Dagblað

Tölublað

Dagblað - 14.04.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 14.04.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Botnvörpungarnir. Pessir hafa komið inn um hátíðina: Ása meö 115 tn., Egill Skallagrimsson meó 110 tn., Tryggvi gamli með 100 tn. Apríl með 73 tn. og Kári Sölmund- arson til Viðeyjar með 95 tn. lifrar. Tveir fœreyskir kúttcrar, Borglyn og C. M. Slater liggja hér við stein- bryggjuna til aðgerðar. Hafði kom- iö að þeim leki og annar þeirra ekki komist hjálparlaust hingað inn Mk. Hákon kom af veiðum í fyrra- dag og hafði aflað um 9 þús. fiska. ísland fór héðan í nótt norður um land til útlanda. Meðal farþega Vorn Steingr. Matthíasson læknir á Akureyri og frú, og Eiríkur Leifs- son kaupm. Stórlxriiiii. Stórbruni varð fyrir skemstu í Palm Beach í Florida. Kom eldurinn upp í stóru gistihúsi, þar sem voru 800 herbergi, og brann það til kaldra kola. Breiddist svo eldurinn út og brann þar annað stórt gistihús og ennfremur nafnkunnur spila- banki, þar sem auðkýfingar voru vanir að spila. Kom það oft fyrir þar, að meipa fé tap- aðist og græddist á einni nóttu heldur en á heilli viku í hinum alræmda spilabanka í Monte Carlo. Það er talið, að tjónið af þessum bruna muni nema 5 miljónum dollara. JSvertingjar, sem heima eiga í borginni notuðu tækifærið, meðan bruninn stóð sem hæst, til rána og gripdeilda, og voru 50 þeirra teknir fastir fyrir það. Úr ýmsum áttum. Fransknr flngmaðnr, Maurice Truber, var nýlega á flugi skamt frá Saus. Kviknaði þá í flugvél- inni og tók flugmaðurinn það fangaráð, að stökka heldur út úr henni, en að brenna til bana. Fallið var 900 fet og beið hann bana af. Verkfall og verkbann var í ýmsum prentsmiðjum í London núna fyrir mánaðarmótin. Voru þá 15 þús. prentarar atvinnu- lausir. Vegna þessa gátu mörg vikublöð og tímarit ekki komið út seinustu vikuna í marz. 89,000 hæstu gjaldendur í Bretlandi og norðurhluta Eng- lands greiddu árið 1923—1924 £ 177 250 000 í tekju og eigna- skatt, 34,8°/o af tekjum sínum sem voru þá alls £ 510 miljón- ir, eða sem svarar 13 770 milj. króna í vorri mynt. Brezknr skrautgripasali keypti fyrir skemstu einfaldan stein- hring og gaf fyrir hann 2 shill- ings. Síðar kom upp úr kafinu að þetta var gimsteinshringur og seldi skrautgripasalinn hann fyrir £ 1400. Kaupið nýju íslenzku plöturnar. 200 nálar fylgja ókeypis. Hljóðfærahúsið. . Anglýsingn|n.( j Dag- hlaðið má skila í prentsmiðj- una Gutenberg eða á afgreiðsla blaðsins. Sími 744. Sonur járnbrantakóngsing. ,t stundis að honum vatnspípunni og öll vatns- orka Colons borgar buldi á maga honum svo bann kiptist við, eins og hestur hefði slegið bann. Svo hröklaðist hann aftur á bak og hné öiður á götuna, en válnsbunan stóð beint á hann. Loks tókst honum að skríða á fætur aftur og ^ar það sorgleg sjón og þvi líkast sem holdvot brafnahræða færi þar með alskyns fettum og brettum, en formælingar hans heyrðust ekki tyrir óhljóðum áhorfeudanna. — Ég býst við að þeir hypji sig í burt, Sagði Kirk hlæjandi um leið og hann hófst banda á nýjan leik. En Allan æpti dauðskelkaður: — Æ, herra minn, ég er smeykur um aö bann sé einhver háttsettur embættismaður. — Kærðu þig kollóttan. Við skulum skemta °kkur miklu meira. Fyrir það hljótum við verð- ^aun. Gullpeninga að verðlaunum, Allan, fyrir ^agprýöj, 0g á morgun mun bæjarstjórnin ^yija okkur þakkarávarp. En spádómur þessi virtist vanhugsaður. korntnu síðar kom tylft lögregluþjóna með foigingi miklum og fyrirliðinn kallaði: Komið iogaðl Þér eruð handtekinnl ~~ Handtekinn? Fyrir hverjar sakir? Við er- 1,111 alveg ómissandi hér. Komið strax hingaðl Æ, Drottinn minn, muldraði Allan. Ég á að deyja og verð að drepa sjálfan mig. — Okkur mun ekki saka, mælti Kirk hug- hreystandi, ég hefi margsinnis verið tekinn fast- ur. En við erum tilneyddir að draga okkur í hlé, og líkar mér það bölvanlega, það var á svo góðum vegi. Hann rétti slökkviliða slönguna, en sá dró sig í hlé og úr mestu hættunni, og brátt komu lögregluþjónarnir með fáti miklu og masi. — Vertu rólegur, sagði hann við Állan, er hann sá hve dauðskelkaður hann var. *Þeir sleppa okkur bráðlega. En skömmu siðar, er þeir voru komnir út- fyrir borgina, þótti honum einkennilegt að þeir höfðu brugðið handjárnum á svertingjann, þrátt fyrir ítrekað loforð hans um að hann skyldi vera spakur. Kirk sá að handjárn þessi voru þess kyns sem notuð eru við mjög hættulega glæpamenn: festar með úlfliðsleðurhólkum sem voru svo þröngir að þeir skárust inn í bein við minsta átak lögregluþjónsins. — Þetta þurfið þér ekki að gera, sagði negr- inn við lögregluþjóninn, sem hafði tekið hann fastan. En í stað þess að gefa gaum orðum hans, hertu báðir lögregluþjónarnir, sinn til hvorrar handar svo fast að járnunum að vesl-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.