Dagblað

Tölublað

Dagblað - 25.04.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 25.04.1925, Blaðsíða 2
/ 2 Laudsbankinn. Fjárhagsnefnd Ed. hefir haft það mál til meðferðar, og hefir meiri hluti hennar komist að þeirri niðurstöðu, að málið sé ekki svo vel undirbúið, að rétt sé, að það gangi fram á þessu þingi, og álítur nauðsynlegt, að skipuð sé milliþinganefnd til að athuga það. Nál. fylgja 5 fylgiskjöl, og er það alls 60 síður og því hið lengsta þingskjal, sem komið hefir fram á þessu þingi. Kem- ur Björn Kristjánsson fram með sérstakt álit, sem er 21 bls., en þeir Iugvar Pálmason og Jónas Jónsson með annað, sem er 9 bls. Pá kemur álit Sigurðar Eggerz, 7 bls, þá bréf til fjár- málaráðuneytisins frá prófessor Axel Nielsen í Kaupmannahöfn, er leitað var álits hjá, um það hvort gera ætti Landsbankann að aðalseðiabanka. Er það bréf 10 síður. Síðast kemur útdrátt- ur úr gerðabók fjárhagsnefndar Ed., 6 síður. Má vel segja að þetta sé heil bók, og nær ekki neinni átt að ætla sér að rekja alt efni hennar hér. Bókaríregn. C. Wagner: Manndáð. Pýtt hefir eftir 21. útgáfu á frummálinu, Jón Jacobson. Pýðingin tileinkuð æskulýð íslands. Bókaverslun , Sig- fúsar Eymundssonar 1925. Fjelagsprentsmiðjan. Rit þetta, sem sæmt er verð- launum af franska fræðslumála- ráðuneytinu, er eins og »La vie simple« (Einfalt líf, Rvík 1912) samið af forseta þjóðsambands trúbótarkirkna Frakklands, C. Wagner, og hefir Jón Jacobson fyrv. landsbókavörður unnið þarft verk með þýðingunni, sem virðist vera ágætlega af hendi jeyst. Rit þetta er, eins og höf- undurinn tekur fram í formál- anum, samið fyrir tilmæli nokk- urra vina bans, einkum meðal yngri manna, er lesið böfðu bók hans »Æskuna« (Jeunesse), en það rit er stærra og yfir- gripsmeira, var gefið út mörg- um sinnum og naut almennra vinsælda í Frakklandi. Er það DAGBLAÐ rit til í vandaðri danskri þýð- ingu. — Næst formálanum er: »Ávarp til ungra lesenda minna«. Par segir svo: »Pegar þú tekur þér þessa bók í hönd, gerðu mér þá þann greiða, að játa að þú kannist við gamlan kunningja, nokkrum árum eldri en þú ert. — Hon- um er svo umhugað um þig, að hann myndi gjarna öðru hvoru vilja verða að borði því, sem þú skrifar við, að steðjan- um, sem þú slær á, að trénu, sem þú situr undir í draumi eða gráti, til þess að ná sem fylstu trausti þínu. — Ég vildi ég gæti látið þig heyra Júður- hljóm, sem tendraði eld í brjósti þér. Ég vildi að ég gæti látið þig dreyma þenna fagra draum kraftarins, gæzkunnar og guð- legs manndóms, sem gerir möun- um ómögulegt að aðbyllast veiklandi skemtanir eða gefast á vald ónýtu hugarvíli. Óskandi væri, bæði þín vegna og þeirra, sem elska þig, að mér yrði að ósk minnil Og svo sárbæni ég öll Ijós og alla krafta upphæða, að láta mér auðnast að segja hér orð Iífsins«. Bókina tileinkar höfundur þeim, sem strita og vona«; er henni skift í 17 kafla, er heita: Um þreknám — Verðmæti lifs- ins — Hlýðni — Einfeldni — Innvörður — Hetjuuppeldi — Örðug byrjun — Áreynsla og erfiði — Trygð — Glaðværð — Karlbeiður — Til heilsutæpra — Ótti —■ Bardagi — Varnar- andi — Gæzka — Sursum corda (Upp til hæða hjörtu). Petta er bók sem ætti að komast inn á hvert einasta heimili þar sem æskumenn eru, og allir hafa gott af að lesa hana, ungir og gamlir, karlar og konur, Auk þess er hún tilvalin tækifærisgjöf, því að pappír, prentun og allur frágangur er hinn prýðilegasti. Sveinn Björn8son,fyrverandi sendi- herra, flutti skörulega ræðu af svöl- um Alpingishússins á sumardaginn fyrsta — hvatningarræðu til bæjar- búa um pað að styðja og styrkja Barnavinafélagið »Sumargjöf«. Arni Óla. Ritstjórn: G Kr Guðmundsson. Afgreiðsla Lækjartorg Z skrifstofa Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 siðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Örlög útlag'ans. Kvikmynd í 7 þáttum. Aðalhlutverk leika: Eluine Hammerstein og Convay Tearle, liinn ágæti, fallegi leikari, sem allar stúlkur eru svo hrifnar af. Hann lék. t. a. m. á móti Normu Tal- madge í myndinni í viðj- um ásta og örlaga, og fleiri myndum. Leikur hans í mynd þessari er snildar góður sem endranær. Sýning kl. 9. Borgin. Sjávnrföll. Siðdegisháflæður eru t dag kl. 6,53. Ardegisháflæður kl. 7,10 í fyrramálið. Nætnrlæknlr er i nótt Magnús Petnrsson, Grundarst. 10. Sími 1185. Nætnrvörðnr er i Reykjavikur Apóteki. Messnr á morgun. Dómkirkjan kh 11 síra Bjarni Jónsson. Ferming. Fríkirkjan kl. 12 síra Árni Sigurðs- son. Ferming. (Börn og aðstandend- ur eru beðin að koma eigi siðar í kirkjuna en kl. U°/<.) Kl. 5 sira Frið- rik A. Friðriksson frá Winyard prédikar. Landakotskirkja. Hámessa kl. 9 f> h. og kl. 6 e. h. guðspjónusta meö prédikun. Kapólska kapellan á Jó- fríðarstöðum i Hafnarfirði. Messa kl. 9 f. h. og kl. 5 e. h. guðspjón- usta með prédikun. Ráðist var á Færeying úti á góta núna tyrir nokkrum dögum. Var hann barinn niður og tekið af hon- um veski með nokkru af peningur° i. Lögregean handsamaði tilraeöís- manuinn.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.