Dagblað

Tölublað

Dagblað - 15.04.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 15.04.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ jafnaðarmenn, miðflokkurinn og lýðveldismenn muni sameinast um einn mann, til þess að sporna við því að Dr. Jarres komist að, en hann veröur þá studdur af þjóðflokknum, Luden- dortssinnum og júnkurum. Við endurkosningu þarf ekki helm- ing greiddra atkvæða til þess að ná kosningu, heldur nægir þá einfaldur meiri hluti. Nú hefir það frézt, að Hind- enburg muni verða í kjöri við næstu kosningar. „Einu e»inni var“ — Eins og flestir bæjarbúar vita, er kominn hingað til bæjarins einn af þektustu og beztu leik- urum Dana, Adam Poulsen leik- hússtjóri. Pessa viku las hann upp í Nýja Bio, en í næstu viku byrjar hann að leika með Leikfélagi Reykjavíkur í hinu þekta leikriti H. Drachmanns: »Einu sinni var« — (»Der var engang«). Leikur þessi er ein- hver sá vinsælasti, sem sýndur heflr verið í Danmörku, og enda öllum Norðurlöndum. Árlega er hann sýndur í kgl. leikhúsinu í Khöfn, og má segja, að hvert mannsbarn þar þekki hann og hafi jafnan ánægju af að sjá hann. Að hið sama verði upp á teningnum hér, er alveg vafa- laust. Hugðnæmara og skemtilegra leikrit er naumast til. Gullinn æfintýrablær hvílir yfir því öllu, og mikið dauðyfli má sá mað- ur vera, sem ekki hlær sig mátt- lausan að því. Pó er ótalið það fegursta, og það er músik Lange-Mullers. Pó hann hefði aldrei samið annað en þetta, væri það nægilegt til að halda nafni hans á loft um aldur og æfi, enda talið eitt hans bezta verk. Allir Islendingar þekkja kvæði Porst. Erlingssonar: »Pú ert móðir vor kær«. Pað er til orðið á þann hátt, að hann var í kgl. leikhúsinu i Khöfn og sá »Einu sinni var« —, og varð svo hrifinn, að hann fór beint heim og orti í »stemningunni« þetta fagra kvæði við eitt af lögunum úr leiknum (Jóns- messuljóðið). í leiksýningunni spilar hljómsveit undir stjórn Sigf. Einarssonar og með Pór- arinn Guðmundsson fiðluleikara, tvíefldan úr utanför sinni, í broddi fylkingar. Söngur er þar einnig mikill, einsöngvar, kvenna- kór, karlakór og blandað kór, og er það alt sungið af úrvali af söngfólki bæjarins. Aðalhlulverkið, prinsinn af Danmörku, leikur Adam Poul- sen, og þó ekkert væri annað, ætti það að vera nægilegt til að fylla húsið kvöld eftir kvöld. Hann hefir einnig með fádæma atorku og dugnaði leiðbeint (»instruerað«) hinum leikend- unum og ekki unnað sér nokk- urrar hvíldar frá því hann sté á land. Alla búninga í leiknum hefir hann komið með frá Kaupm.höfn, og öll tjöld eru eins vönduð og mögulegt er hér. Einn galli er þó á þessu, og hann er sá, að ekki helmingur bæjabúa, sem langar að sjá leikinn, getur komist að. Vegna þess að Adam Poulsen dvelur hér aðeins skamma stund, verð- ur leikurinn aðeins sýndur í rúma viku. Pað er því vissara að tryggja sér aðgöngumiða í tíma, því að áreiðanlega verður um þá rifist, þótt verð þeirra sé nokkru hærra en venjulega. V. Borgin. Sjárnrföll. Háflæður eru kl. 11,3 i kvöld. Árdegisháflæður eru kl. 11,45 á morgun. Nætnrlæknir er i nótt Ólafur Porsteinsson, Skólabrú 8. Sími 181. Nœturvörðnr er í Laugavegs Apóteki. Mr. Mnnsfleld, enski kvikmyndar- inn, og Stefán Stefánsson kennari, voru meðal farþega með íslandi norður um núna siðast. Var ferðinni fyrst heitið til Akur- eyrar og ætlar mr. Mansfield að taka þar kvikmyndir og annars staðar á leið sinni. Stefán Stefáns- son verður leiðsögumaður hans meðan hann dvelur hér á landi. HbagBlað. {Arni Óla. G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla t Lækjartorg 2. skrifstofa J 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd, Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Böddin úr turninum. Sjónleikur í 7 þáttum, tekinn á kvikmynd af ameríska félaginu First National. Aðalhlutverkið leikur: Norma Talmagde. Sýning í kvöld kl. 9i Trúlofnn sína opinberuðu á laug- ardaginn þau ungfrú Kristrún Ey- vindsdóttir frá Kjóastöðum í Bisk- upstungum og vegagerðarstj. Jónas Magnússon bóndi í Stardal á Kjal- arnesi. Snorri goði kom af veiðum í gær með 110 tunnur lifrar. Jón forseti . kom líka í gærkvöldi. Peir fóru báðir aftur út á veiðar i nótt. Ms. Srannr fer til Breiðafjarðar í dag kl. 5. Pessi ferð kemur í stað áætlunarferðar 19. þ. m sem fellur niður. Esja kom úr hringferð í gær meö fjölda farþega. Snðurland fór, til Borgarness í morgun. La Cliampagne, franskur botn- vörpungur, er hingað kom til þess að fá sér kol, fór héðan í morg- un. Er þetta einn með hinum stærstu botnvörpungum er hingað hafa komið. Var það áður skemti- skip, en var svo breytt í botnvörp- ung. — Skip þetta heflr verið aö veiðum hér við land í nokkur ár og var einu sinni tekið og sektað fyrir veiðar i landhelgi. Ágætnr afii er nú á báta er róa héðan á handfæri. Aftur á móti er lítill eða enginn afli á línu, því að fiskrinn tekur ekki agn. — Sumir hafa fengið flsk í net hér skaint nndan.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.