Dagblað

Tölublað

Dagblað - 22.04.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 22.04.1925, Blaðsíða 1
Miðvikudag 22. apríl 1925. agBlaé I. árgangur. 67. tölublað. TÓBAKSEINKASALAN hefir verið alment umræðuefni hér í bæ, síðan borið var fram frv. í þinginu um það, að afnema hana. Menn hér í bæ hafa yfirleitt verið mótfalln|r ríkisrekstri á atvinnufyrirtækjum, eftir því sem unt er. En nú er það og á hinn bóginn öllum vitanlegt, að ekki verður komist algérlega hjá ríkisrekstri. Hefir ekki heyrst annað, en allir sætti sig vel við það, að ríkisrekstur sé hafður á póstmálum, símamálum, kenslu- málum, vegamálum og sam- göngumálum á sjó að vissu leyti o. m. fl. Að vísu er nokkuð öðru máli að gegna um þessar greinir, því að sumar þeirra vildi engi taka að sér, annar en ríkið, vegna áhættu, en fyrir- tækin þó nauðsynleg fyrir al- þjóðarheill. Getur það því ekki talist neitt guðlast, þótt ríkið taki í sínar hendur fleiri fyrir- tæki, t. d. í verslun með ein- hverjar sérstakar vörutegundir, en þá verður það og um leið að gefa sjálfu sér einkasölu, til þess að þurfa ekki að keppa við þegna sína. Verður þetta auðskiljanlegt, þegar þess er gætt, hver er tilgangur með ríkis- einkasölu á vörum, að hún er aðeins fjárhagsatriði, ætluð til þess að auka tekjur ríkissjóðs. Hér skal enginn dómur á það )ur, hvort slík einkasala sé heppilegri fyrir þjóðfélagið held- ur en verslunarrekstur einstak- lioga. Ég hefi haldið því fram, *Ö frjáls verslun sé bezt, en, frjáls verslun getur það ekki ^list, þótt hún sé í höndum *}Qstaklinga, þegar ríkið tolJar *iQhverja vöru svo mjög, að ^un sjá sér stóran hag í því a* freista tollsvika. Og það geta *°eön reitt sig á, að með upp- ausn tóbakseinkasöluhnar og Qaekkuöum tolli verður meiru Stnyglað en áður, og jafaframt yrna þ4 tekjur rikissjóðs. Pessi reynslan um allan heim, að nógir menn fást til þess að ger- ast tollsvikarar, ef ágóðavon er í aðra hönd. Sú reynsla, sem fengin er af tóbakseinkasölunni hér, gefur enga ástæðu til þess að afnema hana nú þegar. Hitt væri rétt- ara að bíða nokkur ár enn og sjá hverju flóði fram vindur. Og óviðkunnanlegt er það i meira lagi, um jafn þýðingarmikiö mál og stefnumál, ef einn þing- maður á að skera það niður við trog. Þjóðin sjálf ætti þó að eiga atkvæði þar um, bæði vegna þess, að þetta er stefnumál og fjárhagsmál. En það mun víst óhætt að fullyrða, að mikill meiri hluti hennar er á móti þvi, að einkasalan verði afnum- in nú, hvað sem síðar kann að verða, ef hún hleypur af sér hornin. Þeir, sem nú verða þess valdandi, að tóbakseinkasalan er afnumin, mega vera vissir um það, að hún skýtur upp höfðinu aftur áður en langt um líður. Allar þær ástæður, sem færð- ar hafa verið fram fyrir af- námi einkasölunnar á þessu þingi, eru þegar vegnar og létt- vægar fundnar. Og eins og tek- ið hefir verið fram hér í blað- inu áður, ætti það að vera skylda þeirra, sem eru á móti ríkiseinkasölu, í hverri mynd, sem hún birtist, að láta tóbaks- einkasöluna fyrst hlaupa af sér hornin, áður en farið er að hrófla við henni. Afnám hennar nú hlýtur að verða til þess, að gefa einkasölustefnunni byr und- ir báða vængi, og mun margur segja, að meö því sé ver af stað farið heldur en heima setið. íælenzk mál í erlendum blöðum. íþróttablaðið kemur út á morgun vandað að efni og frágangi. Flylur meðal annars mynd af yfirbygðri sundlaug í Reykjavik og einnig mynd af þátttakendum á siðasta ipróttanámskeiði. Utanríklsmálin. »Ekstrabladet« danska gerir fyrirspurn Bjarna frá Vogi um utanríkismálin að umtalsefni og flytur mynd með greininni, Á hún að vera af Bjarna, en það er þó einhver misskilningur, eða þá að Bjarni hefir breyzt mikið síðan eg sá hann síðast. 1 grein þessari er vandlæt- ingasemi út af þvi bve Bjarni vilji knýja fram sjálfstæði fs- lands út i yztu æsar, og sárnar blaðinu, að þessi fyrirspurn hans skuli hafa orðið norska blaðinu »Tidens Tegn« og dr. Rolt Thommesen til óblandinnar ánægju. Svo segir blaðið: — Það er svo sem auðséð, að Bjarni Jónsson er óánægður með sendimann Dana í Reykja- vík. Vera má, að ástæðan sé sú, að þessi sendimaður varð að dvelja hér lengur í vetur en ætlað var, vegna veikinda. Hitt er þó sennilegra, að Bjarni Jóns- son vilji fá að vita hvort ís- lenzka stjórnin telji sendimann Dana sendiherra, þar sem Fon- tenay á, einn af vorum sendi- mönnum, að standa forsætis- , ráðuneyti Dana reikningssk.il ráðsmensku sinnar, en ekki utanríkisráðuneytinu. •— Annars ætti Bjarni Jónsson að minnast þess, að Danmörk hcíir lagt íslandi til alla hina mórgu sendimenn sína, gegn því að fá þar lyrir 12 þús. kr. á ári og af þeim ganga aftur 6 þús. krónur til sendimannsins á ís- landi. »LolIandsk Venstreblad« flytur mynd af Bjarna Jónssyni og Al- þingishúsinu hér, og fylgir smá- grein sem heitir: xitslendingar vilja upphefja sendiherrasam- bandið við Danmörk«. Og i greininni segir: »Með sambands-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.