Dagblað

Tölublað

Dagblað - 30.04.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 30.04.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 Dagblaðið kom ekki út í gær af sérstökum ástæðum. Verður kaup- endum bætt upp með mánudags- blaði. Lífeyrissjóðnr barnakennara. Um- sóknarbréf um styrk úr sjóðnum til barnakennara og ekkna þeirra á- satnt tilskyldum skýrslum eiga að vera komnar til fræðslumálastjóra, Jóns Pórarinssonar, fyrir 1. júní n. k. Norðlendingafnndnr verður hald- inn í kveld til að ræða um þátttöku Norðiendinga sem hér eru, og ann- ara, i heilsuhæiismáii þeirra. Dag- biaðið befir áður skýrt ítariega frá aðdraganda þess máls og hvatt menn 1 almennrar þátttöku. Vill það endurtaka þau ummæli sín og leggja áherzlu á, að allir Norðlendingar, sein hér eru, taki höndum saman til að lyfta þessu Grettistaki, og aðrir hjálpi til, sem góðu málefni vilja liðsinna. Fundurinn verður haidinn í Kaupj.mgssalnum og hefst kl. 8!/a- Málshefjandi verður sira Jakob Kristinnsson. Lík fanst á floti í höfninni í gær. Er ætlað að það sé lík Guðjóns beitins Pórðarsonar af Akranesi, sem hvarf af linuveiðaranum Por- steini á jólanóttina í vetur. Var hann á skipinu, þar sem þaö lá við Hauksbryggju og vissi enginn hvern- ig slysið vildi til. Kröfaganga vrrkalýðsfélaganna fer fram á morgun eins og venja er til. Er það orðin föst regla hjá jafnað- armönnum um allan heim, að hafa slíkar kröfugöngur 1. maí ár hvert og eiga þæ • að iétta undir við róð- urinn til fyrirheitna landsins. Gnllfoss kom hingað í fyrrinótt. Meðai farþega voru: Frk. Póra Frið- riksson, frú Guðrún Jónasson, Mrs. Vaigerður Wall og Kristin systir hennar, ungfrú Dorothea Breiðfjörð, Guðm. Hliðdal og dóttir, Guðm. Jensson og frú, Ólafur Johnsen konsúll, kaupm. B. H. Bjarnason, Pétur P. J. Gunnarsson, H. S. Han- son og Einar Pétursson, Einar Er- lendsson byggingameistari, Gunnar Sigurðsson frá Selalæk, D. H. Book- less, Walter Signrðsson versim. og búfræðingarnir Ármann Dalmanns- son og Porsteinn Magnússon. Pórðnr Sveinsson læknir hefir iegið veikur undanfarna daga, en er nú á batavegi. Ville dJ ¥s franska herskipið, sem hér hefir komið uudanfarin ár kom hingaö i nótt. AHiance fran^aise heldur dansleik á Hotel Island á laugardagskvöld. Verða þar í boði foringjarnir af franska herskipinu. Pegnskaparvinnn kalla íþróttamenn hér, sjálfboðastarf það sem unnið er í þágu iþróttavallarins. Oft er þörf en nú er nauðsyn, að þrífa völlinn og gera við þaö sem skemst hefir síðan i fyrrahaust. Allir góðir iþróttamenn eru beðnir að koma í kvöld kl. 7»/« á völlinn og lijálpa til að færa í lag. Botnvörpungarnir. í gær komu af veiðum: Hafsteinn með 75 tn. og Beigaum með um 120 tn. í morgun kom Glaður með 95 tn. og Clemen- tina með um 140 tn. lifrar. Fer hún' til Pingeyrar í dag og Jeggur þar upp aflann. — Karisefni kom í morg- un með 80 tn. lifrar. Hafði. hann verið að veiðum á Selvogsbanka. Pýzkur botnvörpungur, Saale, kom hingað í gær að fá sér kol. Botnia kom hingað í gærkveld noröan um land frá útlöndum. Meðai farþega voru Richard Eiríks- son verkfræðingur, J. Wetlesen kaupm., ungfrú Schram, Tage Muller (frá Færeyjum). Frá Akureyri komu ungfrú Erla Benediklsson, Ingólfur Jónsson prentsmiðjusij. Páll Skúla- son kaupm., Eir. Leifsson kaupm., Stefán Stefánsson og Mr. Mandsfield, Pétur A. Óiafsson konsúli og Ólafur Jóhannesson konsúll af Patreksfirði Frá ísafirði kom Guðrún G. Björns hjúkrunarkona. I’órliallnr Árnnson ceiloisti og þýzkur píanisti, Staterau að nafni komu hingaö með Botniu í gær. Munu þeir hafa í liyggju að halda hér hljómleika, og er Pórhallur bæjarbúum að svo góðu kunnur að vænta má góðrar aðsóknar. Sonnr járiibrnntnkónasins. — Hvað er að? — Anthony heör verið settur í fangelsi í Colon, stundi hún upp. Hann hefir verið þar i þrjá daga og þeir vilja ekki láta hann lausan. — Hver skollinn! Pú sagðir að hann hefði farið til New-York aftur! Hvers vegna hafa þeir tekið hann fastan? — Ég hélt að hann hefði farið heim aftur, en nú hefir hann verið settur í fangelsi fyrir einhverja heimsku og hann er særður. Svo skýrði hún manni sínum frá því er Ailan hafði sagt henni. — Ég skal síma til amerikska konsúlsins. Hún greip fram í: — Hann er asni! Pað þýðir ekkert að síma til hans. Bíddu við! Hún fór þangað er síminn var og hringdi ákaft. — Látið mig fá samband við Jolson ofursta undireins. Ef hann er ekki í skrifstofu sinni þá verðið þér að hafa upp á honutn! — Hvað hygstu nú að gera? mælti Cortlandt. — Að fara til Colon undir eins. Petta er AI- f*»rez yngra að kenna og þú verður að láta kann sæta ábyrgð fyrir það. Hvernig dirfist hann — — — — Við skulum fara varlega. Pú veizt að hann er sonur Alfarez hershöfðingja. — Jú, veit ég það. En við erum neydd til þess að brjóta hann af okkur fvr eða siðar. — Ekki er það nú víst. Ég vona að minnsta kosti að við getum komist hjá því. En ef við hröpum að þessu. þá er sú von úti. — Heyrðu Edith. Anthony gat ekki valið óheppilegri tima til þessa bjánaskapar. Mér er nær að halda að það verði til þess að af því stafi politísk vandræði, og ef við brjótum Al- farez gamla af okkur, þá------— — Við hlótum að bita hann af okkur. Ég hefi séð það fyrir, þótt þú sjáir það máske ekki. Og Ramon ska! fá makleg málagjöld fyrir þetta. — Jæja, þú steypir okkur þá lika í ógæfu. Finst þér Anthony verðskulda þaö? — Stephan minn! Peir hafa gengið næst lífi hans og það má ekki láta óátalið. Og gamli Alfarez er ekki eina forsetaefnið hér. Ef hann gerist fjandmaður okkar, þá er það verst fyrir hann sjálfan. Pú heldur að hann sé okkur vin- veittur, en ég veit að undir niðri batar hann alla Bandaríkjamenn og biður aðeins tækifæri til þess að ná sér niðri á okkur. — Ertu frá þér? mælti Cortlandt og var mikið niðri fyrir. Ætlarðu að steypa okkur í ógæfu? Þú veizt vel hvernig málum horfir og þarf ég því ekki að skýra það fyrir þér. Ég

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.