Dagblað

Tölublað

Dagblað - 09.05.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 09.05.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ borgarstj.) að fulltrúi sá, sem bærinn kýs í stjórn vallarins skuli;2vera úr bæjarstjórninni en ekki utan hennar. Tillögurnar eru þannig: íþróttavöllurinn á Melunum verði fluttur frá þeim stað, þar sem hann nú er, á svæði vest- anvert við Suðurgötu og með- fram henni, milli Hringbrautar og fyrirhugaðrar götu norðan- vert við Loftskeytastöðina. Svæð- ið er alls 283 metrar á lengd og 104 metrar á breidd. Bæjarstj. komi upp íþóltar- vellinum á kostnað bæjar- ins og verji til þess í ár, alt að 35000 krónum. Völlurinn verði eign bæjarins framvegis. Bæjarsjóður greiði 1826 kr., sem núverandi íþróttavöllur skuldar, enda eiguist bæjarsjóð- ur girðingar, skúra og mann- virki þau, sem nú eru á vellin- um og falli þá jafnframt úr gildi útmælingin til handa íþrótta- sambandi Reykjavíkur. íþróttavellinum verði stjórnað af 3 manna nefnd, 2 kosnum af stjórn íþróttasambands íslands og 1 kosnum af bæjarstjórninni til 2 ára i senn. Vallarstjórnin hefir á hendi reikningshald vall- arins og setur reglur um notk- un hans, sem skulu lagðar fyrir bæjarstjórnina til samþyktar og er ætlast til þess að rekstur vall- arins beri sig fjárhagslega. — Gunnl. Claessen lagði til, að stjórn íþróttavaliarins hefði einnig eftirlit með leikvöllum bæjarins, en engin ákvörðun var tekin um það atriði. Ping’tíðindi. Hllliþinganefnd. Fjórir þingmenn í Neðri deild Jak. M., Tr. í*., B. Sv. og J. Bald., flytja tillögu um skipun milliþinganefndar til þess að íhuga, hvernig seðlaútgáfu rikis- ins skuli fyrir komið, og aðra bankalöggjöf landsins. Tillagan er þannig: »Alþingi ályktar að kjósa ftmm manna milliþinganefnd i sameinuðu þingi, með hlutfalls- kosningu til þess að ihuga og gera tillögur um, hvernig seðla- útgáfu rikisins skuli fyrir komið, og einnig að öðru leyti að und- irbúa endurskoðun á bankalög- gjöf landsins. Skal ijármáiaráð- herra ákveða formann nefndar- innar. — Kostnaður við nefnd- ina greiðist úr ríkissjóði. Útgjöld fyrir aðstoð við nefndarstörfin og til þess að útvega upplýs- ingar skal telja til nefndarkostn- aðar. Nefndin skal senda fjár- málaráðherra tillögur sínar svo fljótt, sem við verður komið, en einkanlega er ætlast til, að frum- varp um fyrirkomulag seðlaút- gáíunnar verði afgreitt svo fljótt, að það verði lagt fyrir Alþingi 1926. Greinargerð: Tillaga þessi er borin fram í samræmi við nefndarálit meirihluta fjárhags- nefndar Ed. um Landsbanka- frumvarpið«. Atvinna við slgllngar. Sjávarútvegsn. Nd. hafa bor- ist mótmæli gegn 2 gr. frv. frá forstöðumanni stýrimannaskól- ans og skipstjórafélaginu »Öld- unni«, og getur því ekki mælt með þvi, að hún verði samþykt. Og í sambandi við þetta mál hefir nefndin komist að raun um það, að siglingalögin frá 1922 muni þurfa gagngerðari endurskoðunar við, en i frv. þessu felst, og vill skjóta því tii stjórnarinnar að athuga það fyrir næsta þing. Til bráðabirgða telur nefndin þó rétt að leyfa að halda smáskipaprófin eftir því, sem í 1. gr. frv. greinir, og ræður því til að samþykkja frumvarpið með þeirri breyt- ingu, að 2. gr. falli niður. Seðladtgáfa og bankalðggjöf. Fjórir þm. í Nd. bera fram eftirfarandi þál. tillögu: Alþingi ályktar að kjósa fimm manna milliþinganefnd í sam- einuðu þingi, með hlutfallskosn- ingu, til þess að íhuga og gera tillögur um, hvernig seðlaútgáfu ríkisins skuli fyrir komið, og einnig að öðru leyti að undir- búa endurskoðun á bankalög- gjöf landsins. Skal fjármálaráð- herra ákveða formann nefnd- arinnar. Kostnaður við nefndina greið- ist úr ríkissjóði. Útgjöld fyrir aðstoð við nefndarstörfin og til ^ÚagBíaé. {Arni Óla. G. Kr. Guömundsson. Afgmósla 1 Lækjartorg 2. skrifstofa j Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 siðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuöi. þess að útvega upplýsingar skal telja til nefndarkostnaðar. Borgin. SJávnrföll. Síðdegisháflæður eru kl. 6,3 í kvöld. Árdegisháflæður eru kl. 6,25 í fyrra máliö. Nætnrlæknir í nótt er Daniel Fjeldsted Laugaveg 38. Simi 1561, Nætnrvörðnr er í Reykjavikur- Apóteki. Messnr á morgun. Dómkirkjan kl. 11 síra Bjarni Jónsson. Ftikirkjan kl. 5 sira Haraldur Nfelsson. Landakotskirkja kl. 9 hámessa og kl. 6 guðspjónusta rneð prédikun. Bogi JÞórðnrson frá Lágafelli heflr í hygju að koma hér upp tóvinnu- verksmiðju og er hann byrjaður á undirbúningi þar að lútandi. Eins og getið var um í fréttuin at' bæjar- stjórnarfundi, í blaðinu í gær, hafði Bogi sótt um byggingarleyfl til að reisa væntanlegt verksmiðjuhús við Frakkastíg 8, en byggingarnefnd hafði synjað honutn um það. Lík- indi eru samt til að leyft verði að byggja húsið annarsstaöar á lóð- inni og rís þá þarna upp verksmiðja sem a. m. k. ætti að geta fullnægt tóvinnuþörf bæjarbúa. Jón Bergmann skáld heflr ráðist sem flatningsmaður á eitt af hinum norsku skipum, sem stunda veiðar Jtjá Grænlandi i sumar. Er skipið væntanlegt hingað einhvern næstu daga. Botnvörpnngarnir. Snorri goði kom af veiðum 1 gær með 107 tn. lifrar. Glaður kom inn í gær vegna vélbil- unar, hafði 19 tn. Hilmir kom í nótt með 70 tn. og i morgun komu Otur með 101 tn. og Menja með 85 tn. Glfmnsýning Noregsfaranna í Iðnó í gærkvöldi, fór hið bezta fram og skemtu menn sér ágætlega og létu það óspart í ljósi. Pað er sjaldgæft

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.