Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 11.04.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 11.04.1925, Qupperneq 1
i Laugardag WT^\ f £ árgangur ll.apríl T/J /frth 38 1925. Amrwwwf V rMv töiubias. HROGNKELSI þykja mörg- um, sem eðlilegt er, herra- mannsmatur, hvort sem þau eru ný, sigin, söltuð eða reykt. Af þessari fisktegund er gnægð hér við land, og víða svo mikill uppgripaafli af henni á vorin, að furðu sætir. Kostnað- ur við að ná i þessa björg er tiltölulega litill, þegar miðað er við það, hve mikið afiast, en það, sem aðallega stendur því fyrir þrifum, að veiði þessi sé alment stunduð, er að markað- ur fyrir þennan fisk er mjög takmarkaður, þvi að engum hefir hugkvæmst enn, að gera hrognkelsi að útflutningsvöru. Það væri þó hægðarleikur, ef rétt væri að farið. Kæmist þjóð- I in svo langt, að henni skildist þetta, mundi hún nota sér þessa veiði betur en gert hefir verið. Eins og drepið hefir verið á hér að framan, er tilkostnaður við hrognkelsaveiði ekki mjög tnikill, en hitt er þó meir um vert, að veiði þessi er alveg opp í landsteinum, og þess Vegna áhættuminni fyrir þá, sem stunda hana, heldur en önnur fiskveiði. Mun það mjög fátítt, að menn farist við hrognkelsa- Veiði, og tekur hún því lítinn eða engan skatt af þjóðinni í mannfækkun, eins og flestar aðrar útgerðargreinir þó gera. Þetta er jafnvel þýðingarmest. En svo kemur hitt tjl greina. Getum við gert hrognkelsi að fitflutningsvöru? Það er enginn efi á því. Kemur þá fyrst til ®fita, hvernig á að fara með fiskinn, til þess að hann geti Vefið útlendingum boðlegur. Rar verður maður að vísu að þreifa Slg áfram, en tvær leiðir virðast fiklegastar. Önnur er sú, að ^ykja rauðmagann og flytja fi^un úr þannig, og hin sú, að ^ióða hann niður. Mætti líka ugsa sér að reykja hann fyrst, sjóða siðan niður. En til Þess að geta soðið fiskinn nið- Ur k > Parf verksmiðju, og verður það ef til vill of dýrt, að minsta kosti í byrjun. En hitt er lítill tilkostnaður, að koma upp reyk- húsi. Og það vita víst flestir, að reyktur rauðmagi er bezti matur og gefur lítið eftir reykt- um laxi. Þess vegna á hann að geta orðið eftirsótt vara á er- lendum markaði, ef rétt er að farið, og hér innanlands ætti að geta orðið mikið stærri markaður fyrir hann en nú er. Aðalatriðið er það, að læra að fara svo vel með rauðmagann, að fólk vilji kaupa hann, en eins og nú er, skortir mikið á það. Veldur þar mestu um hve óhirðulega er farið að reyking- unni. Víðast hvar er rauðmagi nú reyktur við móreyk, að eld- I gömlum sið, og kemur á mark- aðinn sótugur og illa útlftandi. Er það sizt til þess fallið að gera hann útgengilega verslun- arvöru. En sé hann reyktur eftir öllum »kunstarinnar regl- um« í nýtízku reykhúsi, munu menn komast að raun um það, að hann verður útgengileg vara. En hvort heldur þarf að kald- reykja hann eða heitreykja, eins og kallað er, verður reynsl- an úr að skera. III meðferð á hestum. í ritstjórnargrein Dagblaðsins 3. þ. m. var það vitt að mak- legleikum hvernig farið er með húsdýrin hér í bæ. Undanskilin eru aðeins kýr og sauðfé, sem víðast mun vera farið sæmilega með og sumstaðar ágætlega. Dagblaðið á þakkir skilið fyrir að hafa vakið máls á þessu, því að meðferðin á þeim húsdýrum, sem nefnd eru í greininni, er víðast hvar þannig, að hún má ekki vera óátalin. III meðferð á skepnum á sér víða stað enn þá — því miður — og jafnvel helzt þar sem sizt skyldi. í þetta sinn ætla ég aðeins að árétta það, sem sagt var í áður- nefndri grein, um meðferðina á hestunum hér í Reykjavik. Fyrir nokkrum árum var hér hafist handa um bætta meðferð á akhestum og bar það nokk- urn árangur um tima, svo að um eitt skeið sáust hér varla nema feitir hestar og vel út- lítandi. En nú er aftur farið að sækja í gamla horfið og er jafn- vel verra en áður var. Á aukin atvinna og meira áframhald við vinnuna sinn þátt í þessari illu meðferð. Nú má viða sjá hér horaða hesta, slæpta og þreytulega barða áfram með þyngsla æki í mis- jafnri færð. Versta meðferðin á hestum hér í bæ, er við uppskipun á kol- um. Hálft tonn, í stórum og klumpslegum vögnum, eru hest- arnir látnir draga upp snar- bratta kolabyngi þar sem við- spyrnan er svo laus, að þeir geta varla fólað sig. Auk þess verða vagnarnir svo afturþungir vegna brattans, að allur þunginn hvílir á brjóstgjörðinni og má geta nærri hve hestunum muni vera það þægilegt, auk annara erfið- leika. Þess er heldur ekki gætt hvernig vagnarnir eru hlaðnir á jafnsléttu. Kolunum er einhvern- vegin dempt í vagnana og ekkert tillit tekið til hvort meira fer í aftur- eða framhluta þeirra og getur þá aðalþunginn oft hvilt á herðaspöðunum einum. Þegar hestarnir hafa einhvernveginn klungrast upp kolabyngina, er þeim snúið við og kýlt aftur á bak fram á byngsbrún, og er sú meðferðin jafnvel verst. Kolavinnan er nú orðin þannig rekin hér, að ekki ætti að eiga sér stað að hestar væru notaðir við hana. Þess gerist heldur engin þörf, þvi til eru nógir bíl- ar sem hægt er að nota í stað hestanna. Og þaö eru einmitt

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.