Dagblað

Tölublað

Dagblað - 09.05.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 09.05.1925, Blaðsíða 1
*Æ.Laugardag 9. maí 1925. IÞagBlaé I. árgangur. 81. tölublað. ISLENZKUR MATUR verður okkur hér á landi notadrýgst- ur, og aö öðru jöfnu má full- yrða, að sá matur sem kynslóðiin er vön við, sé henni hollastur. Við það að flytja úr sveitum í kaupstaði, hefir íslenzka kyn- slóðin skift um mataræði til hins verra á tvennan hátt. Bæði étur hún yfirleitt lakari fæðu og svo einnig mat sem hún hefir ekki vanist. — Menn hafa lengi verið sammála um að nýmjólk- urskortur ylli úrkynjun, og þarf ekki að benda á slíkt frekar. En það er fleira en mjólk sem eríitt er að fá í kaupstöð- unum. Lengst af hefir verið ómögu- legt að fá skyr hér í Reykjavík. En nú sýnist að vera að smá- rákna úr þeim vandræðum. Skyr er mörgum alveg nauðsynlegt, þó ekki sé nema vegna vanans úr sveitinni. En sumir flaska á því að éta það alt af eintómt. Hollara mun vera að hafa það saman við grauta. í>að hefir lika þann kost að menn kom- ast þá af með minna af því,v og hægara verður að fullnægja eftirspurninni. Hrœringur er einn helsti íslenzki þjóðrétturinn, eins og allir vita, og hart að þurfa aö fara hans á mis þótt maður sé kaupstaðarbúi. Hvernig stend- ur annars á því að hér fæst aldrei ómalað bygg í neinni búð? — Er það víst að það sé nokkur framför, að láta hafra- grautana útrýma bygggrautun- um algerlega? Svokallað bygg- mjöl fæst hér reyndar, en það er mesta óhræsi og ætti enginn að kaupa, og sama er að segja um hrísmjölið, sem undantekn- ingarlaust mun vera annað- hvort of gamalt og skemt, eða beint svikið. Annars er margoft búið að átelja þann skrælingja- hátt, að láta aðrar þjóðir mala ofan í oss kornið, sérstaklega þar sem svo er komið eins og hér í Reykjavík, að á hverjum sólaihring renna vissa tíma meira en þúsund hestöfl af ó- notuðu rafmagni beint í sjóinn. Einkennilegt er það, hve erfitt hefir verið að fá góðan harð- fisk og rikling hér i sjálfum höfuðstaðnum. Reyndar er þessi matur nú farinn að sjást hér á boðstólum, en fáir munu þeir þó vera, sem hafa hann stöðugt á borðum. Líklega þykir hann of dýr, en hitt vegur þó sjálf- sagt meira, að hann er mjög misgóður og yfirleitt ekki hrein- lega verkaður. Harðæti er áreið- anlega mjög holl fæða. Eflaust meira í þvi af bætiefnum en i soðnum fiski. í>á ætla eg að minnast á eina fæðutegund enn og láta þar við lenda. Þaö er hákarlinn. Vel verkaður hákarl er einn hollasti matur sem fæst á þessu landi. Ásgeir heitinn Torfason rann- sakaði hákarl efnafræðislega úg fann að hann er bæði léttmelt- anlegur og bráðnærandi. Liklega meira af bætiefnum í honum en i nokkrum öðrum mat. Al- kunnugt er það hvað hákarl læknar skjótlega ýmsar tegundir af magaslæmsku. En þennan mat er bókstaflega ómögulegt að fá, nema beint frá einstaka manni, sem verkar hann. Sem verslunarvara þyrfti hann reynd- ar að vera undir eftirliti, en hið sama má nú segja um fleiri matartegundir. Þar sem heilbrigðisstjórn er komin lengst áleiðis, er þess ekki siður gætt hvaða lifn- aðarhætti fólkið tekur sér og hvað það leggur sér til munns, heldur en hins, að dekra við sjúkdómana, þegar þeir hafa brolist út. Eitt aðalatriði í þessu efni er það að kenna mönnum að verka íslenzkan mat eftir þeim aðferðum -sem beztar hafa fund- ist, og koma mönnum i skiln- ing um, að hann sé þó ekki lakari en margt af þvi miðiungi góða, er menn kaupa frá ut- löndum. X. Frá bæjarstjörnarfundi. (Nl.). Výr hafnargarðnr. Á hafnarnefndarfundi 4. þ. m. lagði hafnarstjóri fram tillögur um aukningu hafnarvirkjanna. Er ráðgert að byggja garð frá norðausturhorni austurúppfyll- ingarinnar 160 metra út í höfn- ina til norðvesturs, og sé ram- gerð járnbryggja með öllum garðinum að innanverðu. Á enda garðsins sé ferkantaður haus, lóðbeinn, 20 metra langur og 10 riietra breiður, og lengist auðvitað garðurinn við það. Kostnaður við þetta er áætl- aðnr um ^/2 milj. kr., og er voh um, að hægt sé að útvega þetta fé með sæmilegum kjörum. Var mál þetta til 1. umræðu á bæjarstjórnarfundinum í fyrra- dag, og voru allir sammála um að brýn nauðsyn væri á, að byrja á þessu verki sem allra fyrst, helzt strax i sumar. Hefir verið gert ráð fyrir þess- um garði á skipulagsupþdrætti þeim af höfninni, sem áður hefir verið samþyktur bæði af hatn- arnefnd og bæjarstjórn. — Voru þessar tillögur hafnarnefndar samþyktar og málið samþ. til annarar umr. með öllum atkv. Hafnarstjóri fór utan með Mercur í fyrradag I þeim er- indum að útvega tilböð í verk- ið, og er helzt búist við að Monberg muni gera aðgengileg- asta tilboðið, eftir þeim upp- lýsingum, sem borgarstj. gaf viðvíkjahdi þessn máli. íþróttavöllnrinn. Nokkrar umræður ufðu ut af færslu íþróttavallarins og hvernig stjórn hans yrði skipuð fram- vegis. Nefndin sem haft hafði þetta mál til athugimar kom fram með eftirfarandi tillögur, sem að lokum voru samþyktar með þeirri einu breytingu (frá

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.