Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 28.04.1925, Side 1

Dagblað - 28.04.1925, Side 1
Priðjudag 28. apríl Í925. I. árgangur. 71. tölublað. DAGBLAÐIÐ hefir áður gert húsbyggingar að umtals- efni, og hvað íslendingum er það nauðsynlegt, að koma sér upp góðum íbúðum með sem minstum kostnaði og sem endingarbeztum. Skal hér gerð dálítil árétting þess máls. þegar bændur í sveit fóru fyrst aö reisa timburhús, voru þeir afar hreiknir af þeim, þrátt fyrir það þótt þau væri hvergi eins góð og torfkofarnir — bæði kaldari og dýrari. Minnist ég í þessu sambandi sögu, sem einn af mentamönnum þjóðarinnar hefir sagt mér. Hann var á ferð með útlending, -og var bóndi fylgdarmaður. Lá leið þeirra skamt þaðan, er hann átti heima, I og hafði hann þá fyrir skemstu reist timburhús á jörð sinni. Langaði hann mikið til þess, að útlendingurinn skyldi dást að framtakssemi sinni, og benti honum á húsið, en hann leit ekki við því. Skömmu síðar komu þeir að torfbæ vallgrón- um. Þá gat útlendingurinn ekki orða bundist, en sagði að þetta væri sá fallegasti mannabústað- ur, sem hann hefði séð. — Enginn neitar því, að húsa- skipun í sveitum er að mörgu leyti áfátt, og er gleðilegt að búnaðarlánadeildin skuli eiga að koma til að bæta úr því. En hinu verður ekki neitað, að það sem hefir verið talið framfarir í húsagerð í sveitum á síðari ár- um, er ekki framför, nema að nafninu. Hin nýju hús, sem reist hafa verið, taka ekki torf- bæjum fram yfirleitt, nema síð- ur sé. Þau hafa kostað bændur of fjár, og margir hafa vegna þeirra hleypt sér í stórskuldir, ®r þeir eiga enga von um að komast úr æfilangt. Auk þess eru timburhúsin mjög endingar- Ifril, þótt mismunandi sé það í hiuum ýmsu landsfjórðungum. Veldur þar um veðrátta. T. d. Var það upplýst á þingi fyrir dögum, að timburhús á Austurlandi entust ekki að jafn- aði meir en 20 ár, og jafnvel skemur, þar sem þau standa við sjó. Nú skulum við segja, að ein- hver maður í sjávarþorpi þar ráðist í það að koma sér upp kofa. Er varla hægt að gera ráð fyrir að hann kosti minna en 10 þús. krónnr, eigi hann að vera sæmilegur fyrir meðalfjöl- skyldu. Eftir 20 ár er svo hús- ið ónýtt, og hefir eigandi því orðið að greiða 500 kr. á ári í húsaleigu, fyrir utan viðhalds- kostnað og rentur af þessum 10 þús. kr. Nú er það kunnugt, að margir fjölskyldumenn í kauptúnum út um land hafa I ekki meira en 2000 kr. tekjur á ári, og sjá þá allir hvílíkur skattur þetta er á þá, og eigi aðeins á þá sjálfa, heldur og sveitarfélög þeirra og landið í heild sinni. Hljóta menn því að viðurkenna, að oss Íslendingum er það bráð nauðsyn og mjög mikilsvarðandi fjárhagslegt at- riði, að koma á nýrri gerð í húsaskipan. Við þurfum að fá ódýrari hús en nú, hlýrri og endingarbetri. Verður það eigi með tölum talið, hve þýðingar- mikið mál þetta er og hver á- hrif það getur haft á fjárhag þjóðarinnar. Heilsa og líf ein- staklinga er og mikið undir húsakynnum komið, og verður sá gróðinn þjóðinni ef til vill notadrýgstnr, ef húsakynni batna þannig, að hin nýja kynslóð verður hraustari en sú, sem nú lifir. Ég held því enn fram, að ódýrasta og heppilegasta bygg- ingarefnið fáum vér i landinu sjálfu. En oss þarf að lærast að hagnýta það réttilega. Og um þetta atriði þarf vandlega að hugsa áður en horfið er að því, að styrkja menn til þess að gera nýbýli og húsabætur í stórum stil. Ping’tíðindi. Úrsllt þingmála. Samþykt þingmannafrv. um sölu á prestsmötu. Vísað til stjórnarinnar: 1. Þingmannafrv. um hvala- veiðar. 2. þingsályktunartillögu um skipun milliþinganefndar til að ihuga sveitarstjórnar-, bæjar- stjórnar- og fátækralöggjöf lands- ins. Feld rökstudd dagskrá frá Jörundi Brynjólfssyni í tóbaks- einkasölumálinu. Sú tillaga var þannig: Þar sem tóbakseinkasölunni var í fyrstu komið á af fjár- hagsástæðum, til þess að afla landinu . tekna, og hún hefir gefið landinu riflegri tekjur en við var búist, en afnám einka- sölunnar ríkissjóði að skaðlausu myndi hafa svo mikinn tollauka í för með sér, að vörur þessar hlytu að hækka allmjög í verði, og ennfremur að þjóðin yfir höfuð virðist una þessu fyrir- komulagi vel, þá þykir deild- inni, að svo komnu, ekki hlýða að gera þessa breytingu og tek- ur fyrir næsta mál á dagskrá. Flóabátastyrkir. Samgöngumálanefnd Ed. hefir skilað áliti sinu um styrk til flóabátaferða og skiftingu hans. Segir þar svo: Nefndin hafði á sínum tíma átt fundi með samgöngumála- nefnd Nd. um flóabátastyrkinn og úthlutun hans. Voru báðar- nefndirnar sammála um að leggja það til, að upphæð flóa- bátastyrksins næsta fjárhags- tímabil yrði ákveðið alls kr. 83000. — Hafði nefndin þá sam- þykt þá skiftingu styrksins, sem hér segir: Til Borgarnessferða kr. 27000, til Breiðafjarðarbáts kr. 140G0, til Djúpbátsins kr. 16000, til

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.