Dagblað

Tölublað

Dagblað - 25.04.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 25.04.1925, Blaðsíða 1
Föstudag 25. apríl 1925. agBíaé I. árgangur. 69. tölublað. EINS og menn vita þarf að reisa hér háskóla og stú- dentagarð og jafnvel fieiri opinberar byggingar. Eðlilegast hefði verið, að allar opinberar °yggingar hefði verið í Miðbæn- *im, nmhverfls Austurvöll, en nú «r víst ekki því að heilsa að það sé hægt. Eins og Dagblaðið hefir drepið á, verða háskóli og stú- dentagarður að vera mjög nærri hver öðrum og helzt á sömu lóð. En síðan eg talaði um þetta snál og hvar þessar byggingar *tti að vera, hafa ýmsir bent snér á, að sá staður, sem þar var bent á, væri ekki heppileg- Qr vegna þess, að hann væri alt of nærri höfninni og skark- ali og hávaði þaðan mundi valda truflun. Þetta getur vel verið fétt, en þá er Skólavörðuholtið lítið betur til þess fallið að þessar byggingar sé reistar þar. Pess vegna hefir mér dottið í hug að minnast á nýjan stað, sem væri tilvalinn fyrir háskóla og stúdentagaið. Það eru túnin hér sunnan við Tjörnina. Það mun ákveðið, að vegur verði ger hringinn í kring um Tjörnina og sú hugmynd hefir lengi verið á prjónunum, að sunnan við Tjörnina yrði gerð- Ur skemtigarður í framtíðinni. Þetta tvent mælir með þvi, að þessar byggingar verði þarna reistar og enn fremur er þarna viðkunnanlegur staður og hæfi- iega út úr. Þar getur bæjarskark- alinn tæplega valdið neinni truflun, þar er fagurt eftir því *em hér gerist og líkara því sem maður væri kominn npp í sveit heldur en í borg. Og fram- tiðarskipulag það, sem menn Qata hugsað sér um Reykjavik, ¦* alls eigi að geta orðið því til 'yirstöðu, að þarna megi þess- ar byggingar vera. Svo er enn eitt. Ef nokkurn Uma á að verða úr því, að bær- lnn eignist skemtigarð sunnan *jarnarinnar (og þar á slíkur €arður að vera, verði honum komið upp á annað borð), þá eru stúdentar sjálfsagðir umsjón- armenn og fóstrar þess garðs og mundu telja það borgaralega skyldu sína, þar sem bústaður þeirra yrði mörgum sinnum meir aðlaðandi og vistlegri, ef slikur garður væri rétt þar hjá. Það er alveg rélt, að um- hverfi hefir mikil áhrif á skap- ferli manna og tilhneigingar. Og fyrir námsmenn er það mjög þýðingarmikið að þeir sé eigi neyddir til þess að vera innan- um ys og þys dags daglega. Þessi staður er því útmetinn að þessu leyti og væri bezt að þarna þyrfti ekki að reisa neinar bygg- ingar aðrar en þessar tvær og hafa svo garðinn umhverfis. Fyrir svip Reykjavíkurbæjar yrði þetta og til mikillar prýði, því að sjálfsögðu verður vandað sem mest bæði til háskóla og stúdentagarðs, að hið ytra útlit þeirra verði sem ásjálegast. Yrði það þá án efa mörgum manni augnayndi, að horfa suður yfir Tjörnina með slíkar byggingar í baksýn og sem baktjald hin fögru fjöll í suðurátt. Og verði svo, sem menn vænta, að veg- urinn umhverfis Tjörnina verði aðalskemtigönguvegur bæjarins, þá er hann enn skemtilegri ef þessi hús eru sett þarna, bæði fyrir þá, sem heima eiga í Stú- dentagarðinum (því að umferð gerir tilbreytingu) og eins fyrir hina, sem ganga þenna veg sér til skemtunar. Mælir því flest eða alt með því að þessi staður sé valinn. Hið eina, sem mælt gæti á móti væri máske það, að of langt sé þangað fyrir kennara og nemendur sem heima eiga úti i bæ, en sú ástæða er mjög léttvæg. Vona ég að menn taki þessa hugmynd til rækilegrar yfirveg- unar. Þing-tíðindi. Eleppnr og landspítali. í þingsályktunartillögu eftir síðari umræðu í Ed., segir svo: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að leggja fram fé úr ríkissjóði til að stækka geð- véikrahælið á Kleppi og til byggingar landspitala, og skal því fjárframlagi hagað svo, sem hér segir: 1. Árið 1926 veitist stjórninni heimild til að verja úr rikis- sjóði alt að 100 þús. kr. til byggingar á Kleppi, þannig, að bygð sé ein hæð ofan á þann kjallara, sem þegar er fullgerður. Þingið væntir þess, að byggingunni verði svo haldið áfram og henni lokið í árslok 1927. 2. Árið 1926 veitist stjórninni heimild til að verja alt að 100 þús. kr. úr ríkissjóði til bygg- ingar landspítala, gegn jafn- miklu framlagi úr landspítala- sjóðnum, enda hafi árið 1925 verið varið til hennar að minsta kosti 100 þús kr. úr þeim sjóði. Þingið gerir ráð fyrir, að þessu verki verði bagað samkvæmt síðari spí- talateiknun húsameistara rik- isins, með þeirri breytingu, er síðar kynni að þykja nauðsynleg og framkvæman- leg án verulegs viðbótar- kostnaðar. Enn fremur ætl- ast þingið til þess, að verk- inu verði haldið áfram á næstu árum, og byggingunni lokið i árslok 1929, ef ekki ótyrirsjáanleg fjárhagsvand- ræði ríkisins gera ókleift að halda henni áfram. Þingið ætlast lil, að land- stjórnin geri samning við bæjar- stjórn Reykjavíkur um að fá vatn úr Laugunum endurgjalds- laust til að hita spitalann, gegn þvi, að landið greiði hlutfalls- lega kostnað við leiðsluna heim til bæjarins.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.