Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 02.05.1925, Side 1

Dagblað - 02.05.1925, Side 1
Laugardag 2. maí 1925. I. árgangur. 74. tölublað. GARÐRÆKTIN í Reykjavík hefir ekki tekið þeim fram- förum á síðustu árum, sem vænta mætti eftir vaxandi þekk- ingu og betri aðstöðu til auk- innar ræktunar. Á stríðsárunum óx áhugi öianna töluvert fyrir aukinni garðrækt, eins og annari inn- lendri framleiðslu. Örðugleik- arnir á aðflutningi til landsins og yfirvofandi hætta vegna mat- Vælaskorts, mun þar um mestu hafa valdið. Pá voru allir garð- ar ræktaðir, og auk þess tölu- vert af óbrotnu landi rutt og tekið til ræktunar, t. d. í Skóla- vörðuholtinu. Var því skift nið- ur í smáreiti og afhent einstak- Hngum tii afnota. Einnig var þá ráðist í ræktunarframkvæmdir í stórum stíl, bæði i Brautarholti ■og á Garðskaga, en þær tilraun- ir mishepnuðust algerlega, og skal hér ekki lagður dómur á, hverju helzt var um að kenna. Nýræktunin í smáreitunum liepnaðist aftur á móti furðu vel, og því betur, sem meira var vandað til um allan undir- búning. Þar sem landið var vel brotið og áburður nógur, var viða ágæt uppskera. Á siðustu árum hefir garð- rsekt hér í bæ fremur hnignað aukist, einkum að því leyti, að í miklu færri garða diefir ^erið sáð, en var á stríðsárun- Undanfarin sumur hefir víða mátt sjá hér ósána garða, Mnvel inni í miðjum bænum, ÍM sem öll skilyrði eru ágæt til góðrar uppskeru. Garðarnir * Skólavörðuholtinu hafa flestir legið árum saman ónotaðir, og 1 öiarga reiti í Aldamótagarðin- hefir heldur ekki verið sáð. Nssi afturkippur í ræktuninni er ““jög óeðlilegur og ekki vansa- *aus- Nú virðist einmitt sú stefna Vera hafin, að auka sem mest læktun landsins, og að sem flestir gæti haft einhver jarðar- ^inot. Hugmyndin um smábýla- tiskap, sérstaklega í grend við kaupstaðina, byggist fyrst og fremst á þessu tvennu: fullrækt- un landsins og jarðnæðisþörf • kaupstaðabúanna. Aðal gróðurreitirnir í Reykja- vík og umhverfinu eru túnin og matjurtagarðarnir. Túnin eru flest í sæmilegri rækt, en garð- arnir eru of viða vanræktir. Þess ætti þó að mega vænta, að í jafn gróðursnauðum bæ, væru ekki margir blettir óyrktir af þeim, sem ræktunarhæfir eru. Skýtur það óneitanlega nokkuð skökku við þeirri ræktunarþörf og aukinni fremleiðslu, sem tal- ið er, að sé eitt af mestu nauð- synjamálum þessa bæjar. Er einnig á það að líta, að engin ræktun gefur betri arð en garð- rækt, ef til hennar er að öllu leyti vandað. Þetta er viðurkend stáðreynd, þótt hennar sé ekki gætt sem skyldi í framkvæmdinni. Auk þess sem fullræktun bæj- arlandsins ætti að geta orðið álitlegur tekjuauki fyrir bæjar- búa, gefur það bænum og um- hverfinu annan og betri svip, og er einnig meira menningar- atriði en margur hyggur. Nú er farið að vora og sum- arið framundan. Því ætti strax að hefja hér alment ræktunar- I starf, svo að hver blettur væri ræktaður, sem til þess er hæfur. Fyrst og fremst ætti að snúa sér að garðræktinni því hún er handhægust og útgjalda minst. Það er öllum kleyft, að rækta dálítinn matjurtareit án tilfinn- anlegs kostnaðar. Menn geta unnið að því í tómstundum sín- um, einstakir eða í félagi. Arð- urinn að þeirri vinnu er nokk- urn veginn viss og því meiri sem betur er vandað til undir- búningsins. Það ætti að vera metnaðarmál bæjarbúa að auka ræktunina sem mest, og setja sér nú það takmark að enginn matjurtagarður verði hér ógrktur i sumar. Ping-tíðindi. Bráðabirgðaverðtollnr. Eftir 2. umr. í Nd. er frv. þannig breytt: A. Með 30o/o stimpast eftirtald- ar vörur: Fiskmeti, nýtt, saltað, hert, reykt eða niðursoðið. Kjöt- meti og pylsur, nýtt, saltað, þurkað, reykt eða niðursoðið. Ávaxtamauk. Hnetur. Makrónu- deig. Kaffibrauð allskonar. Kex, annað en matarkex. Lakkrís. Marsipan. Ilmvötn og hárvötn, sem ekki falla undir lög nr. 41, 27. júní 1921. Hársmyrsl. Lif- andi jurtir og blóm. Tilbúin blóm, Jólatréskraut. Loðskinn og fatnaður úr þeim. Silkihatt- ar. Floshattar. Lakkskór. Silki- skór og flosskór. Sólhlifar. Knip- lingar. Silki og silkivarningur. Fiður. Dúnn. Skrautfjaðrir. Vegg- myndir. Myndabækur. Mynda- rammar. Glysvarningur og leik- föng allskonar. Flugeldar og flugeldaefni. Úr. Klukkur. Gull- smíðisvörur. Nýsilfurvörur. Tin- vörur. Spil. B. Með 10°/o stimplast eftirtald- ar vörur: Ávextir, nýir og niður- soðnir. Blaðgúll til gyllingar. Brennisteinssýrur. Bæs. Ný egg. Eldavéla- og ofnhlutar. Gibslist- ar. Gleraugu. Grænmeti niður- soðið. Hagldabrauð og tvíbökur. Hellulitur. Heygrímur. Heymæl- ar. Hjólvax. Hljóðfæri, nema grammófónar og grammótón- plötur. Hunang. Hurðarhúnar. Húsgagnafjaðrir og keðjubotnar í rúm. Húsnúmer. Hvalur. Kaffi- kvarnir. Kaífikönnur. Kítti. Kjöt- kvarnir. Kristallakk. Leðurlíking. Lofthanar. Nálar. Olíuhanar. Pakkalitur. Prjónar. Reiðhjóla- hlutar. Ritvélar og fjölritar. Skotfæri. Skrúfur. Sporvagnar. Stoppefni í húsgögn. Straujárn. Terpentína. Trélím. Varahlutar til viðgerðar á vélum og áhöld- um. Vatnshanar. Viðhafnarlaus- ir olíulampar. Þurkefni. Þvotta- efni. Þurkaðir ávextir.

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.