Dagblað

Tölublað

Dagblað - 16.04.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 16.04.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Allir reikningar sem eiga að greiðast á skrifstofu vorri, verða fram- vegis greiddir einungis á máuudögum ogföstu- dög-um frá kl. 2—6. Fiskiveiðahlutafélagið .Aliiance'. jfiðnrjöjnuiiarskrá. Skrá yfir aðalniðurjöfnun út- svara í Reykjavík árið 1925 ligg- ur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu bæjargjaldkera Tjarn- argötu 12. frá 15. þ. m. til 1. maí að báðum dögum meðtöld- um kl. 10—12 og 1 — 5 (nema laugardögum kl. 10—12). Kærur yfir útsvörum skulu komnar til niðurjöfnunamefnd- ar, Laufásveg 25, eigi síður en 15. maí næstk. Borgarstjórinn í Reykjavík 14. april 1925. K. Zimsen, Tilkynning. Frá og með 20. þ. m. verður ekki látið úti minna en 160 kg. af kolum, nema gegn peningum út i hönd. Hf. Kol og salt. Húseig-n mín við Ingólfsstræti fæst til kaups og afnota, eftir því sem um semst. Viðtalstími ákveðist i síma 544. Halldór Þórdarson. I Mjall VlTíll Gnfnþvottahús — Vesturgötn 20. IIVIl Afgreiðslan opin alla virka daga frá kl. llllli 8 f. h. til kl. 6 e. h. Sími 1401. 744 er sfmi DagMalÉs. Sonnr jánibrantiikóiigsina. Pegar hann fann til sársaukans undan hand- járnunum, er skárust inn í hold hans, reis hann á fætur, þrátt fyrir höggin og spörkin sem riðu að úr öllum áttum, og æpti í ógn og bræði: — Sleppið mér, helvítis hundarnir ykkar! Sleppið mér. t*á hertu hinir á handjárnunum, svo að hann engist sundur og saman af kvölum. Honum fanst sem önnur kinn sín væri óvenjulega stór og tilfinningalaus. Um kinnar hans rann varm- ur vökvi, en hann hafði engan tíma til þess að hugsa um slíkt, því að árásarmenn hans réðust á hann að nýju með höggum og slögum. Lá nú við að hann týndi meðvitundinni, en allur mót- þrói hans varð lögreglunni til ama og taliun sem ofstopi gagnvart henni. Fylgdi nú högg eftir höggi og vissi hann ekki af sér fyr en hann raknaði úr rolinu í skitnu fleti, líkt eins og var hér í sæluhúsum áður. Rétt hjá honum lá Allan, Sveitinginn, orðinn hvítur í andliti af hræðslu. VIII. El Commandante. — Hvar erum við? spurði Kirk og litaðist um. — Við erum í fangelsi, herra! — Svei, svei! Ég er veikur Allan! Finnur þú mikið til? — Já, já! Mikið, mikið! — Mér þykir leitt, Allan, að ég skyldi koma þér inn í þennan déskota! Mér datt aldrei í hug að þeir myndi verða svona harðskeyttir. Áttu nokuð að drekka? — Vertu góður, ég skal ná í það! Þessir Spiggotyar vilja ekki sjá af einum dropa af vatni við þig, hvað þá heldur meira. Allan gekk fram að dyrunum og kallaði á fangavörðl Rétt á eftir kom hann með vatn í tinkrús. — Ég held að þið ætlið að drepa mig, mælti Kirk og var enn milli rænu og svefns. Ég hefi aldrei á æfi minni komist í annað eins og þetta. Og svo er maður líka tekinn fastur? Heyrðu AUan, við verðutn að komast héðan! Náðu í fangavörð — eða einhvern annan og talaðu vel við þá. Ég kann ekki tungumálið. — Góði herra minn, reyttu þá ekki til reiðit Pað verður aðeins til þess að þeir ráðast á okkur aftur! i

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.