Dagblað

Tölublað

Dagblað - 10.05.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 10.05.1925, Blaðsíða 1
Sunnudag 10. maí 1925. IDagðfað I. árgangur. 82 tölublað. EITT af aðaleinkennum núver- andi þjóðlífs vors er deyfð- in og sinnuleysið um ýms málefni, sem miklu gæti valdið til betra viðhorfs um ýmsar nauðsynlegar framkvæmdir. Hver sem lítur yfir heildar- svipinn á þjóðlííinu, mun fljótt komast að þeirri niðurstöðu, að svipleysi meðalmenskunnár sé það, sem mest ber á. Svipbrigði sérstakra eiginda eru engum auðsæ, nema ef telja skyldi afskræmis-yfirbragð ýmsra öfgakenninga. Og einnig ber mikið á þykkjusvip persónu- iegra skamma, um sum þau at- riði, sem sízt ætti að valda deilum. Annars er drunginn og lognmókið það, sem skapar heildarsvipinn á mönnum og málum. Einna augljósast kemur þetta fram i þögninni og afskiftaleys- inu um ýmsar umbótatillögur, sem komið hafa fram á síðustu árum og birzt hafa i ræðum og ritum ýmsra mætra manna. Sumar þær tillögur hafa átt betra hlutskifti skilið, en hljóðleikann og afskiftaleysið, sem lykst hefir um þær strax eftir lestur og íyrstu umhugsun. Mörg nýmæli og umbótatil- lögur, sem komið hafa fram á siðustu árum, hefðu átt að geta valdið miklu meiri umræðum en orðið hefir, og hlotið óskift- an áhuga allra þeirra, sem hafa önnur og meiri áhugamál en órofinn svefn og fullan maga. Mun nú verða vikið að sum- um þeirra hér í Dagbl., en í þetta sinn aðeins að einu mesta nauðsynjarnálinu, sem œtti að vera efst á dagskrá þjóðmál- anna. — Guðm. Hannesson prófessor skrifaði grein í Eimreiðina 1922, sem hann nefnir: Hvernig getum vér bygt landið upp á 25 árum? Sú grein er ein af þeim merki- legustu, sem birzt hafa um það mál. Er þar bæði sýnt fram á nauðsyn framkvæmdarinnar og Stúlkan í selinu. Mynd sú sem nú er sýnd í Nýja Bío, er þjóðleikur í sex þátt- um eftir sænskan mann, Henning Ohlsen og lýsir lílinu á sænsku bændasetri, þar sem tveir synir eru á vaxtarskeiði 0« fuílir fjörs og gáska. Óðalsblóð rennur í æðum þeirra, en annar verður stúlku að gæfutjóni — í bili, en hún er söguhetjan sem hér sést myndin af: Birgit, sem Jessíe Wessel Ieikur snildar vel. — Þarna sést hin »Sögurika Svíabygð« í tign sinni og synir hennar og dætur, sem búa við misjöfn kjör og heyja baráttu við lund sína og ástriður. Þessi myhd er fróðleg og falleg og hafa allir gölt af að sjá hana. bent á úrræði til að koma henni fram. Húsnæðismálin eru efst á dag- skrá hjá flestum þjóðuni, nema okkur. Mun þó óvíða vera brýnni þörf á bættu skipulagi og skjótam framkvæmdum í því máli en einmitt bjá okkur. Menningarstig hverrar þjóðar sést einna fyrst og augljósast á því hverjar kröfur hún gerir til hýbýlaskipunar sinnar. Stýll og ástand bygginga lýsir betur menningarstigi þjóðarinnar, en langur lestur fræðirita. Sú þjóð, sem vill ekki láta telja sig til »skrælingja« verður að gela sýnt betri heildarsvip af hýbýlum sínum en við get- um enn þá gert, meðan það skipulagsleysi og kumbaldahátt- ur er ríkjandi, sem við eigum nú að búa við. Hér í höfuðstaðnum er ekki hvað slzt þörf á að hafist sé handa, þvi að hér er skipulags- leysið og kotungsbragurinn einna mest áberandi. Er ilt að svo- nefnd höfuðborg landsins skuli ekki vera skipulegar bygð en út- kjálka fiskiþorp né meira sam- ræmi í byggingunum. Húsnæðismálið er, eins og áður er vikið að, eitlhvert mesta menningarmál vort, og því er ekki brýnni þörf á öðru, en að það sé rætt sem bezt og vandlegast af þeim mönnum sem haldbesta þekkingu hafa á þvi sviði. Má þeim umræðum ekki linna fyr en viðunanleg úr- lausn er fengin og málið komið á þann rekspöl, að ugglaust sé um nauðsynlegar framkvæmdir. -m. -n.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.