Dagblað

Tölublað

Dagblað - 19.04.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 19.04.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Byggingar efni: Þakjárn, nr. 24 & 26, 5—10 f. Slétt járn, nr. 24, 8 f. fakpappi, »Viking«, 6 ferm. » »Elefant« 15 » » Sandpappi, 6, 5 ferm. Panelpappi, 18 & 36 ferm. Gólfpappi, 10 & 18 » Saumur, 1"—6" Pappasaumur. Paksaumur, 2'/«" Zinkhvíta. Blýhvíta. Fernis. Terpentína. Xerotín, (þurkefni), Purrir litir, allsk. Löguö málning, hvít og fl. litir. Lökk, margar tegundir. Penslar, allar stæröir. Gaddavír. Kalk, i sk. Asfalt, í tn. & ds. Ofnar, margar teg. Eldavélar, fríttstandandi. Pvottapottar, margar stæröir. Rör, 9"—24" og hnérör. Rörmuffur 4t/j" & 5" Eldf. leir og steinn 1" & 2" & ofnsteinn. Ofantaldar vörur höfum vér venjulega fyrirliggjandi og afgreið- um pantanir hvert á land sem er gegn eftirkröfu. Hf. Oarl Höepfner Reykjavík. IXýtt olíuíélag. Hið tyrkpeska steinolíufélag hefir nýlega gert samning til 75 ára við stjórnina í Iraq um einkaleyfi til þess að vinna steinoliu þar úr jörð. Aðeins er undanskilið héraðið umhverfis Basrah. Höfuðstóll sá, er til þessa er ætlaður, er 1000 milj- ónir punda og standa að baki tyrkneska steinoliufélaginu sjö olíufélög i Bandaríkjunum, (þar á meðal Standard Oil), sextíu og sjö frönsk olíufélög, Anglo Persian Oil Co. og Royal Dutch Shell. í samningnum er svo ákveðið, að formaður þessa fyrirtækis skuli ávalt vera brezkur. Ef fyrirtækið þykir arðvæn- legt, er í ráði að gera oliuleiðslu niður að einhverri höfn við Miðjarðarhafið. mtiidentaskiíti Svo sem öllum mun kunnugt, hefir nú á síðari árum komist á sá siður, að íslenzkir stúdentar fari til dvalar erlendis, en er- lendir stúdentar komi hingað í staðinn. Er þetta góður og heilla- vænlegur siður, er hverjum góð- um íslenzkum borgara ber að styöja, ef efni leyfa. Nú er það í ráði, að nokkrir danskir stú- dentar komi hingað í sumar og dvelji hér um tíma. Skortir nú ekki annað á, en að þeim sé fenginn góður samastaður, og er því hér með beint áskorun til þeirra, er svo eru stæðir, að þeir geti tekið þessa stúdenta að sér, að þeir gefi sig fram hið fyrsta við Stúdentaráð Háskól- ans. í staðinn fyrir hvern þann stúdent, sem fær athvarf hér, fær annar íslenzkur stúdent dvalarstað í Danmörk um jafn- langan tíma. Sonnr járnbrantakónssins. Alfarez hélt sér í skefjum, en átti þó bágt með það. — Þér verðið látinn sæta ábyrgð fyrir þessa svivirðingu, herra minn. — Auðvitað ber ég ábyrgð á gjörðum mínum. En áður ætla ég að síma til amerikska ræðis- mannsins. Litið á! — Hinn ungi maður rétti fram bólgnar og skjálfandi hendur, blóði stoknar. — Litið ál Drengjaruslið yðar kom á mig hand- járnum og lúbarði mig síðan. Ég er sjúkur. Sama er að segja um drenginn. Okkur er þörf á læknishjálp. Alfarez skók höfuðið í bræði sinni. — í*ér hafið ráðist á lögregluna. Jafnvel í yðar landi er slikt talin ósvinna. Ef ég hefði verið nær staddur myndi þið báðir hafa hlotið bráð- an bana, en ég var orðinn hrollsjúkur af steypi- baði því er ég varð fyrir af yðar völdum. — Má ég síma? — Óleyfilegt. — Viljið þér koma boðum til hr. Weeks? Pegar Kirk var svars vant við spurn sinni varð honum að orði: — Hvað ætlist þér fyrir með okkur, eigum við að hýma hér næturlangt. — Hvaða starfi gegnið þér? — Engu. — t*ér hafið eigi atvinnu við skurðinn? — Nei. Ég er ferðamaður. Faðir minn er auðugur brautareigandi í Bandaríkjunum. Ég tek þetta fram svo þér vitið hvaða stefnu yður ber að taka. — Hvar eigið þér heima; — á hvaða gisti- húsi? — Ég hefi átt heima hjá hr. Weeks. Alfarez setti ofan mesta rembingssvipinn. — í tæka tíð mun honum verða skýrt frá hinni móðgandi framkomu yðar við mig, mælti hann. Lögregluþjónninn, sem skömmu áður hafði brugðið sér út, kom nú aftur með vatnsskjólu í hendi og handþurkur og gaf Allan bendingu um að þurka blóðið framan úr sér og af hönd- um. Þegar að Kirk kom, neitaði hann að gera þetta. — Ég býst við að fresta því þar til Weeks sér mig. — Það leyfist yður ekki. f*egar Kirk skildist að mótspyrnan væri til einkis, lét hann undan síga, en mæiti: — Yður mun veitast örðugt að ná þessu burtu — og þessu. Hann benti á förin eftir handjárnin og sárið á höfði sér. Fyrirliðinn sneri sér að mönnum sínum, á- varpaði þá og — að þvi er Allan skýrði síðar frá — skoraði á þá að segja allan sannleikan

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.