Dagblað

Tölublað

Dagblað - 30.04.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 30.04.1925, Blaðsíða 1
FimlucLag 30. april 1925. I. árgaRgur. 72. tölublað. FYRIR nokkrum dögum lagði maður 4 þorskanet hér fyrir utan eyjar og fekk í fyrstu umvitjun um 1400 pund af ríg- fullorðnum þorski, eins og þeim er beztur gerist á Selvogsbanka. Á fiskinnm mátti sjá, að hann var »leginn«, sem menn kalla, og er því sýnilegt að þorskganga hefir verið hér inn á grunnmið fyrir nokkru. Menn geta séð, án þess reiknað sé út fyrir þá, hvað slíkur fengur sem þessi hafi numið miklu, en hitt er víst, að botnvörpungar gera ekki hlutfallslega betur. Rað mun mega ganga að því sem vísu, að fiskur er hér oftar á grunnmiðum heldur en menn grunar. Eg minnist sögu, sem einn skipstjóri hér í bæ sagði mér fyrir nokkrum árum. Hann sagði, að eitt haust hefði ein- hverjir strákar farið af rælni með handfæri hér út á ytri höfn, og fengu fullhlaðinn bát af vænum þorski. Var nú hverju fari ýtt á flot og þríhlóðu sumir hér undan »Battaríinu«. Ef strákar þessir hefði ekki tekið upp á þessu fikti, mundi fisk- ganga þessi að öllum líkindum hafa farið fram hjá, án þess að menn yrði hennar varir. Og svo mun oft hafa verið, að fisk- göngur hafa komið hér á inslu grunnmið, án þess að menn hafi haft hugmynd um það. Menn hafa himt í landi og haft lítið að gera, en ekki trúað því eða treyst, að hægt væri að fá bein úr sjó svo nærri. Hér er um eina slíka fiskgöngu að ræða. Verður ekkert um það sagt, hve langt er siðan hún hefir komið af hafi, en hitt er bara tilviljun að hennar skyldi verða vart. Nú er það svo, að þólt fisk- ganga komi um þetta leyti árs, þá verður hennar ekki vart, öenra sérstök veiðarfæri sé höfð. Hér er hrognfiskur á ferðinni, °g hann tekur enga heitu, hvorki á lóð né handfæri. Noti menn ^ðeins þau veiðarfæri, getur fisk- ganga farið fram hjá, án þess hennar verði vart. Það er mikið talað um at- vinnuleysi hér í bæ, en kynni menn að hagnýta sér slík höpp sem þessi, þyrfti ekki að kvarta. En hér kemur til greina hvern- ig á að komast að því að fisk- göngur sé hér innfjarða. Það er ómögulegt að ætlast til þess, að fjöldi manna sé altaf út á sjó til þess að vaka yfir því. En hitt mætti gera, að fá kunnuga menn til þess, að stunda veiði- skap með ýmsum veiðarfærum, og ætti líklega bæjarstjórn og fisksalar að hafa frumkvæði að þvi í byrjun, að slíkt sé gert. Gerir ekki mikið til, þótt sú út- gerð kosti bæjarfélagið nokkuð með köflum, því að það getur unnist upp margfaldlega annað veifið. Mætti þá taka sérstakt gjald af þeim mönnum, er ágóð- ans njóta, til þess að vinna upp kostnað tilraunabátsins. Ping-tíðiiidi. Svo sem getið hefir verið hér I í blaðinn áður, bar Tryggvi Þórhallsson fram frv. um það að banna innflutning á útlendu heyi, vegna þess, að gin- og klaufasýki gæti borist með því hingað. Er slík veiki mjög mögnuð nú í Danmörku og jafn- vel víðar, og þykir hinn mesti vágestur hjá bændum. Málinu var vísað til landbúnað- arnefndar og hefir hún nú skilað áliti sínu. Segir þar svo: Dýralæknirinn er mótfallinn þeim beinum lagaákvæðum um aðflutningsbann á heyi, eins og þeim er fyrir komið í 1. gr. frumvarpsins. Hinsvegar telur hann rétt, að í lög verði sett heimild fyrir ríkisstjórnina til að banna inn- flutning samkvæmt tillögum dýralæknis, ekki aðeins á heyi, heldur og á hálmi, mjólk og ýmsum öðrum vörutegundum frá öllum löndum, þar sem smitandi alidýrasjúkdómar geisa, og að slík heimild verði sett í samband við lög nr. 7, 17. marz 1882, um bann gegn innflutn- ingi á útlendu kvikfé. Að mál- inu nánar athuguðu hefir nefnd- in fallist á að vekja athygli landsstjórnarinnar á því, að nauðsyn beri til, að hún undir- búi lög um þetta efni og fái til þess tillögur og aðstoð dýra- læknisins í Reykjavík. Samkvæmt þessu leggur nefnd- in til, að málinu verði vísað til stjórnarinnar. Samgöiigur milli Réykjavíkur og Snðurláglendisins. Jónas Jónsson ber fram eftir- farandi tillögu: Efri deild Alþingis skorar á landsstjórnina að skýra deild- inni frá, hvort hún hefir nú þegar gert eitthvað til að undir- búa nýjar samgöngubætur milli Reykjavíkur og Suðurláglendis- ins, t. d. í sambandi við um- talaða virkjun Urriðafoss, eða ef svo er ekki, hvað stjórnin ætlar að gera i málinu á næstu miss- irum. í greinargerðinni segir svo: Með því að tveir af núverandi ráðherrum hafa áður talið sig mjög fylgjandi stórfeldum sam- göngubótum á Suðurlandi, þykir ástæða til, vegna málsins, að gefa landsstjórninni tækifæri til að skýra aðstöðu sina, ekki sizt þar sem skýrt hefir verið frá í merkum erlendum blöðum, að samningar séu á döfinni um þetta efni milli landsstjórnarinn- ar og erlends fossafélags.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.