Dagblað

Tölublað

Dagblað - 05.05.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 05.05.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ þorpa og búgarða, þar sem þeir liggja í landinu. Hin siðari legg- ur stund á að yfirstíga sem stærstar vegalengdir á sem skemstum tima. Þess vegna eru járnbrautirnar lagðar sem bein- ast á milli stærstu stöðvanna, og eftir þessu laga sig svo allir staðhættir. Smærri staðirnir, sem hafa enga viðkomustöð fengið, finna fijótl að þeir hafa samt grætt á þessari samgöngubót, og enda þótt þeir þurfi langt að sækja á næstu járnbrautar- stöð, þá gengur ferðin samt margfalt fljótar en áður. í stað þess að láta hina nýju sam- gönguleið hlykkja sig eftir bæj- um bygðarlaganna, þá lagar nú bygðin sig eftir brautinni. Og þjóð, sem áður var í félagslegu lindýrsástandi, er nú alt í einu orðin að skepnu með braðri blóðrás. Hið nýja skipulag hefir umskapað haua i fullkomnara form! Það sjá nú allir menn með viti, að jafnvel þótt járnbrautir milli landshlutanna hér eigi langt i land, þá verður ekki hjá því komist, að koma á reglu- legum innanlandssamgöngum innan skams. Vér eigum sjálf- gerða braut, sem margar þjóðir mundu vilja kaupa dýrum dóm- um, og það er sjórinn. Fiest sýnist vera sæmilega undirbúið nema hugsunarhátlurinn. Skip eru til, ritsími, talsími og þráð- laus tæki. Með öðrum orðum, taugakerfið er tilbúið, en blóð- rásina vantar. Heilinn getur á svipstundu sent boð sín um alt, en vessarnir vætla enn þá óreglu- lega í lindýrsskrokknum, eftir þvi sem þarfirnar kalla þar og þar — engar beinar æðar, eng- in takttöst hjartaslög! Hér hefir skipulagsandinn verk að vinna og má vænta að við- unandi lausn megi finna áður en langt líður, ef málinu er haldið vel vakandi. H. J. Hljómleikar peirra félaga Otto Stöterau og Pórh. Árnasonar, byrja stundvíslega kl. 7'/* í kvöld. Má vænta pess að hljómlistarvinir láti ekki undir höfuð leggjast að koma í Nýja Bio í kvöld og mun vissara að tryggja sér aðgöngumiða í tima. Sund. Eitt af merkustu frumvörp- unum sem fram hafa kom- ið á þessu þingi, má telja »frumvarp til laga um heimild fyrir bæjar- og sveitarstjórnir til að skylda unglinga til sund- náms«. Jóhann Jósefsson þing- maður Vestmanneyinga hefir borið þetta frumvarp fram og er það nú, lílið breytt, komið gegnum 3. umræðu í Nd. Er helzta breytingin sú, að námstíminn er færður úr 2 upp í 4 mánuði og tímabilið sem unglingar eiga að hafa lokið þessu námi á, er stytt um 1 ár. Er nú frv. orðið að iögum og litur þannig út: »í kaupstöðum eða sveitarfé- lögum, þar sem sund er kent á kostnað hins opinbera, skal bæjar- og sveitarstjórnum heim- ilt með reglugerð, er stjórnar- ráðið staðfestir, að gera öllum heimilisföstum unglingum frá 12—16 ára að aldri innan síns umdæmis skylt að stunda sund- nám alt að 4 mánuðum sam- tals. Fó skal jafnan undanþiggja þá unglinga sundnámsskyldu, sem að dómi sundkennara eru sæmilega syndir, ef þess er óskað. Undanþegnir sundnámsskyldu skulu þeir, sem sanna með læknisvottorði, að þeir megi ekki stunda sundnám sökum heilsubrests. I reglugerð má ákveða sektir fyrir brot gegn henni«. í greinargerð frumvarpsins segir svo: »Frumvarp þetta er flutt sam- kvæmt tilmælum bæjarstjórnar- innar í Vestmannaeyjum. Yfirleitt má telja þörfina fyrir i sundkunnáttu brýna í öllum sjávarþorpum landsins, og enda í sveitum lika, þar eð mikið af yngri mönnum þaðan fer til sjávarplássanna tima úr árinu. Sundkunnátta er þó frekar óalgeng, þrátt fyrir það, þótt kenslu sé víða haldið uppi ein- hvern hluta sumars, og mun það meðal annars orsakast af því, að námsskeiðin eru illa sótt. Er því varla við að búast, að sundkunnátta nái þeirri út- breiðslu, sem æskileg hlýtur að teljast, nema gerðar séu þær %)a$6lað. I Arni Óla. Ritstj rn. j G. Kr. Guömundsson. Afgrdösla 1 Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viötals kl. 1—3 síöd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverö: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuöi. Hættulegnr leikur. Sjónleikur í 5 þáltum. — Aðalhlutverk leika: Ireue Castle og Claire Adamn, báðar mjög þektar og góð- .ar leikkonur, enda sýna þær í mynd þessari snild- ar leikhæfileika og góðan skilning á meðferð hlut- verka sinna. Sýning kl. 9. ráðstafanir, að sveitar- og bæj- arstjórnir geti haft hönd í bagga með því, að unglingarnir noti sér sundkensluna þann stutta tíma, sem hún vanalegast stend- ur yfir. Verið getur, að hér þyki of langt farið með þessu frv., eða nokkurri skyldukvöð í þessu efni. En þess ber að gæta, að kenslutíminn er stuttur ár hvert og auk þess falla vanalega nokkuð margir dagar úr, nema því betur viðri, og þá dagana sem kent er, fer tæplega meira en einn klukkutími til kennsl- unnar. Rétt þykir að minna á það í þessu sambandi, að stjórn 1- þróttasambands íslands fór fram á það 1920, með opnu bréfi til allra skóla og fræðslunefnda, að þær reyndu að koma því til leiðar, að sund væri gert að skyldunámsgrein í öllum skól- um. Segir meðal annars í bréf- inu, að sundið sé jafnágæt íþrótt sem hún sé nytsöm, og það jafnt fyrir stúlkubörn sem pilta«. Það eitt tel ég að frumvarp- inu, að með því er aðeins gefin heimild íyrir bæjar- og sveitar- stjórnir til að skylda unglinga

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.