Dagblað

Issue

Dagblað - 01.05.1925, Page 1

Dagblað - 01.05.1925, Page 1
Fösludag 1. mai 1925. kÞagfiíað I. árgangar. 73. töhiblað. NOTKUN BIFREIÐA fer ár- lega í vöxt hér á landi, bæði til fólksflutninga og vöruflutninga. Hér í höfuðstaðn- uin ber mest á bifreiðum, svo sem eðlilegt er, enda mest þörf- in fyrir þær hér, einkum til fiskflutninga frá skipunum til fiskstöðvanna, og með salt, kol og vistir til skipanna. Notkun þeirra fer árlega vaxandi hér við höfnina, einnig við afferm- ingu skipa og til flutninga á vörum frá stærstu verzlunum og verksmiðjum í bænum. Er þetta stórkostleg samgöngubót og til flýtisauka og sparnaðar, sem nema inundi mörgum hund- ruðum þúsunda á ári hverju. Einkum kemur þetta berlega í ljós, þegar um afferming botn- vörpuskipanna er að ræða. Eru þá margar bifreiðir hafðar í takinu og skipið fermt og af- fermt á einum degi; getur skip, sem kemur snemma morguns, farið að kvöldi aftur á veiðar. Að þessu er svo mikill hagnað- ur, samanborið við það, sem áður tíðkaðist, að ekki verður tneð tölum talinn, og mundi mörgum bregða í brún, ef þess- um ágætu samgöngutækjum væri kipt í burt. Hestaí og vagnar eru notaðir minna en áður var, og er mörg- um ökumanninum allþuugt niðri fyrir til bifreiðanna, og er það ofur skiljanlegt, að þessi sam- göngutækjabreyting hafi tjón í för með sér fyrir þá, sem eiga Vagna og hesta, og hafa haft ofan af fyrir sér og sínum með því að leggja fram alla krafta við starf þetta þann tíma árs, sem vinnu er að fá. — Hafa þeir nú margir orðið að sætta sig við að selja hesta sína og ökutæki. En þannig er því jafnan var- með bverja nýja bylting í atvinnulífi þjóðarinnar, enda þótt fif stórbóta sé fyrir heildina, að fiún verður einhverjum einstak- fi°gum til tjóns í bili. Opnast þá nýjar atvinnuleiðir þeim sömu mönnum, er frá líður. Rannig var því varið, er vatnsveitan komst á, og mundi nú enginn vilja missa hana fyrir nokkurn mun. Þannig er því varið með bifreiðarnar, að enginn mundi vilja af þeim sjá. En eitt kemur öðru meira. Jafnvel bifreiðirnar úreldast, slitna, verða gamlar og á eftir tímanum. Nýjar og bættar bif- reiðir koma í stað hinna, sem enginn lítur við að lokum, og verða þær síðustu bornar út á baug eins og annað rusl. Hér skal ekki út í það farið, hverjar tegundir bifreiða eiga bezt við staðhætti hér, enda mun sitt sýnast hverjum í þvi efni, og er hætt við að mikið sé undir því komið, hvers kon- ar flutninga er um að ræða og bvers konar vegir þeim eru ætlaðir. Mundi það mælast vel fyrir, ef rannsakað væri þol og gæði þeirra bifreiða, sem hér eru seldar, samanborið við verð þeirra. Er þetta rannsóknarefni sem mundi margborga sig, ef fengin yrði full vitneskja um, hverjar tegundir ættu bezt við bér og væri ódýrastar í rekstri og endibgarbeztar. Bifreiðasýningar gæti í þessu efni komið að góðu haldi, og finst mér ekki óhugsandi, að slíkar sýningar færi hér fram t. d. fimta hvert ár. Þessu vill Dagblaðið beina til þeirra, sem hér selja bifreiðir og varahluti til þeirra. „Einu sinni var“, æfintýraleikurinn eftir Holger Drachmann, hefir nú verið leik- inn 9 sinnum, altaf fyrir troð- fullu húsi áhorfenda. Hefir þessi nafnfrægi leikur sizt brugðist vonum manna og á leikhússtjóri Adam Poulsen, hinn góði gestur vor, drýgstan þátt í því. Með dugnaði sínum, lipurð og leikhæfni hefir hann laðað að sér hugi allra. Pað er bæði hressandi og hugljúft að horfa á leiksýningu þessa og hlusta á hið unaðslega samspil undir stjórn Sigfúsar Einarsonar. Leikritið hefir mag. Jakob Jóhannesson Smári þýtt. og tek- ist það prýðilega. Ágúst Lárus- son hefir málað leiktjöldin með nákvæmni þeirri og smekkvísi, sem honum er lagÍD, og danzarnir eru eftir ungfrú Ástu Norðnrann. Um 40 leikendur eru tilgreindir í leikendaskránni, en auk þeirra leika um 30, eða alls nál. 70 manns. Er eins og nærri má geta örðugt að koma mörgum leikendum fyrir á þessu litla leiksviði, sem hér er völ á, en alt tekst í þetta sinn svo vel að undrun sætir. Leikur Poulsens fer fram á dönsku, en svo vel takast sam- leikar, að enginn missmiði eru á, enda þótt hinir leikendurnir lali íslenzku. Mun meðferð hans á leiknum af prinzinum öllum minnisstæð er séð hafa, því alt látbragð hans og framkoma sýnir meðfædda listagáfu. Sam- fara þeirri æfingu og slælingu, sem sterkur vilji orkar, hefir hann næman skilning á leik sínum. Hann er og fríður mað- ur sýnum, teinréltur og ber sig afburða vel. Anna Borg, sem leikur hina dutlungafullu og drambsömu konungsdóltur, er sem lifandi eftirmynd móður sinnar, frú Stefaníu, fíngerð og falleg, með þennan einkennilega og laðandi málhreim, sem bæjar- búar kannast svo vel við. Nær ungfrúin víðast réttum tökum á hinu vandasama hlutverki, enda þótt hún myndi bera það betur uppi, væri hún þroskaðri. Konunginn gamla leikur Frið- finnur Guðjónsson, sem keraur manni í gott skap að vanda. Veitist honum létt að leysa áf hendi þetta konunglega hlutverk,

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.