Dagblað

Tölublað

Dagblað - 05.05.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 05.05.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 til sundnáms, í stað þess að það væri bein lagaskylda. Þess- ar svonefndu »heimildir« eru yfirleitt svo misnotaðar, ýmist illa eða ekki, að ekki virðist veita af ákveðinni lagaskyldu, þegar um mjög nauðsynleg mál er að ræða. Fátt höfum við vanrækt eins skaðlega og sundnámið, þótt miklu fleiri kunni nú sundtök- in en áður var. Svo Iítur út, að við séura um sumt jafngleymnir og strúturinn. Munum ekki Jengur en meðan við heyrum, allar slysfarirnar og skyndidauðann, sem oft hefir aðeins orðið vegna þess, að sundkunnáttuna hefir vantað. ísland er annað og meira en ár- laus afdaiur, þar sem hvorki er stöðuvaln né sést til sjávar. Al- staðar eru árnar og völnin, að ógleymdum sjónum, sem benda mjög ákveðið á þá nauðsyn, sem hverjum einum er á því, að geta fleytt sér, ef eitthvað ber út af. það er vafamál, að rétt sé að telja þá menn »sjálf- bjarga«, sem ekki kunna sund, —■ svo nauðsynleg er okkur sundkunnáttan. Það má teljast sviksemi við þá sjálfbjargarskyldu, sem er eðlishvöt einstaklingsins og borg- araskylda þegnsins, að hverjum einum skuli ekki vera bæði kleyft og skylt að nema það fyrst og fremst, sem bezt getur verndað líf hans og heilsu. En þetta höfum við einmitt svikist um að gera, þátt ekki sé gott til frásagnar. En þetta ástand er bæði ó- fært og óviðunandi. Sá þjóðarskaði, sem við höf- um beðið við það, að sund- kunnáttan hefir ekki verið al- menn, er ómetanlegur, og er öll nauðsyn á, að bætt sé úr því. Okkur er líka innan handar að bæta úr þessu, því það er hægara en margur hyggur, að nema sund. f*arf ekki einu sinni vatn til að læra sundtökin, en þau eru þó altaf undirstaðan og fyrsta skilyrðið. Frumvarp þingmanns Vest- mannaeyinga, sem tekið er upp hér að framan, stefnir í rétta átt. Það er aðeins ekki nógu ákveðið. Hér ætti ekki að vera um heimild að ræða, heldur ein- göngu beina lagaskyldu, þar sem ákveðið væri, að allir unglingar á tilteknu aldursskeiði væru skyldugir að nema sund til fullnustu. Undanteknir væri þeir einir, sem vegna örkumla eða veikinda væri ekki færir um að nema sund, og þyrfti læknis- vottorð til þeirrar undanþágu. Fegar búið er að gera sundið að skyldunámsgrein fyrir ung- linga, bæði pilta og stúlkur, er þessu máli komið í rétt horf, og mætti af því vænta mjög góðs árangurs. G. P. Borgin. SjáTiirföll. Háflæður eru kl. 3,20 í dag og kl. 3,40 í nótt. Nætnrlæknir í nótt er Halldór Hansen Miðstræti 10. Sími 256. Nætnrvörðnr er i Reykjavíkur- Apóteki. Kári Sölnmndnrson kom til Við- eyjar í gær. Hafði 85 tn. lifrar. Siys vildi hér til í gær. Féll mað- ur frá lúgubarmi ofan í lestarbotn á Dagny I, sem verið var að losa kol úr. Var maðurinn að fara upp i kaffilímanum en misti af hand- Sonnr járiibrantitkónggins. — í því efni gildir ekkert »á morgun«, sagði frú Cortlandt ákveðin. Ef þér viljið ekki sjálfur taka við tryggingarupphæðinni, mun maðurinn ainn ná sambandi við stjórnina og Jolson of- Qrsti mun fara á fund landstjóra áður en stund er liðin. Hann bíður eftir fregnum frá okkur á þessari stundu. Hamón Alfarez varð sem steini lostinn af Qndrun. Hann kvaðst ekki hafa gert ráð fyrir að þetta væri jafn mikið alvörumál og nú hafði komið á daginn, vilji gesta sinna skyldi sitja i fyrirrúmi fyrir öllu öðru, og trúlegt væri, ef hann legði sig í framkróka, að hann gæti flýtt fyrir úrslitum málsins. Og þó hann yrði hreinskilnis- ^ega að játa, að hann væri valdlaus og bundinn f báða skó, skyldi hann beita áhrifum sinum °g sjá svo um að fanganum yrði slept úr varð- haldi þegar í stað. Auðvitað væri sér fyrirskip- aÖ að fylgja vissum reglum, sig tæki það sárt, ®ö ef hann mætti hvarfla frá eitt andartak. — Hann skundaði burt til þess að framkvæma Þetta stórvirki, og á meðan sagði Kirk sögu Frú Cortlandt komst við er hún heyrði «sögu hans og heilóg bræði greip Cortlandt, Pehha járnkalda mann. Ég geri ráð fyrir, mælti Cortlandt, að AI- arez reyni að fá sannað það með aðstoð P'hQQa sinna, að ímyndunarveiki gangi að yður og að þér hafið verið særður er þér voruð tek- inn til fanga. Hann mun gera sér upp gremju og hleypa Spiggoty-ransókn af stokkunum. Þér verðið að láta yður skiljast, að faðir hans er landstjóri í Panama fylki og einn hinn áhrifa- mesti maður i öllu lýðveldinu, svo Ramón mundi bera sigur af hólmi. En samt sem áður getið þér krafist skaðabóta. Ég æski engra skaðabóta svaraði Kirk, ég þrái mest að fá að horfast í augu við þennan bölvaðan Spánverja i einrúmi. — 1 hamingju bænum, látið yður ekki neitt slíkt til hugar koma, sagði frú Cortlandt ákveðin. Því þá mundu Ameríksku áhrifin hér, ekki stoða yður hót. Hálfthundrað manna, myndi sverja eið til þess að koma fram dóm á yður, og þótt yður tækist að fá stjórn yðar lands til þess að leggjast á sveif með yður, þá mundu spretta fram fimtíu aðrir, sem væru fúsir að ljúga, þegar Amerfkumaður á í hlut. — Nei, sú aðferð veitir yður þá litla stoð, samsinti maður hennar. Pér getið hrósað sigri, að sleppa með svo hægu móti. Hann fær yður lausan gegn tryggingu. Takið þessu með stillingul Feim kemur tæplega til hugar að yfirheyra yður, enda þykir mér líklegast, að á þetta mál verði ekki minst framar, ef þér geriö ekki frekari glundroða. Hann fyrirgefur yður auðvitað al-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.