Dagblað

Tölublað

Dagblað - 04.05.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 04.05.1925, Blaðsíða 1
SPÁNARVÍNIN þykja góð og ginnandi, en hætt er við að þau glepji tnðnnum sýn og svifti þá starfsþreki sé þeirra neytt að mun. Pessu hafa marg- ir þózt veita ettirtekt í seinni tíð, og því er farin að vakna sú spurning meðai, manna víðs- vegar um land, hvort hyggilegt sé, að hafa opna vínsölustaði á almannafæri, þar setn vín er selt takmarkalaust. Síðan áfengisbannið var upp- haíið með innflutningi Spánar- vína, hafa í kjölfar þeirra siglt inn í landið aðrir drykkir, bragðsterkari og meir við hæfi þeirra sem skyn þykjast bera á slíka hluti. Virðast yfirvöldin sumstaðar láta sér fátt um finn- ast, enda ekki tiltökumál, þar sem það má heita orðin tízka á »betri heimilumcc að fagna góð- um gestum með whisky, rommi, ákavíti, líkör eða öðrum »ljúf- fengumcc tegundum áfengra drykkja, sem að vísu er bann- aður innflutningur á í orði kveðnu. Pannig hafa margir áfengis- neytendur forðað sér og sínum frá ofmikilli neyzlu Spánarvína. Pessi borðvín, sem rikið hefir gert sér að tekjulind, eru flest sæt og þung i magann, og sízt «1 þess fallin að þamba þau eins og bjór, svo sem tíðkast hefir hér. Nú er innflutningur áfengra öltegunda bannaður, ogof áberandi að flytja þær inn. Hafa því vinir Bakkusar gripið til þess úrræðis, að blanda saman óáfengu öli og Spánarvíni til órýginda. Pessu veittu hyggnir *Uenn eftirtekt hér í höfuðstaðn- Uln, og er nú bruggað hvítöl á ^°kkrum stöðum með góðum át: aogri. fult þykir og spiritus í öli eins góður og í kaffi, en v°rtVeggja drykkurinn vel til Þess fallinn, að kveikja í mönn- um °g halda þeim við efnið, se l'tið { buddunni. Annarsstaðar á landinu þar sem ríkið hefir vínsölu virðist óhægra um vik að afla sér sterkra drykkja, eða menn kunna ekki tök á að blanda Spánar- vínin. Verða menn þá að neyta þeirra eins og þau eru, og séu þeir þorstlátir, getur það orðið dýrt spaug. Er ilt að missa af góðum afla á vertíðinni fyrir slika iþrótt. Þingmanninum í fisksælasta stað landsins, Vestmannaeyjum, hefir því hugkvæmst að leggja fyrir stjórnina þá fyrirspurn, hvernig hún myndi snúast við því, ef samþykt yrði með al- mennri atkvæðagreiðslu, áskor- un um að fá lagða niður útsölu Spánarvína þar á staðnum. Og nú hlera menn um iand alt eftir því, hvernig stjórnin tekur í þetta mál. Skipulag bæjarins. Gamli Reykjavikurbærinn má nú heita dauðadæmdur af eðli- legum ástæðum. Hann varð til sem lítilfjörlegt fiskiþorp með nokkurri sveitaverslun. Húsin eru lítil úr lélegu timbri, og geta staðið mannsaldur með góðu viðhaldi. , Nú er bærinn orðinn að stór- útgerðarmiðstöð og vöxtur hans hefir um langt skeið altaf farið fram úr áætlunum. Það þarf því ekki lengur að efast um það, að héðan af verður að öllu leyti að viðhafa á hann borgarmælikvarða en ekki sjáv- arþorps. Pað þarf þá heldur enginn að furða sig á því, að þorpsskipulag það er bærinn fékk á sig af tilviljun eða »eins og verkast vildicc, það getur ekki átf við lengur. Það er eipk- um víða í miðbænum að strax þarf að gera gagngerðar breyt- ingar áður en það er orðið of seint. Nú þegar er orðið of seint að hugsa um það, að bilið milli Hafnarstrætis og Austurstrætis er of mjótt miðað við þær stóru byggingar sem þar rísa upp. En enn þá er timi til að athuga svæðið þar sem brunarústirnar eru. Pað nær engri átt að halda þar sama skipulagsleysi og var. Annað hvort er, að slétta yfir þær alveg og leyfa enga bygg- ingu. Við það verður þó alt of stórt autt svæði frá norðri til suðurs þar sem aðal vindáttirn- ar eiga hægt með að ná sér niðri. Þess vegna væri hitt betra, að stækka heldur lóðirnar suð- ur á við, afnema Vallarstræti og taka norðurhluta Austurvall- ar undir byggingarlóð, rifa lyfja- búðina og láta völlinn verða aflangan og samfeldan frá Pósthússtræti yfir í Aðalstræti. Með því móti yrði völlurinn hlýr og sólríkur en ekki slíkt illviðrabæli sem hann er nú. í öðrum löndum er altaf tekið tillit til þess í skipulagi bæj- anna, hvernig aðalvindáttirnar liggja og alt af kappkostað að gera þá þannig úr garði að ill- viðra og kulda verði sem minst vart, enda er hægt að komast mjög langt í því efni með hag- anlegu fyrirkomulagi. Mjög óhaganlegt er það, hvern- ig Hafnarstræti og Hverfisgata mætast. Auðvitað verður að rífa sem fyrst Smjörhúsið og gera aðrar breytingar, til þess að koma þessum götum í beint samhengi, því að einmitt þarna á að vera aðalleiðin milli Vesturbæjar og Austurbæjar. Öll flutningabíla- ferð inn úr bænum ætti reynd- ar að liggja með ströndinni og þarf því ekki að gera þann veg sem greiðastan. Klaufalegt er að sjá hvernig Skólavörðustig- urinn mætist við Bankastrætið. Húsin á neðra horninu verða að hverfa. Of langt yrði að telja upp allar þær endurbætur, sem þyrfti að gera. Skipulagsnefnd kvað vera hér til, þott fáir viti af henni.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.