Dagblað

Útgáva

Dagblað - 15.04.1925, Síða 1

Dagblað - 15.04.1925, Síða 1
M iðvikudag 15. apríl 1925. I. árgangur. 61. tölublað. MARGAR plágur eru hér í Reykjavík, og sumar þann- ig, að ekki mun gott að losna við þær skjótlega. Sumt eru sjálfskaparvíti, og þau eru jafnan talin verst. Plágum þessum má skifta í dagplágur og næturplágur. Og af næturplágunum er það þá aðallega þrent, sem mest ber á: t*ar eru »erotiskir« kettir, æp- andi bifreiðir og syngjandi ung- lingar. Og þar sem þetta þrent fer saman, er varla von að mönnum geti qrðið svefnsamt, enda er almenn óánægja út af þessu. Um kettina befir verið talað áður hér í blaðinu. Pað mun fleslum hulin ráðgáta, hvert gagn þeir gera, eöa til hvers þeir eru aldir hér upp. Pví að ekki er einu sinni svo vel, að þeim hafi tekist að útrýma ann- ari plágu, sem þeim mundi þó helzt ætlandi, rottuplágunni. Þar urðu bæjarbúar sjálfir að sker- ast í leikinn og nota eitur í stað katta. Um aðra pláguna, hinar æp- andi bifreiðir, er það að segja, að hægðarleikur virðist að af- stýra henni. Og satt að segja er það næsta ótrúiegt, að bifreiðir þurfi að vera á sveimi um bæ- inn um allar nætur, og enn ó- trúlegra, að þær þurfi að fara nm göturnar með ópum og ó- hljóðum, eða staðnæmast fram- an við hús, og blása þar eins og skip í háska statt. Væri það sjálfsagt að aflétta þessari plágu hið allra fyrsta, annaðhvort með því að banna bifreiðaferðir al- gerlega um bæinn vissan tíma nætur, eða þá að minsta kosti að banna þetta ófétis gaul þeirra. Um þriðju pláguna þarf ekki margt að tala, enda mun lög- reglan gera það sem í hennar v»ldi stendur til þess að hefta Þá ósvinnu unglinga að fara há- æpandi ettir götum bæjarins um nætur. En bæði er, að slík frið- ^rröskun er lítt þolandi, og að bænum er lítill sómi að þvi að ala upp þá kynslóð, er ieyfir sér slíkt. Pingtíðindi. Samþykt þingm. frv. 1. Frv. um einkenning á fiski- skipum. 2. Frv. um breytingu á lög- um um vörutoll. 3. Frv. um bæjarstjórn á Akureyri. Frestnn veitingu embætta. Tryggvi Pórhallsson ber fram till. til þál. um að skora á stjórn- ina að veita ekki þau embætti, ef losna, sem hér éru talin, fyr en Alþingi hefir kveðið á um hvort þau skuli niður lögð eða sameinuð öðrum: Sýslumannsembættin í Snæ- fellsness-, Dala-, Barðastrandar-, Stranda-, Eyjafjarðar-, Skafta- fells-, Rangárvalla- og Árnes- sýslum og lögreglustjóraembætt- ið í Siglufirði, landlæknis- og bæjarlæknis-embættið í Reykja- vík, aðstoðarverkfræðingaem- bættin hjá vegamála- og vita- málastjóra, skógræktarstjóraem- bættið, prófessorsembættið í guð- fræði og dócentsembættið í grísku við háskólann, fræðslumála- stjóra- og bankaeftirlitsmanns- embættið. Aðfintningsbannið. Frv. stj. um það var til frh. 2. umr. í Nd. í gær. Tók enginn þingmanna til máls og fór því næst fram löng atkvæðagreiðsla og nafnakall oftast. Feldar voru nokkrar breytingartill. þar á meðal um hið svo nefnda »læknabrennivín«, um að svifta útlenda sendimenn rétti til þess að flytja inn áfengi, og um að gera mætti húsrannsókn hjá mönnum án dómsúrskurðar. Að lokum var frv. vísað til 3. umr. með 22:4 atkv. að við- höfðu nafnakalli. F orsetakosn i n gar í Þýzkalandi. Nýjar kosningar íara fram þann 26. apríl. Seinast í marzmánuði fóru fram forsetakosningar í Pýzka- landi. Aðsóknin er talin mjög dauf, því að ekki kusu nema 68,8°/« af þeim, sem á kjörskrá eru, en nú hafa þar allir kosn- ingarrétt, sem eru 21 árs eða eldri. Sjö forsetaefni voru í boði, en kjósendur voru ekki bundnir við að kjósa þá, heldur máttu þeir kjósa hvern þann mann, er þeim sýndist. Var fjölda at- kvæða þannig kastað á glæ. Fjöldi manna greiddi t. d. at- kvæði með Breitenstraeter, fræg- asta hneíaleikara Pjóðverja og í Berlín voru greidd 2 atkvæði með Vilhjálmi fyrverandi ríkis- erfingja. Annars féllu atkvæði þannig að þjóðflokkurinn, sem studdi Dr. Jarres, fekk 10.785.- 593 atkv., jafnaðarmenn (Braun) fengu 7.785.078 atkv., miðflokk- urinn (Marx fyrverandi kanzl- ari) fekk 3.883.676 atkv., kom- múnistar (Thaelmann) 1.896.533 atkv., lýðveldismenn (Hellpack) 1.595.136 atkv., bayernski þjóð- flokkurinn (Held) 1.002.278 at- kv. og Ludendorff 284.471 atkv. Kosning þessi varð ógild, vegna þess að forsetaefni þarf að fá helming allra greiddra at- kvæða til þess að ná kosningu. Er því ákveðið að nýjar kosn- ingar skuli fram fara 26. þessa mán. Er þá búist við því, að

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.