Dagblað

Tölublað

Dagblað - 28.04.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 28.04.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Skaptfellings kr. 15000, til Rang- ársandsbáts kr. 1200, til Gríms- eyjarferða kr. 1200, til Rauða- sandsbáts kr. 400, til Lagarfijóts- báts kr. 500, til Hvalfjarðarbáts kr. 700, til Hornafjarðarbáts kr. 4000, til Rangárvalla- og Skafta- fellssýslna, til að styrkja beina viðkomu millilandaskipa kr. 3000. Alls kr. 83000. Síðan þessi ákvörðun var tekin, hafa fjárlögin verið til meðferðar í Nd., og hafa þar bæzt við kr. 4000, aðallega með tilliti til Hornafjarðarbáts, eftir því sem formaður fjárveitinga- nefndar Nd. hefir tjáð nefndinni. Nefndin telur vafasamt, hvort rétt sé að Hornafjarðarbátur fái einn aJIa þessa hækkun, en vill hinsvegar ekki leggjast á móti þessari 4000 kr. viðbót við heildarupphæðina, en álítur rétt, að af henni sé þá styrktir þeir bátar, sem mest hafa styrks þörf, t. d. Skaftfellingur, Horna- fjarðarbátur og ef til vill Breiða- fjarðarbátur. Nefndin telur rétt að láta þess getið, að hún telur það ekki framkvæmanlegt, að bátur sá, sem póstinn flytur milli Reykja- víkur og Borgarness og annast á ferðir allar um Faxaflóa, hafi lfka á hendi. ferðir á Breiðafirði. Aílaskýrsla. Fiskafii á ölln landinu 15/í 1925. Vestmannaeyjar . . . 17200 skpd. Stokkseyri og Eyrarb. . 2480 — f’orlákshöfn..............531 — Grindavík............... 1954 — Sandgerði................1515 —' Garður................... 300 — Keflavik................ 4500 — Vatnsleysustr. og Vogar . 244 — Hafnarfj.: botnvörpungar 16232 — — : önnur skip . 1200 — Rvik: botnvörpungar . 35601 — — : önnur skip . . . 1025 — Akranes................. 1382 — Sandur og Ólafsvík . . 700 — Sunnlendingafj. samt. . 84864 skpd. Vestfirðingafjórðungur . 901 — Vestfirskir bátar á Suð- urlandi ...... 5100 — Austfirðingafjórðungur . 1410 — 92275 skpd' Samkvæmt skýrslu Fiskifélags ís- lands 25. apríl í fyrra, var afiinn þá á öllu landinu 88465 skpd.' Úrslit kosninganna í Þýzkalandi. Hindenburg, hershöfðinginn gamli, hefir samkvæmt skeytum sem hingað bárust í gær verið kosinn forseti Þýzkalands, með 900,000 atkv. meirihluta. Fékk hann röskva 14V2 miljón atkv. Næstur honum varð Marx. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður eru í kvöld kl. 8,58. Ardegisháflæður kl. 9,20 í fyrramálið. Nætnrlæknir er í nótt Jón Hj. Sig- urðsson, Laugaveg 40. Sími 179. Næturvörðnr er í Laugavegs- Apóteki. Botnvörpnngarnir. Inn hafa komið undanfarna daga. Ása með 85 tn., Snorri goði með 77 tn., Egill Skalla- grimsson með 117 tn., Jón forseti með 48 tn. Otur og Hilmir komu báðir inn með bilaðar vindur eftir mjög stutta útivist. Var Hilmir með 26 tn. ög fór frá nógum afla. Menja kom í gær með 56 tn., Gulltoppur með 74 tn. og Austri til Viðeyjar með 36 tn. Kom inn vegna vindubilunar. Uppboð er haldið i dag í Bárunni á innanstokksmunum og bókum til- heyrandi dánarbúi Dr. Helga Jóns- sonar. Verða par seldar margar fá- gætar fræðibækur. Norsk blöð herma að konungur vor muni hafa ákveðið að fara skemtiför til íslands í sumar og stunda hér laxveiðar og verði þetta ekki opinber heimsókn. Peningar: Sterl. pd.............. 26,90 Danskar kr............. 103,66 Norskar kr.............. 91,43 Sænskar kr............. 150,77 Dollar kr................ 5,60 Víðavangshlanp drengja fór fram á sunnudaginn og varð Porsteinn Jósefsson (úr K. R,) fyrstur aö marki. Næstur varð Ingi S. Árdal (Á) og þriðji Ásm. Ásmundsson (K. R.). Knattspyrnufélag Reykjavíkur hafði flesta vinninga, 27 stig, og vann bikarinn, sem um var kept í 3. sinn og til fullrar eignar. Gullfoss er i Vestmannaeyjum í dag og er væntanlegur hingað í fyrramálið. IÞagSlað. I Arni Óla. Ritstjórn: | q Kr Guðmundsson. Afgreiðslal Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Herpiiiótaveiöi. í Dagbl. frá 26. apríl er prent- að nefndarálit sjávarútvegsnefnd- ar Nd. um frv. til laga um af- nám laga nr. 30, 20. júfií 1923, um breyting á lögum nr. 56, 10. nóv. 1913. í nefndaráliti þessu gætir nokkurs misskilnings, sem ég vildi mega biðja Dagblaðið um að leiðrétta, og hefir framsögu- maður málsins, Sigurjón Jóns- son, lofað að leiðrétta það við framsögu þess í Nd. í nefndarálitinu stendur: »Það eitt þótti forseta Fiskifélagsins að þessu frumvarpi, að það gengi ekki nógu langt, og beindi hann ákveðnum tilmælum til nefndarinnar um að fá heimild- arlögin frá 1913 einnig úr gildi numin«. Hér kennir talsverðs misskiln- ings. Áður en frumvarp það, sem um ræðir, kom fram í Nd., skrifaði Fiskifél. íslands stjórn- arráðinu um að samþykkja ekki frekari höft fyrir atvinnu manna með herpinótaveiði á Skagafirði en þær, sem gerðar eru með samþykt nr. 53, 2. júlí 1923, og að endurskoða lögin um fiskiveiðasamþyktir í heild sinni, og er það samkvæmt samþykt frá síðasta Fiskiþingi. Þessari sömu skoðun hélt ég fram á fundi, sem ég var mætt- ur á með sjávarútvegsnefnd Nd. og geta allir séð að það er nokkuð annað en að nema all- ar heimildir fyrir fiskiveiðasam- þyktir úr gildi. Að vísu skal ég játa það, að flestar þær fiskiveiðasamþyktir, sem ég þekki til, hafa gefist illa, enda fiestar fallið af sjálfu sér eftir fá ár, en ég held því jafn- framt fram, að svo geti hagað til á ýmsum stöðum, að fiski- veiðasamþyktir séu ekki aðeins

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.