Dagblað

Tölublað

Dagblað - 02.05.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 02.05.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Reynslan er ólygnust. Skoðið sjálfs yðar vegna mínar miklu birgðir af allkonar Grólídúkum og Korðvaxdúkum og dæmið svo um hver ódýrast selur, og hver hefir mest úrvalið. Aldrei úr eins miklu sð velja sem nú. Jónatan Þorsteinsson. Vatnsstíg 3. Símar: 464 & 864. meira en átt hefir sér stað. Með þessu hefir bann annarsvegar viðurkent kenningu mina »teo- retisktcc og hinsvegar jafnframt staðfest gildi hennar í fram- kvæmdinni. Er það þannig sannað, að það er rétt, sem eg frá upphafi gengismálsins hér á landi jafnan hefi haldið fram, að gengi seðlanna stjórnist af seðlafjöldanum í umferð í hlut- falli við þau viðskifti, sem seðl- ar eru notaðir til þess að fram- kvæma. Er það nokkuð, sem liggur í augum uppi og óþarft er að fjölyrða um, að eins og fjölgun seðla í umferð hamlar gengishækkun, þannig hlýtur fækkun seðla í umferð á sama hátt að sporna við gengislækk- un eða gera mögulega gengis- hækkun, er ella gæti ekki átt sér stað. Pað sem gerst hefir mark- vert í gengismálinu hér á landi síðastliðið ár er þá þetta, 1. að íslenzk hugsun hefir leyst það verkefni að finna óyggj- andi og einfalt ráð til þess að hafa fullkomið vald á gengi óinnleysanlegra seðla, 2. að islenzk sljornarvöld hafa leyft reynslunni að stað- festa þetta og leiða í Ijós gildj kenningarinnar í fram- kvæmdinni. Eggert Briem, frá Viðey. yillomoo^ kom hingað í morgun London með steinolíufarm. Botuvörpungarnir. Maí kom í gær •Deð 94 fn> lífrar, j morgun komu: "'kallagrimur með 120 tn. Gylfi með 10 °g Skúli fógeti með 85 tn. Borgin. Sjávarföll. Háflæður eru kl. 12,35 í dag og kl. 1,20 i nótt. Nætnrlækuir er í nótt Magnús Pét- urssou Grundarstíg 10. Sími 1185. Nætnrvörðnr er í Laugavegs- Apóteki. Messnr á morgnn. Dómkirkjan kl. 11 síra Bjarni Jónsson. Ferming. Fríkirkjan kl. 12 sira Árni Sig- urðsson. Ferming. Landakotskirkja. Hámessa kl. 9 og kl. 6 guðsþjónusta með prédikum. Ifotnía fór liéðan i nótt. Meðal farþega voru: Præfectus Meulenberg, Gunnar Einarsson kaupm., séra Friðrik A. Friðriksson, Adam Poul- sen leikhússtjóri, Pétur A. Ólafsson konsúll, Geir Thorsteinsson fram- kvæmdarstjóri, Friðrik Bjarnason og frú hnas, frú Irsa Stefánsson, frú Lys Thoroddsen og ungfrúrnar Anna Jónsdóttir, Sigríður Helgadóttir og Sesselja Sigurðardóttir. Dr. Kort K. Kortsen liélt siðasta háskólafyrirlestur sinn í gær, þetta skóiaárið. Esja kom úr hringferð í nótt með margt farþega. Meðpl þeirra voru síra Ólafur Stephensen í Bjarnar- nesi, Rolf Johansen kaupm. á Reyð- arfirði, Sigurður Vilhjálmsson kaup- félagsstjóri á Seyðisfirði, Jón Björns- son kaupm. í Pórshöfn og heildsal- arnir: Björn Arnórsson, Óli Ólason og Egill Guttormsson. Snðnrland kom frá Borgaresi i gær. Kröfnganga verkalýðsfélaganna fór fram í gær. Virtist fjölmennari en undanfarin ár og fór skipulega fram. Fyrirlestur heldur Reinhard Prinz. þýzkur stúdent, á morgun kl. 2í Stúdentafræðslunni í Nýja Bió um gönguferðir sínar um óbygðir ís- lands. Hr. Prinz talar íslenzku mæta cS'ermingargjafir. Úr, úrfestar, armbandsúr. Alls- konar silfurborðbúnaður. Hamlet-reiðhjól. Vandaðar vörur. Lágt verð. Signrþór Jónsson, Aðalstræti 9. vel og ættu menn að sækja þetta erindi sér til lærdóms, því að þótt skrítið sé frásagnar, kunna íslend- ingar ekki að feröast í sínu eigin landi. Sagan getur, þvi miður, ekki kom- ið í blaðinu í dag, en kemur á morgun. Hindenburg. Samkvæmt loftskeytum, er hingað hafa borist, hefir Hin- denburg forseti mælt á þessa leið: »Engum skyldi til hugar koma, að ég láti nokkurn stjórn- málaílokk skipa mér fyrir verk- um. Eg mun rétta sérhverjum, einnig fyrverandi andstæðingum, höndina til heiðarlegrar sam- vinnu. Guð gefi að flokkshatrið hverfi og að þjóðinni lærist, að sam- eining gefur styrk til sigurs«. Símfre g-nii*. Norðanlands er nú sögð góð tið, en fremur köld. Miklu snjó- léttara kvað nú vera þar en um þetta leyti í fyrra, og er nú orðin auð jörð víðast í bygðum. Skepnuhöld eru sögð góð. Seinni hluta marz og fram í apríl var þorskafli á Eyjafirði óvenjnlega mikill, gekk þá stór- þorskur alla leið inn í fjarðar- botn. Enn er dágóður afli þar nyrðra. Ágætisafli hefir verið í ver- stöðum austanfjalls núna und- anfarið. Er nú vertið orðin þar með bezta móti..

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.