Dagblað

Útgáva

Dagblað - 19.04.1925, Síða 1

Dagblað - 19.04.1925, Síða 1
I. árgangur. 65. tölublað. Suimudag 19. apríl 1925. c&el/iGylurinn í cSanéarŒjun um. Dagblaðið hefir áður sagt frá hinum mikla fellibyl er fór yfir suðurhluta Bandaríkjanna fyrir skemstu. Hér kemur mynd af iAinni borginni, er bylur sá fór yfir, og geta menn ljósast séð af henni hvernig fárviðri þetta hefir verið. Myndin er af borg- inni Griffin. Voru þar 400 hús, en uppi stóðu að eins fjögur eftir bylinn. Á miðri myndinni má sjá tvo menn, sem eru að leita í rústunum að eignum sínum. REIÐHESTUM fjölgar hér í bænum árlega og þó eink- um síðan Hestamannafé- lagið »Fákur« var stofnað. Fé- lag það hefir unnið hér mikið og þarft verk þótt ungt sé og á áreiðanlega eftir að vinna meira til gagns. fslendingar eru hestamenn og þykir ílestum bændum t. d. vænna um reiðhestinn sinn held- ur en flest annað er þeir eiga. Flestir eru íslendingar hagorðir og þegar litið er til alþýðukveð- skapar sézt það, að flestar beztu lausavísurnar eru annaðhvort kveðnar á hestbaki, eða um hesta. Sýnir þetta Ijósast hve náin vinátta er milli manna og hesta, enda segir þjóðskáldið okkar, Matthías Jochumsson: manns og hests og hunds hangir leynipráður«. Og allir kannast við hestavísur okkar ágæta manns Páls Ólafs- sonar sem eru með því bezta, er kveðið hefir verið á íslenzka tungu. Að þessu sleptu skal aftur nainst á reiðhesta Reykvíkinga. Þeir hafa ekki altaf átt sjö dag- ana sæla, enda þótt þeir hafi ekki verið notaðir mjög mikið. Hagaganga er afarslæm hér i öágrenni bæjarins, enda má sjá það á blettum þeim, er hestum hafa verið ætlaðir, að þeir eru komnir í hálfgert flag á hverju hausti. Sýnir það og, að ekki getur skepnum þeim, sem þar hafast við, liðið vel. Síðan Hestamannafélagið Fák- hr var stofnað, hefir orðið mikil hreyting á því til batnaðar, hvernig farið er hér með reið- hesta á sumrin og hvaða haga- 8aöga þeim er fengin. En þetta eht er þó ekki hið eina verk- efni félagsins, heldur er hitt jafnvel enn þýðingarmeira, að það á að kenna mönnum að Jöeta betur en áður gildi reið- esta og kosti þeirra. Gæti þetta eiQ«nitt orðið til þess, að ís- lenzkir reiðhestar yrði frægir um alla Norðurálfu og að markaður fengist fyrir þá sem slíka. Get- ur það orðið landinu bæði til frægðar og hagsmuna. En til þess að þetta komist í kring; þarf að stofna hestamannafélög um alt land, í hverri sýslu og hverri sveit og að þau sé öll undir einni sameiginlegri stjórn. þegar svo er komið má vænta þess, að meðferð á hestum batni, að betri markaður fáist fyrir tryppi og að nýr markaður skap- ist fyrir reiðhesta. Þeir, sem þekkja til um það, hve hátt verð útlendir auðkýfingar greiða fyrir reiðhesta sína, munu vita, að hér er ekki farið með neitt fleipur. Og mönnum hlýtur lika að skiljast hitt, að með slíkum alþjóðarfélagskap og hér er stungið upp á, eru miklar vonir um það, að hægt verði að bæta hestakynið íslenzka að stórum mun þegar fram líða stundir. Pingtíöindi. Eins og getið hefir verið um hér í blaðinu áður, bar Bjarni Jónsson, frá Vogi fram fyrir- spurn í 15 liðum til utanríkis- ráðherra íslands (forsætisráð- herra), og var hún rædd á þingfundi Nd. í fyrradag. Fyrir- spurnin er þannig: 1. Er nokkur ráðherranna skipaður af konungi ráðherra fyrir utanríkismál íslands? 2. Eða á að skilja svo kon- ungsúrskurð 30. desember 1924, að þar með sé stofnað sérstakt ráðuneyti í utanríkismálum vor- um, svo sem t. d. í dómsmál- um og í kirkju- og kenslumál- um? 3. Er þess ekki getið i bréf- um frá stjórnarráðinu, t. d. með bréfhaus eða undirskrift, eða hvorutveggja, hvort bréfið er

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.