Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 12.04.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 12.04.1925, Qupperneq 1
Páskadag 12. apríl 1925. I. árgangur. 59. tölublað. TJpprisutrúin. Páskahugsanir. Upprisutrúin er dýrlegasta eign bvers kristins manns, því að naeð henni eignumst vér hina Hfandi von, og í henni aftur Ijós sem lýsir gegn um gröf og dauða. En upprisutrúin á þá líka að bera ávöxt í lífi voru, svo að það beri þess vott, að vér erum gengnir yfir frá dauð- anum til lifsins. Með þeim hætti birtist »kraftur upprisu Krists« í lífi voru. En það er megin- gallinn á kristindómslifi fjölda kristinna manna, hve lítið verð- ar upprisu Krists, Lif vort á að vera upprisu-líf — vér eigum að framganga sem þeir, er þeg- ar hafa dauðann að baki sér. t*að er svo mikið af dauða í oss öllum, — dauða, sem vér verðum að upprísa frá, ef sam- band vort við hinn upprisna drottin á að vera annað en nafnið tómt. »Ef einhver er í samfélagi við Krist, þá er hann ný skepna, hið gamla á að verða að engu og alt að verða nýtt« — segir postulinn, og þetta á að verða fyrir kraft upprisu hans. En vegna misbresta, sem einatt vilja verða á þessu, sætir trú vor lasti af mörgum van- trúuðum, sem, hvað sem öðru líður, skilja þó ávalt það, að trúin á að bera ávöxt í lífi voru og þá einnig upprisutrúin. Vantrúar-spekingurinn Niet- sche á að hafa sagt: »Betri ljóð verðið þér að syngja mér, ef eg á að læra að trúa á endurlausn- arann ykkar; betur endurleystir Verða lærisveinar hans að koma tnér fyrir augu, til þess að eg fái traust til endurlausnarverks bans«. Pessi orð ættum vér að leggja oss á hjarta. Pau minna °ss á þann sannleika, að léleg- ^stu meðmælin með upprisutrú v°rri, eru lélegir Kristslærisveinar. Alt vort líf á að vera sffeld upprisa frá dauðum fyrir guðs kraft. Með þeim hætti verður líf vort í sannleika undirbúningur undir eilífðina. Og þá fyrst verður kraftur Krists opinber í lífi voru, er vér látum það vera lif í sffeldri baráttu við syndina og við alt, sem vill teygja oss burt frá guði, og líf í látlausri framsókn að fullkomnunartak-, markinu. En hvernig má það ske? Til þess er að eins ein leið, sú, að vér af hug og hjarta gefumst hinum upprisna frels- ara og við það sameinumst honum æ innilegar. Því að ein- ungis í samfélaginu við hann fáum vér fullar sönnur á, að lífið er — þrátt fyrir alt — sterkara en dauðinn, og ein- ungis þar fáum vér sigurtóna upprisunnar inn í Iíf vort, svo að vér getum sagt í trausti til máttar hans og miskunnar og í vonglaðri upprisutrú guðs barna: »Dauði, hvar er sigur þinn; dauði, hvar er broddur þinn. Guði séu þakkir, sem oss hefir sigurinn gefið fyrir drottin vorn Jesúm Krist«. Um 5000 menn meiðast og farast. fflörg hnndrnð þorp og borgir jafnast við jörðn. Hinn 19. f. mán. fór afskap- legur fellibylur yfir suðurhluta Illiuois og nokkurn hluta af Indiana og Missouri. Mörg hundruð þorp og bæi jafnaði fellibylurinn við jörðu og rúm- lega 20 borgir. Er þetta talið eitt hið hræðilegasta slys af völdum náttúruaflanna, annað en jarðskjálftinn mikli í Japan árið 1923. Borginni Gorham sópaði byl- urinn algerlega í burtu og mörg- um bæum þar í grend. í Par- rish i Illinois fór á sömu Ieið og segja fregnir þaðan, að byl- urinn hafi fleygt sumum likum þeirra manna er fórust, meira en mílu vegar. Samkvæmt siðustu fregnum hafa rúmlega 1000 manns farist og rúmlega 3000 hlotið meiðsl og limlestingar. Segja sjónar- vottar að það hafi verið átakan- legt að heyra neyðaróp og kvala- óp manna, kvenna og barna úr rústum húsanna. Viða kom upp eldur og lagði í auðn það sem bylurinn hafði eftir skilið. í Murphysboro fauk skólahúsið. Voru þar 245 börm inni um það leyti og komust fæst þeirra lifandi og ómeidd undan. í De- soto fauk annar barnaskóli. Voru þar 250 börn og komust aðeins þrjú ómeidd af. Af 650 ibúum í Parrish komust aðeins 6 af óskaddir. Eftir því sem opinberar skýrsl- ur herma er manntjónið þetta í borgunum: í Murphysboro fórust nær 800 manns, en 990 meiddust meira og minna. í West Frankfort fórust 350, en 900 hlutu meiðsl. f Parrish fórust 350, en 300 meiddust, og i Desoto fórust 400, en 400 meiddust. Aðrir fellibyljir. Stærstu fellibyljirnir, sem komið hafa áður í Bandaríkj- unum, eru þessir: f maí 1905 í Oklahama; fórust 130 menn. í sama mánuði i Kansas; fórust 30 menn. í júní 1908 í Kansas og Nebraska; fórust 27. í apríl 1908 í Missisippi, Lousiana og Alabama; fórust 450. í maí 1917 í Missouri og Illinois; fórust 67. f júní 1919 í Minnesota; fórust 60. í april 1923 í Oklahama; fórust 100. í júlí 1923 i Iowa; fórust 63. f marz 1924 i Kan- sas, Oklahama, Missouri og Ohio; fórust 24. f júní 1924 í Ohio; fórust 100 menn.

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.