Dagblað

Tölublað

Dagblað - 12.05.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 12.05.1925, Blaðsíða 1
Priðjudag 12. maí • 1925. I. árgangur. 83 tölublað. EGNSKYLDUVINNAN mun vera eitthvert merkasta ný- mælið, sem fram hefir komið um langt skeið á landi hér. Málið var upphaflega borið fram af Hermanni heitnum Jón- assyni frá Þingeyrum. Kom hann með þingsályktunartillögu þar að lútandi á Alþingi 1903, og var hún samþykt í neðri deild með öllum atkvæðum gegn einu. Eftir tillögunni átti landsstjórn,- in að leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga um almenna þegnskylduvinnu. Stjórnin bar ekki gæfu til að undirbúa málið, né bera það fram á ný, enda var strax lagst þunglega á móti því, bæði innan þings og utan. Mál- inu var samt haldið vakandi, og voru það einkum ungmenna- félögin, sem beittu sér fyrir framgangi þess. En hvorttveggja var, að þau fylgdu málinn ekki óskift, og voru einnig ung og ekki búin að ná þeirri festu í þjóðfélaginu, sem þau hafa afl- að sér síðan. Mestu mun þó hafa valdíð um að málið fékk ekki betri úrlausn, en raun varð á, að hafin var mjög illvíg her- ferð af einstökum mönnum gegn framgangi málsins, og með skæklatogi og ýmsum öfgalýs- ingum reynt að gera úr því þá grýlu, sem . aimenningur yrði hræddur við. Vafasamt er hvort annað hefir verið ver ráðið, um afstöðu til þjóðmála vorra nú um langt skeið, en mótspyrnan sem hafin var gegn þegnskylduvinnunni. Unnu þar sér engir til frægðar, en margir til óhelgis, og má telja víst að málið sætti ekki eins ákveðinni andstöðu nú, ef það væri borið fram á ný. Munu margir, sem lögðust gegn *nálinu þá, hafa skift um skoð- siðan við nánari athugun, jafnvel vera því fylgjandi, að þegnskylduvinna komist hér á. Á síðasta Alþingi (1924) fluttu Þeir Ásgeir Ásgeirsson og Magn- úr Jónsson tillögu »til þingsál. um undirbúning til þegnskyldu- vinnu«. Átti stjórnin »að skipa nefnd til þess að rannsaka mögu- leikana fyrir því að koma hér á þegnskylduvinnu og undirbúa málið undir næsta þing«. Tillagan var samþykt i neðri deild, en dagaði uppi í efri deild, og hefir siðan lítið verið rætt um þetta mál. — Eitt af þeim stórmálum, sem þegnskylduvinnan gæti komið í framkvæmd, er endurbygging landsins á skömmum tíma. í hinni mjög merkilegu ritgerð Guðm. Hannessonar um upp- byggingu landsins á 25 árum, sem Dagbl. vék að í fyrradag, kemst hann að þeirri niður- stöðu, að eina úrræðið til að koma því i framkvæmd á svo skömmum tíma, sé einmitt þegn- skylduvinna. Þetta eina mál, endurbygging landsins, er svo mikið nauðsynjamál, að það eitt er meir en nóg til að lög- festa hér þegnskylduvinnu. Og ^örfiu á þessum umbótum og oðrum er svo brýn, að ekki æíti að þurfa að biða árum saman eftir framkvæmdum, þeg- ar viðunanlegt úrræði er fundið. — Sú gagnsemi, sem þegn- skylduvinna gæti valdið hér á landi, verður ekki með tölum talin. Á öllum sviðum bíða verk- efni úrlauánar, og í fyrirsjáan- legri framtíð er ekki hægt að benda á annað hagkvæmara úr- ræði, til að þoka þeim áleiðis, en einmitt þegnskylduvinnu í einhverri mynd. -m. -n. Gnðm. Einarsson frá Miðdal og Osvald Knudsen málari eru nú komnir til Rómaborgar. Kom skeyti þaðan frá þeim í gær, og hafa þeir þá verið 3 vikur á leiðinni frá Miklagarði til Róma- borgar. V öluspá. ii. Níu man ek heima, níu iviði, segir völvan. Hafa þau orð þótt myrk mjög, sem vonlegt er, en a. m. k. má fá i þau góða hugs- un, með þvi að skilja eins og hér er gert. Ef ritað er ekki íviði, heldur í viði, þá þýðir þetta: ek man níu heima, og í þeim níu viði (tré). í hverjum heimi, það er, á hverri af þess- um níu jarðstjörnum, sem völv- an talar um, grær og kvíslast tré lífsins. En upphaf lífsins bér á jörðu er lífgeislan frá annari stjörnu, eins og höfuðspekingur- inn Pyþagoras gaf í skyn fyrir löngu. Og afareftirtektarvert er nú, að einnig í norrænum fræð- um kemur fram nokkur vit- neskja um líf frá stjörnu til stjörnu. í Vafþrúðnismálum 43. vísu (sbr. áðurnefnda bók próf. Nordals, s. 36) segir: Niu kom ek heima fyr niflhel neðan hinig deyja úr helju halir. Það eru mikilsverð sannindi í líffræði, sem þarna er vikið á. Menn deyja aftur eftir dauðann, og geta dáið til æ verri staða, þegar illa er stefnt. Það er nokkuð mikill misskilningur, þegar sagt er, eins og oft má sjá, að skelfingu dauðans sé lokið, ef menn vita, að lífið heldur áfram þrátt fyrir dauð- ann. Dæmin sýna, að þeir sem ekki hræddust sjálfan dauðann, voru hræddir við lífið eftir dauðann. Og þa|ð er hætt við, að sú hræðsla hafi verið oft ekki ástæðulaus. En þegar vel verður, þá hættir dauðinn að vera hræðilegur. Að deyja er þá aðeins að sofna og vakna svo aftur i öðrum stað og hafa þá nýjan og betri líkama. En tak- markið er það, að ná þeim yfir- ráðum yfir öflum náttúrunnar,

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.