Dagblað

Tölublað

Dagblað - 18.04.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 18.04.1925, Blaðsíða 1
Laugardag 18. apríl 1925. I. árgangur. 64 tölublað. vagBtai EGAR unglingar hér í bæ verða uppvísir að þjófnaði, eða öðrum óknyttum, halda menn að sér höndum í heilagri vandlætingu, berja sér á brjóst og segja: Óttaleg börn eru þettal Þar sem menn hittast á förn- um vegi, lítur hver framan í annan og spyr: Hvað á að gera? Hvernig á að fara með þessi ólánssömu börn? Hver ráð eru til þess að þetta og því um líkt komi ekki fyrir? — Öruggasta og bezta ráðið er að snúa sér beint til foreldra hér í bæ og biðja þá að hafa glöggvar gætur á börnum sínum, hvort þau stunda skólann svo sem vera ber og hvernig þau verja frí- tímanum. í*að er því miður farið að tíðkast, að börnin séu húsbændur foreldranna, en for- eldrarnir ekki húsbændur barn- anna, og er þá varla von að vel fari. Það var einhvern tíma sfung- ið upp á því í Vísi, að flengja þessa drengi eða setja þá í eins- konar svarthol. Tæplega mundi sú aðferð verða til bóta. Þegar þessum óhamingjusömu drengj- um mætir ískuldi fyrirlitningar og samúðarleysis, er svo hætt við að það hafi gagnstæð áhrif við það, sem til er ætlast. Það er því þess vert að at- huga, hvað aðrar þjóðir gera í þessu efni. Sérstakar uppeldisstofnanir eru þar settar á fót fyrir þessa ó- gæfusömu unglinga. Þar eru þeir hvorki hýddir né í svart- hol settjr. Par er þeim kent til munns og handa, það sem þeim er fyrir beztu og að mestu gagni kemur í lífinu. 1 einu nágrannalandi hlustaði ®g eitt sinn á fyrirlestur, sem hald- inn var um slíkar stofnanir þar (F’orbedringsanstalter for Tyve). Af tvö húndruð unglingum, sem í einu slíku hæli höfðu dvalið, orðu 10 aftur þjófar, en 190 komust aftur á rétta leið og Urðu nýtir menn. Þetta eru talandi tölur. Nú spyr ég: Væri engin tök á þvf, að koma sliku hæli á stofn hér á landi? Ég er þess fullviss, að mál þetta mundi fá góðar undir- tektir, ef einhver vildi beita sér fyrir framkvæmd þess. Fyrsta ráöið væri ef til vill að stofna télag meðal foreldra, sem hefði það að markmiði, að koma á samvinnu milli heimilanna og skólanna um uppeldi barna og unglinga, en sem jafnframt tæki það til alvarlegrar íhugunar, á hvern hátt væri hægt að bæta úr því ástandi, sem nú er. Upp- eidisstofnun, með líku fyrir- komulagi og annarstaðar tíðk- ast, ætti þá að koma fyrst til framkvæmda. Mundi það geta orðið mörgum unglingnum til bjargar og viðreisnar. Málshöíðunin gegn Brynjólfl Bjarnasyni náttárnfræðingi. Einsdæmi mun það vera hér á landi að landsstjórnin láti ógætileg orð um guðdóminn, varða sakamálshöfðun, eins og nýlega hefir átt sér stað og Dagblaðið hefir getið um. Pessa málshöfðun gerir dr. Helgi Péturss að umtalsefni í sérstakri grein í Vísi, og þykir Dagblaðinu eftir atvikum viðeigandi, að birta hana orð- rétta: »Mér þótti fyrir margra hluta sakir leitt að frétta að sakamál væri höfðað gegn cand. phil. Brynjólfi Bjarnasyni fyrir guð- last. — Sjálfa hina saknæmu grein hefi eg ekki séð, en eftir tilvitnuninni í Mbl., virðist ekki ólíklegt að vakað hafi fyrir höf- undinum, að segja eitthvað á þá leið, að guði sé lýst eins og hann væri harðstjóri o. s. frv. og verður því ekki neitað, að jafnvel prestarnir tala oft um guð, eins og ekki væri um góða veru að ræða, og kemur þó auðvitað engum til hugar að hefja neina ofsókn gegn prestun- um at þeim sökum. Mér er illa við þessa máls- höfðun bæði af almennum á- stæðum og sérstökum. Allar ráð- stafanir til að hefta ritfrelsi hafa illa gefist. Reynslan orðið á þá leið að það sé miklu fremur hið góða en hið illa. sem bannað er. En af sérstökum ástæðum vil eg telja það fyrst, að fyrir foreldra Brynjólfs, og einkum heiisubilaða móður, mundi sekt hans verða það slag, sem ómak- legt væri og ómannúðlegt að veita. í öðru íagi: Brynjólfur er náttúrufræðingur, hefir stundað nám lengi, bæði í Kaupmanna- höfn og Berlín. En vér þurfum hér mjög á mönnum að halda sem kent geti náttúrufræði, og hætt við, að óvægileg meðferð þessa máls gæti orðið til að spilla fyrir Brynjólfi sem kenn- ara. Eg vildi því mjög óska þess, að mál þetta væri látið falla niður, og þar sem aðrir eins menn eiga í hlut og forsætis- ráðherra og bæjarfógeti, þá er eg að vísu vongóður um, að mannúðarsjónarmiðið verði meira metið en lagastafurinn. — Miskunnsemi er hin bezta guð- rækni«. Þegnskylduvinna. Alþjóðabandalagið hefir af- numið herskyldu í Búlgariu. 1 þess stað er nú hver tvítugur piltur og sextán ára stúlka skyld að taka þátt í algengri vinnu fyrir ríkið, piltar í 12 mánuði, en stúlkur i 6 mánuði. Áður en þetta var lögleitt, var gerð tilraun með það, hvernig

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.