Dagblað

Tölublað

Dagblað - 15.04.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 15.04.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 Tíðarfar. í morgun var hiti um land alt og alt að 5 stigum (í Hornaíirði). Hæg átt vióast hvar en mjög breytileg. í Færeyjum var 6 stiga hiti og á Jan Mayen 1 st. hiti; í Kaupmannahöfn 8 stig og í Englandi 7—8 stig. Loftvægislægð er suðvestup af Færeyjum. Búist er viö norðlægri átt með snjókomu á Norður- og Austurlandi. Nín glímumenn eiga að fara héð- an til Noregs í næsta mánuði og sýna þar íslenzka glímu. Peir eru: Sigurður Greipsson, glímukóngur íslands, Jóhann Forláksson, Þor- steinn Kristjánsson, Jörgen Por- bergsson, Jón Pálsson, Viggó Nat- hanaelsson, Pétur Bergsson, Porgeir Jónsson og Agúst Jónsson. Er búist við því að þeir verði um mánað- artíma í Noregi og hafi glímusýn- ingar víða þar. Katrín l'horoddsen, læknir í Flatey á Breiðaíiröi, kom hlngaö með Esju í gær. Samsöngur þeirra Árna Jónssonar frá Múla og Símonar Pórðarsonar, er þeir héldu 2. páskadag, var svo vel sóttur, að sjáanlegt var hver ítök þeir eiga í hjörtum bæjarbúa. Söngurinn tókst og ágætlega og fóru söngvinir hrifnir þaöan. Knnd Zimsen borgarstjóri hefir nýlega verið sæmdur kommandör- krossi St. Olavsorðunnar norsku. Fjárlagnfrumvarpið verður tekið til 1. umræðu í Ed. í dag, ef deild- in leyfir, því að ekki er nógu langt liðið síðan frv. var útbýtt eins og það kom frá Nd. Peningar: Sterl. pd 27,00 Danskar kr 103,69 Norskar kr 90,31 Sænskar kr 152,37 Dollar kr 5,66 I^eiiíiir- talnanua. Karl Austurríkiskeisari, fædd- ur 1887, varð keisari 1916, réði ríkjum í 2 ár (til 1918) og var 31 árs gamall er hann fór frá völdum. Séu lölur þessar lagðar saman (1887 -}- 1916-f-2-|-31), þá kemur út 3836. Sama er að segja um Vilbjálm II. Þýzkalandskeis- ara. Fæðingarár 1859 ríkistöku- ár 1888, stjórnartíð (til 1918) 30 ár, og aldur við brottför 59 ár. Samtalan (1859+1888+30+59) verður 3836. Luðvig III. Bæj- arakonungur: 1845+1913+5+ 73=3836. Sama útkoman hjá þessum þrem þjóðhöfðingjum, sem allir fóru frá völdum á einu HðsuOi isiasi, 2 herbergi og eldhús, eða aðeins 2 herbergi. — A. v. á. — -i—;--------------------L, GUMMISTIJHPIiAR fyrirliggjandi, svo sem: »Greitt«, »Prent- aö mál«, »Móttekið— Svarað*, »Innf.«, »Original«, »Copy«, »Afrit«, »Frum- rit«, »Sýnishorn án verðs«, »Sole Agent for Iceland«, »Póstkrafa, kr....«, »Mánaðardagastimplar«, Tölusetn- ingarvélar. — *Eftirrit: Vörurnar af- hendist aðeins gegn frumriíi farmskír- teinis«. — Stimpilpúða og Dlek (rautt, svart og blátt). Ennfremur: Auglýsinga- letur í kössum, margar stærðir, alt ísl. stafrófið, með merkjum og tölustöfum; hentugt til gluggaaugl. og við skólakenslu. HJÖRTUR HANSSON, Kolasund 1. (Aðalumboðsmaður á íslandi fyrir “1 ohn R. Hanson’s Stempelfabrik, Kbh.) og sama ári. En undarlegast af öllu er þó það, að ef tölunni 3836 er deilt með tveimur fæst út stjórnbyltingaárið 1918. Er nú öllum auðskilið hvernig í þessu liggur? fSkutull.J Sonnr járnbrantakéiigsins. ings svertinginn æpti hástöfum af sársauka. Hann spyrnti við fæti og maldaði í móinn. — Já — já, herra. Jeg skal koma. En þeir sneru á kvalatakinu og fanginn barði frá sér. Þá kom þar að illúðlegur maður með kylfu í hendi og barði. hann í höfuð og herðar, eins og hann ætlaði að þagga niður í honum angistarópin. Drengurinn lyfti upp hendum til að verja sig og við birtuna frá götuljóskeri mátti sjá að blóðið streymdi úr sárunum, sem handjárnin höfðu valdið. Öll þessi framkoma var svo ástæðnlaus og svo ógeðslega grimdarleg, að Kirk, sem að þessu hafði tekið þetta fyrir gaman, varð óður og uppvægur. Hann gleymdi þeim, sem gættu hans og hljóp til áður en lögregluþjónninn næði að berja Allan í þriðja sinn. Því næst reiddi hann hnefann til höggs, og maöurinn með kylfuna tókst á loft og fauk yfir þvera götuna, eins og kólfi væri skot- ið, lenti í göturennunni og lá þar meðvitundar- laus. Með öðru höggi lagði hann annan hand- járnsmanninn í götuna; en samstundis var hann gripinn af öðrum og barðist nú um sem ham- stola væri. t*eir réðust nú á hann með mikilli grimd eins og óðir hundar en hann hlóð þeim einum af öðrum. Þá var horn þeytt, aðrir einkennisbúnir menn komu hlaupandi, það voru þeytt fleiri horn, og áður en Kirk varði var hann um- kringdur af mörgum brúnum mönnum, sem keppt- ust við að koma honum af fótunum með því að berja hann bareflum. Alt í einu varð hann gagntekinn af tryllingi. Honum varð það ljóst að þetta var ekkert al- gengt götuuppþot. Hér varð hann að bera sigur úr býtum, annars átti hann á hættu að verða drepinn af þessum mönnum. En jafnskjótt og hann hratt þeim frá sér, spruttu aörir upp með kyngikrafti í stað hinna, þar til heil tylft manna sótti að honum í senn, svo sem væru það hungraðir úlfar. Feir toguðu í handleggi hans og fótleggi og föt hans með aðdáanlegri ákefð, en höggin riðu að öllum megin. Þrásinnis tókst þeim að fella hann, en hann reis jafnskjótt upp aftur. Enda þótt vindhöggin væri mörg hjá sæg þessum og stundum hitti þeir fyrir sína eigin menn, tókst þeim að lokum að vinna á honum. Þar sem hann lá í hálfgerðu öngviti með sár á höfði var honum lyft upp og komiö á hnén og sett á hann handjárn af sömu gerð og þau sem Allan var bundinn með.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.