Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 08.05.1925, Side 1

Dagblað - 08.05.1925, Side 1
Fösiudag 8. maí 1925. I. árgangur. 80. tölublað. LÍMAN er sú íþrótt, setn yér íslendingar erum fræg- astir af og helzt hefiir aflað okkur athygli í heimi iþrótt- anna. Er þó meira af því látið en vera bæri, eins og nú er komið fyrir glímunni, sem íþrótt. Við höldum dauðahaldi í forna frægð á ýmsum sviðum, án þess við gerum nokkrar til- raunir til að vera þeirrar frægð- ar verðir, né efla þann orðstyr, sem við höfum þegar hlotið. Glíman var ein af aðalíþrótt- um fornmanna, því hún svar- aði bezl aðalkröfum þeirra tíma, að efla hreysti og harðfengi. Að þeirri frægð, sem hún hlaut þá, höfum við enn þá búið, þrátt fyrir alla þá hnignun, sem hún hefir hlotið á umliðnum öldum. Á síðasta mannsaldri greiddist nokkuð úr fyrir glímunni, og var hún þá víða stunduð sem íþrótt, sérstaklega á fiskistöðv- um um vertíðir. Var það aðal- skemtunin, sem menn höfðu í landlegum, og óx þá glímunni álit og breiddist út um sveitirnar. Nokkru eftir aldamótin síð- ustu vaknaði töluverður áhugi fyrir útbreiðslu glímunnar; var hún þá nokkuð endurbætt, glímureglur ákveðnar og henni skipað í fast kerfi. Síðan hefir áhugi manna fyrir henni, fremur dofnað aftur, og er hann nú miklu minni en var um eitt skeið, þegar bezt lét. í eðli sínu er glíman fögur íþrótt og holl. Er hún vel fallin til að áuka mönnum karlmensku og æfa leikni og snarræði. Góð- ir glímumenn munu flestir vera meira en meðalmenn á öðrum sviðum, sérstaklega í einbeitm og dugnaði. í*að er því full á- stæða til, að við séum ekki eins hirðulausir um viðgang glímunnar hér eftir eins og hingað til. Er þá fyrst að at- huga, hvað við getum gert til að efla hana sem mest og hvaða framtak geti þar borið beztan úrangur. Mín skoðun er sú, bygð á töluverðri athugun, að það fyrsta, sem við eigum að gera til e.flingar glímunni, er að gera hana að skyldunámsgrein (fyrir drengi) strax í neðstu bekkjum barnaskólanna, og leggja aðal- áherzluna á réttar glímureglur og bragðfimi. öÞað ungur nemur, gamall temur«, segir gamalt spakmæli. Er áreiðanlegt, að gliman væri bæði almennari iþrótt og feg- urri, ef við hefðum lagt meiri rækt við hana, og þá fyrst og fremst kent drengjunum hana strax á barnsárunum, og um leið kynt þeim sögu glimunnar og komið þeim í skilning um gildi þennar. t*að er einmitt þetta, sem við þurfum að gera, og er glímunni þá hazlaður sá völlur, sem henni ber, sem alíslenzkri íþrótt með sérkennum sínum og menn- ingargildi. Hljómleikar þeir sem Otto Stöterau og Pórh. Árnason héldu i Nýja Bío þriðju- daginn 5. maí síðastl. voru all- vel sóttir, svo sem vænta mátti þar sem um jafn fágæta skemt- un var að ræða. Viðfangsefnin voru vel valin: Lítil sonata í C-moll og arioso í D-dur eftir Hándel, Tanzfantasie Op. 48 eftir I. Weismann, öll fyrir píano, Kol Nidrei, eftir Max Bruch fyrir violoncell og piano, Du bist die Ruh, eftir Schubert, Ciciliane (Nina) eftir Pergolese og Menuett í G-dur eftir Beethoven, öll fyrir violoncell. Pá komu 2 sólolög fyrir píano, Ballade As- dur Op. 47 eftir Chopin og Rhapsodie, nr. 12 eftir Liszt, og loks Scherzo D-dur eftir Göns. Af þeim viðfangsefnum sem hr. Stöterau hafði með höndum sérstaklega, þótti mér mest til koma Ballade Chopins og Rhap- sodie Liszts, Lætur honum vel að fást við Chopin og er leikur hans þrunginn hreinum lifandi tónum. Blærinn er djúpur og sláturinn ákveðinn og hiklaus, fullsterkur með köflum, en ber vott um næma listamannshæfi- leika, eins og meðferðin öll á þeim efnum sem leikin voru. Kol Nidrei, sem þeir léku saman tveir, þótti mér takast ágætlega. Og að því er snertir leik Þórhalls, sýndi hann greini- lega gripfimi hans og músikgáfu, en einkum hve vel honum læt- ur að leika fjörug lög eins og BSch^erzo* og að ná djúpum blæfögrum tónum á celloið, eins og í »Du bist die Ruh«. — Er gleðilegt að hugsa til þess er í hóp hinna efnilegu listamanna vorra bætast góðir kraftar, eins og þarna virðast vera ótvíræðir. Auditor. Frá bæjarstjórnaríundi. Bæjarstjórnarfundur var hald- inn í gærkvöldi og voru mörg mál á dagskrá, flest fundargerð- ir fastanefnda innan bæjarstjórn- arinnar. Urðu litlar umræður um flesta liði dagskrárinnar og margir samþyktir umræðulaust. Fnndargerð byggingarnefndar var samþykt og voru það aðal- lega byggingarleyfi fyrir ný hús og viðbótarbyggingar. Meðal ann- ars var Haraldi Árnasyni kaup- manni leyft að stækka versluar- hús sitt við Austurstræti, þannig að bakhlið hússins verði tvær hæðir. Einnig var honum leyft að flytja Bifreiðastöð Reykjavik- ur að Eymundsenshúsinu og byggja skúr milli bifreiðarstöðv- arinnar og verslunarhússins. — Boga Þórðarsyni var synjaö

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.