Mikið af nrvals fatefnnm (pýzkum). Saumalaun a fotum aðeins 50 krónur. Fljót afgreiðsla. Komið í tima. Kaupið nýju WMm íslenzku plöturnar. 200 nálar fylgja ókeypis. Hljóðfærahúsið Gí-estnheimiliö ReyUjavík. Hafnarstræti 20. 1. fl. hótel. - Miðstöðvarhitun. — Bað. — Kaffisalurinn opinn frá kl. 716 áid. — Heimabakað kafflbrauð og pönnukökur. Línnveiðarnrnir sem ísfirðingar keyptu í Engiandi komu hingað allir prír í gær. Eru skipin öll af sömu gerö og hin fallegustu útlits og sögð ágæt sjóskip. Jóhannes Nordal ihússtjóri er 75 ára í dag. Er hann síungur í anda og ber aldurinn vel. Dagblaðið verður ekki á ferðinni um bænadagana. Næsta blað kerour á laugardag. , HYJA BIO Töfravald tónanna. Stórkostlega fallegur sjónleikur í 8 þáttum, frá hinu heimsþekta félagi Fírst National, New York. Töfravald tónanna (Livets Melodi) er ein af þeim myndum, sem hlýtur aö hrífa hvern mann, sem hana sér. Sýnd í livöldi kl. 9 í síöa^ta sinn. Borgin.

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.