Dagblað

Tölublað

Dagblað - 02.05.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 02.05.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Aftan við 3. málsgr. 1. grein- ar kemur: Asbestþráður. Átta- vitar. Baðmullartvinni. Boltar og rær. Efni til bókbands. Hnoð. Hörtvinni. Hvítmálmur. Keðju- lásar. Kondensatorþráður. Kop- arrör. Látún. Ljósker. Skriðmæl- ar. Skrifbækur og kensluáhöld. Vefjarskeiðar. Vélaþéttingar. Vélavaselín. Vörpukeðjur. Við síðustu málsgr. 1. greinar bætist: svo og allar vélar til iðn- aðar og framleiðslu. Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1925 og gilda til ársloka 1926. Jakob Möller hefir komið fram með þessar breytingartill.: Við A. Niður falli: a. »Lifandi jurtir og blóm«. b. »Úr og klukkur«. Við B. a. Niður falli: »Blað- gull til gyllingar«. b. Á eftir »grammófónplötur« kemur: og hljóðfæri þau, sem talin eru í 2. gr. Aftan við greinina kemur: Frá 1. janúar 1926 skulu reikningar þeir, sem til þess tíma hafa ver- ið stimplaðir með 20o/o, stimpl- ast nieð 15o/o. Aftan við 2. gr. bætist: a. Fly- gel, til afnota í opinberum sam- komusal. b. Kirkjuorgel. c. Har- monía. d. Fiðlur. e. Piano. f. Blaðgull til gyllingar. g. Lif- andi jurtir og blóm. Jörundur Brynjólfsson kemur með þá breytingartillögu, að lögin skuli ganga í gildi 1. júlí í stað l'. júni. Seðlaútgáfan og gengið Pegar menn urðu hér æfir út af fréttinni um fyrstu sölu á ísl. seðilkrónu með alföllum fyrir danska seðilkrónu, sýndi jeg þegar í stað fram á, að þetta væri ekki neilt til þess að fjargviðrast út af við Dani eða saka þá um, heldur væri sér- stakt gengi á íslenzkri krónu bæði eðlilegt og óumfl'ýanlegt. Ef þing og stjórn hefðu viljað athuga málið rólega, efast eg ekki um að menn hefðu fljótt áttað sig á þessu. En í stað þess að beita skynseminni tóku stjórnarvöldin það ráð, að vilja ekki sjá eða heyra annað en að ísl. seðilkróna jafngilti danskri seðilkrónu og grípa til þving- unarráðstafana um yfirfærslur. Stuðnings til þessa naut þing Og stjórn meðal annars af kaup- sýslumönnum þeim, er sáu sér stundarhag í þessum ráðstöfun- um. Hélt þessi þrenning þessu ástandi uppi í tvö, ár eða því sem næst, en þá kom það fram, að eg hafði haft rétt fyrir mér og að ekki var unt annað en að viðurkenna sjálfstætt gengi ísl. krónu. Þá er þess að geta, eð eg hefi enn fremur þrásinnis sýnt fram á, að gengið standi í beinu sam- bandi við seðlaútgáfuna, og jafnframt fundið ráð til þess að hafa fult vald á genginu, eða, með öðrum orðum, hafa það í hendi sér að koma í veg fyrir að gengið þuríi að falla til óhags fyrir alþýðu manna eða hækka svo ört að fjárhags- ástæðum framleiðanda geti af þeim orsökum orðið hætta bú- in. En á það benti eg í tíma, eða áður en gengishækkunin á síðastliðnu ári átti sér stað, aö það væri áríðandi, að láta gerigið ekki hækka of ört sakir þeirra örðugleika er af því leiddi fyrir framleiðendur. í sambandi við þá niðurslöðu mina um gengið, að það standi í beinu orsakasambandi við seðlafjöldann í umferð í hlut- falli við þau viðskifti, sem seðl- ar eru notaðir til að framkvæma, gerði eg þá uppgötvun, ef svo mætti að orði kveða, að lausnin á því að halda uppi ákveðnu gengi og fyrirfram ákveðinni gengishækkun væri í því fólgin að fylgja samskonar regldm um útgáfu óinnleysanlegra seðla og yfirfærslur þeirra og reglum þeim, sem beitt er um útgáfu innleysanlegra seðla og inn- lausnarskyldu þeirra. Röksemdir mínar f þessu efni endaði eg með því að benda á, að það væri nokkuð sem lægi í hlutarins eðli, að aðferðin til þess að halda uppi ákveðnu verði á seðlum á móts við gull væri hin sama hvað svo sem verðið væri á seðlunum og hvort heldur verðgildi þeirra væri svarað út í gulli eða með ávís- unum er greiddar væru erlendis. En aðferðinni til að framkvæma ÍDagðíað. Arni Óla. Ritstjórn: g. Kr. Guðmundsson. ÁfgreiðsJa Lækjartorg 2. skrifstofa Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 siðd, Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Skipbrots- menn. Mjög skemtilegur sjónleikur í 8 þáttum. Aðalhlutverk leika Anna Q. Nilsen og Milton Silis. Pessi ágæta mynd verður sýnd í kvöld í síðasta sinn klnkkan 9. þetta áform hafði eg áður lýst, og er það í því fólgið, að þegar eftirspurnin eftir seðlum í skift- um fyrir erlendan gjaldmiðil er meiri en framboðinu nemur, þá er hækkunin takmörkuð eða stöðvuð með útgáfu seðla í skift- um fyrir erlenda gjaldmiðilinn. Þegar hið gagnstæða á sér aftur á móti stað og framboðið á seðlum í skiftum fyrir erlendan gjaldmiðil er rneira en eftirspurn- in, þá er gengislækkun hindruð með því að leysa inn seðla og yfirfæra upphæðir þeirra fyrir menn án verðlækkunar. Fyrir þessari lausn minni Ó gengismálinu gerði eg nákvæma grein síðastliðið ár, þegar gengið var stöðugt að falla. En atvikin höfðu það í för með sér, sem betur fór, að þess gerðist brátt þörf að hagnýta hana sakir hraðfara gengishækkunar en ekki sakir áframhaldandi gengislækk- unar. Eins og kunnugt er, hefir fjármálaráðherrann skýrir þing- inu frá því, að hann hafi á síðast liðnu ári leyft að auka seðlaútgáfuna’ til þess að koma í veg fyrir að gengið hækkaði

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.