Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 14.04.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 14.04.1925, Qupperneq 1
Priðjudag 14. april 1925. I. árgangur. 60. tölublað. TVÆR vörutegundir munu það vera, sem hér eru seldar lægra verði en víðast hvar annars staðar í Norðurálfu, en það eru eldspýtur og spil. Veld- ur þar um, að vörur þessar eru hátollaðar annars staðar. Á þessum vörutegundum hefir aldrei verið neinn sérstakur tollur hér og mætti það þó gera að ósekju. Eldspýtur eru að vísu nauðsynjavara, sem enginn maður getur nú lengur án verið. Og vegna þess hvað þær eru ódýrar, horfir enginn í það að kaupa þær og bruðla með þær fram úr hófi. Og þráfaldlega hefir þetta valdið slysi. Mun margur eldsvoði stafa af því að ógætilega er farið með eld- spýtur og þess ekki gætt, að börn nái ekki í þær. í flestum húsum eru þær hafðar á »glám- bekk« þar sem börn geta auð- veldlega haft hendur á þeim og börnin eru furðu fljót að kom- ast upp á það »sport« að kveikja ú þeim. Væri eldspýtur nú há- tollaðar, mundi afleiðingin verða sú, að sparlegar væri farið með þær, en verið hefir til þessa. Fólk mundi þá áreiðanlega gæta þess betur en áður, að sem minst færi af þeim í súginn. Sú er að minsta kosti reynslan annarsstaðar. Menn munu nú ef til vill segja sem svo, að lítið leggist fyrir kappann, rikissjóð, ef hann setlar að fara að auka tekjur sínar með því að tolla eldspýtur sérstaklega. En það er lítið sem kattartungan finnur ehki, og svo má segja hér, því að ríkissjóður Verður einmitt að hafa úti allar klær til þess að ná í auknar *ekjur. Að minsta kosti þykja tekjurnar ekki of miklar, þegar fatið er að verja þeim til nauð- sy°ja ríkisins. . ^rið 1922 voru flutt til lands- £s 31,352 kg. af eldspýtum. kki er gott að segja hve mörg *búnt« þetta kunna að vera, pví að þau eru misjafnlega þung. Búast má nú við því, að inn- flutningur minki mikið, ef há- tollur er lagður á. En sé gert ráð fyrir því að hann minki um þriðjung, eru þó eftir 20 þús. kg. og eftir því sem tollur er lagður á þessa vöru annars staðar, yrði rikissjóði að þessu þó nokkur tekjuauki. — Spil eru náttúrlega óþarfa- varningur að vissu leyti og er eigi flutt svo mikið inn af þeim, að aukinn tollur geti gefið tekjur svo miklu nemi. Árið 1922 var flutt inn af þeim 2,822 kg. V aralögreg-lan. Nefndarálit er nú komið frá allsherjarnefnd neðri deildar um þetta mál. Hefir nefndin klofn- að, en meiri hlutinn (M. T., B. St. og J. Bald.) ræður ein- dregið til þess að frv. verði felt. Ástæðurnar, . sem færðar ern fram fyrir því, eru hinar sömu sem Dagblaðið hefir haldið fram: 1. að kaupstaðirnir hafa nú þeg- ar heimild til þess, að kveðja menn lögreglunni til hjálpar, ef hún reynist eigi einhlít; 2. að þessi varalögregla yrði dýr, enda þótt menn verði að starfa kauplaust; 3. að það er ósanngjarnt að kveðja ákveðna menn i vara- lögreglu og láta þá starfa þar ókeypis. Um þetta síðasta atriði segir svo í áliti meiri hluta nefndar- innar: »Þessi skyldukvöð gæti valdið mikilli truflun á atvinnu þeirra manna, sem í varalög- regluna yrðu kvaddir, þar sem þeir sennilega yrðu að verja all- miklum tima til æfinga, og gæti það orðið sumum þeirra þung byrði. Auk þess er ranglátt að leggja slíka skyldukvöð á ein- staka menn án endurgjalds. Kemur slíkt algerlega í bág við réttlætistilfinningu þjóðarinnar«. Að niðurlagi segir, að eí'tir þeim undirtektum að dæma, sem málið hefir fengið, megi fyllilega búast við því, að vara- lögreglan verði óvinsæl frá byrj- un og njóti ekki trausts almenn- ings, »en trausts og virðingar almennings þarf hver lögregla að njóta, til þess að starf henn- ar komi að tilætluðum notum«. ^4.1t>ania framtíðarland. Nýjar olínnámnr. Brezkur blaðamaður ritar ný- lega frá Albaniu og vekur máls á því, að land það muni eiga mikla framtið fyrir sér. Hefir þó verið talið áður, að það sé eitt með hrjóstugri löndum álf- unnar. En það er ekki vel að marka, því að íbúarnir þar hafa meir hugsað um sífeldar erjur, heldur en rækta landið eða grafa úr skauti þess þau auð- æfi, er þar kunna að vera fólg- in. Afieiðingin hefir örðið sú, að nú eru útlendingar að sölsa undir sig mestu landgæðin. Þar á meðal eru oliulindir landsins, sem menn vita þó eigi enn gjörla hve mikið muni geta gefið af sér. »Anglo-Persian Oil Company« varð fyrst til þess að ná einka- rétti til olíuvinslu í Borathérað- inu. Eru nú þrjú ár síðan. Síð- an hafa tvö ameríksk félög, Sin- clair-félagið og Standard Oil, fengið þær landspildur til þess að reka þar olíuvinslu og enn fremur eitt ítalskt félag og ann- að franskt. í Albanía eru nú ræktaðar um tvær miljónir smálesta af tóbaki á ári, og er því öllu eytt í landinu sjálfu. En talið er að

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.