Dagblað

Tölublað

Dagblað - 22.04.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 22.04.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 eru áreiðanlega beztu sjálfblekungarnir sem fást, sérstaklega vegna þess að þeir geta alls ekki lekið og vegna þess, að það er hægt að takmarka hvort skriftin er fín eða gróf. — Onoto-pennarnir eru því kærkomin tækifærisgjöf. Halldór 5iÉurð55ori, lngólfshvoli. Reyhjavík. ið og vinnur að pví í kyrþey að auka áhuga og þekkingu æskulýös- ins á forníslenzkum bókmentum, og er það sem hér er sagt um þetta skátapróf, aðeins dæmi um þaö hve vel félaginu heflr orðið ágengt í þessu efni Nýja Bio sýnir í kvöld kl. 6 mynd- ina »Röddina úr turninum«. Leikur Norma Talmadge aðalhlutverkið. Mynd þessi var sýnd tyrir skemstu og þótti ágæt. Nú verður hún sýnd til ágóða fyrir Barnauppeldissjóð Thorvaldsensfélagsins. Sumargjaflr. Góður og gamall sið- ur er það að gefa vini sínum sum- argjöf. Pegar þér ætlið að velja þær gjafir, skuluð þér muna efiir þeim, sem auglýsa í Dagblaðinu, og leita yður upplýsinga í auglýsingum þeirra. Botnvörpnngarnir. í gær komu af veiðum t’órólfurmeð 98 tn. Belgaum með 88 tn. og Baldur með 98 tn. Ýmir kom inn til Hafnarfjarðar í fyrrinótt með 70 tn. lifrar, og Val- pole kom þangað í gær með 75 tn. Víðir kom einnig inn í fyrrinótt vegna vélbilunar og var í gær tal- ið óvist að hann mundi geta farið út að sinni. Mosfellssveitarvegurinn er nú nærri ófær á kötlum bæði fyrir vagna og bifreiðir. Vegna lítilla frosta, en mikillar úrkomu, hafa bifreiðirnar grafið í sundur veginn, en af þeim hefir nú verið óvenjulega mikil umferð í vetur þar efra. Er mestöll mjólk úr Mosfellssveil og af Kjalarnesi austan Kleyfa flutt hingað á bifreið- um og þykir bændum það mikill búhnykkur og hægðarauki að losna þannig við hinar leiðinlegu og erf- iðu vetrarferðir. Árnesingamótið, sem haldið var á laugardagskveldið, og getið var um i blaðinu í gær, var sett af Sigurði Skúlasyni stud mag. frá Skálholti. Flutti hann stutta og snjalla ræðu og bauö gesti velkomna. Sérstalega bauð hann velkomin Einar Jónsson myndhöggvara og konu hans sem voru heiðursgestir mótsins. Síra Árni Sigurðsson flutti ræðu fyrir minni sýslunnar, Páll ísólfsson lék nokkur lög en Jón Guðmundsson söng einsöng. Aðrir ræðumenn voru sira Magnús Helgason og Sigurður Greipsson glimukappi. Sonur járnbrantakóiigsing. þessir óþokkar. Et þeir ætla að þrjóskast þá skal fallbyssubátur verða kominn hingað inn í höfnina á morgun. Við verndum alla jafnt, hvort sem þeir eru hvítir eöa svartir. — Ég hafði nú ímyndað mér að Samuel frændi gæti líka látið ber virðingn fyrir sér, mælti Kirk. — Ég skal þegar snúa mér til Weeks og skýra honum frá málavöxtum. Það ætti að vera auðvelt fyrir hann að fá yður lausan látinn. Ef þér hefðuð verið Englendingur skyldi ég þegar í stað hafa látið sleppa yður og auk þess skylduð þér hafa fengið drjúgar skaðabætur. Allan skal fá bætur fyrir meðferðina á sér. Þetta reyndist rétt, því að skömmu á eftir var Allan sóttur og þareð hann kom ekki aftur, þóttist Kirk vita, að honum hefði verið slept. Varð hann nú að hýrast þarna einn þangað til hæsta morgun. t*á var kleíinn opnaður og inn komu þeir Weéks og Ramón Alfarez. ■— Hvað á nú þetta að þýða? spurði konsúll- >hn af þjósti. Kirk sagði honum upp alla sögu, en Weeks hr>sti aðeins höfuðið. — Ég fæ ekki séð hvernig ég ætti að geta hjálpað yður, mælti hann. bér segist sjálfur hafa veitt lögreglunni mótspyrnu. t*ér hljótið að úttaka hegningu fyrir það. Alfarez kinkaði kolli samsinnandi: — Alveg rétt! mælti hann. Hann var ógurlega harðhentur á mönnum mínum. t*rír þeirra liggja nú í sjúkrahúsi. — En hversvegna er ég ekki yfirheyrður og mér slept lausum gegn tryggingu. Ég vil út héðan. — t*ér verðið yfirheyrður undir eins og tími er til þess. — Lítið þér nú á, mælti Kirk og sýndi hon- um sár þau, er hann hafði hlotið i viðureign- inni við lögregluna. Hvað segið þér um þetta? Ég hefi verið hér í tvær nætur og enga læknis- hjálp fengið. — Hvað segið þér um það, Alfarez? Alfarez ypti öxlum. — Ef hann krefst þess að fá lækni, þá skul- um við verða við því, en hann er ekki hættu- lega sár. Ég hefi skýrt yður frá því hvílíka svívirðu hann gerði mér! En það læt ég nú vera gleymt. Og hann brosti vingjarnlega framan í Kirk. — En hermenn mínir gleyma því ekki. f*eir elska mig og geta ekki gleymt þeirri svívirðingu, sem el Commandante var gerð. Og þegar fang- arnir sýndu mótþróa — já, hver getur þá sagt að hermennirnir hafi verið of harðleiknir? — Ég hygg að þér séuð ekki klvarlega særð-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.