Dagblað

Tölublað

Dagblað - 18.04.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 18.04.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 HEILDSALA V. B. K. NýkomiÖ mikið úrval af vönduönm og ódýrum veínaðarvörnm: Alklæði — Kjólaeíni, ullar og bómullar — Borðteppi — Borðdúkar og Mnnndúkar — ísanmsefni »Boy«, í mörgum litum — Legnbekkjaábreiðnr — Handþnrknr og Hand- þnrknefni — Kápnefni — Lastingur og Fóðnr til fata — Léreft, mikið úrval — Fatacfni — Morgnnkjólaefnl — Lífstykki — Leggingar og Teygjubönd — Nærfatnaðnr, ailskouar á konnr og karla — Begnhlífar — Sjöl, þau bestu í bænum — Sængnrdúknr og Sængurveraefni — Sokkar, karla og kvenna, svartir og mislitir — Sirz — Tvisttau — Saumavélar, stígnar og handsnúnar. Yörnr sendar nm alt land gegn pðstkröfn. Réttar vörur. Rétt verð. Verslunin 15.101 ti> KRISTJÁNSSON Sonur járnbrantiikóngstns. aðir og þeir sýndust vera. Sá hann nú og að kominn var nýr liðsforingi i hópinn. Fanst honum fyrst að þetta myndi sér til mikils gagns, en rétt á eftir sá hann að þetta var sami mað- urinn og hann hafði beint vatnsbununni á fyr um kvöldið. í*á fór að fara um hann. Maður þessi var svarthærður og svarteygur, dökkur á brún og brá, og auðséð að hann var _ af spönskum uppruna og jafnvel af göfugum æltum. Hann var hár og grannur, brattur og beinn i fasi og yfirskegg hans var snúið í tvo örmjóva vindla. Gat enginn um hann sagt ann- að, en að hann væri fríður maður, en þó var eitthvar í svip hans og látbragði er sýndi, að hann var enginn drengur. — Hver þremillinn, þér hérl mælti hann byrstur. — Víst er svo, og ég vil burt. Hvað á slik Qieðferð sem þessi að þýða? Gesturinn sneri sér nú að Allan, en hann varð hræddur og hrópaði: — Snertið mig ekki, ég er brezkur þegn. En það var auðsjáanlega fjarri skapi hans að ®kifta sér meira af föngunum að þessu sinni. er hann grannskoðaði greyið svarta og virti hann fyrjr sér um stund, gaf hann einum sinna manna skipun og fór sá út úr klefan- nm. — Og ég er Ameríkumaður, mælti Anthony. Þér verðið látinn sæta ábyrgð fyrir þetta. — Þér vitið líklega ekki hvern þér eigið við. Ég er Ramón Alfarez, lögreglufyrirliði og þér hafið gert yður að leik að buna á mig vatni úr brunaslöngu. Stjórn yðar verður látin sæta ábyrgð fyrir móðgun þessa. Hann fnæsti sem reiður köttur, er bann lét dæluna ganga, svo skein í skjallhvitar tennurnar. — Mig skifti engu hver þér eruð. Ég skal leggja fram tryggingu, eða fullnægja á annan hátt lögum yðar, en út vil ég út — út og það strax. Fyrirliðinn hvesti á hann heiftaraugu og spurði stuttur i spuna: — Hvert er nafn yðar? — Anthony. Menn yðar ætluðu að drepa dengræfilinn þarna, og er ég kom i veg fyrir það, var ég sleginn niður. *— Þér létuð vatnsbununa frá slökkvidælunni skella á mér, ítrekaði hinn. Þér hafið svívirt land mitt og heiður þess. — Ég hafði engan grun um hver þér voruð. Ég var kominn slökkviliðinu til aðstoðar þegar yður bar að. Er yður í hug að láta mig lausan, eða kjósið þér fremur að liðsmenn mínir rífi niður fangelsið, svo þér komist hvergi og látið hér lífið eins og kvikindi.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.