Dagblað

Tölublað

Dagblað - 12.05.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 12.05.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ að líkaminn geti ekki spilst og menn haíi hann svo á valdi sinu, að þeir geti látið hann koma fram hvar í heiminum sem er. En raunar verður þá ekki um menn að ræða, heldur guði. Eða guð, sem er einn, en þó óendanlega margar persónur. Eins og ég mun geta nánar um i annari grein, þá má segja að heimurinn sé tilraun guðs til að gera sér aifullkominn líkama úr hinu ófullkomnasta efni. Breyta því sem ófullkomnast getur orðið í alfullkomnun. Alt líf á að verða guðlegt, en þar sem helstefnan ræður, er ekki komið á þá leið. Þar er þörf á þessari miklu stefnubreytingu, sem nú fer í hönd hérna hjá oss, á útjaðri vitheims. Helgi Pélarss. Ping-tíðindi. Strandferðir. Fjórir þm. í Nd. bera fram till. um að skipa milliþinganefnd til þess að gera till. um skipulag strandferðanna. í greinargerðinni segir svo: Strandferðirnar eru næsta ófuilnægjandi eins og þeim er nú fyrir komið. Ýmsir lands- hlutar verða mjög út undan og hljóta að dragast mjög aftur úr vegna samgönguleysis. Má t. d. minna á Austur-Skaftafellssýslu, suðurhluta og norðurhluta Múla- sýslna, Norður-Þingeyjarsýsu, ýms héruð við Breiðafjörð og víðar. Ur þessu verður að bæta hið bráðasta, því að þótt Esja sé gott skip, þá er engin von til þess, að hún geti fullnægt allri strandferðaþörfinni. Útveg8menn. Þrír þm. í Nd. flytja till. til þál. um að skora á ríkisstjórn að útvega í samráði við stjórn Fiskifélags íslands, skýrslur úr helztu verstöðvum landsins um kjör þau, er útvegsmenn verða að sæta þar, svo sem um upp- sátursgjald, verbúðaleigu, kvaðir þær, sem lagðar eru á afla báta, og fleira þessu viðvíkjandi. (Bæði þessi mál eru á dagskrá í N. d. í dag). Grænland og ísland. B. Sv., M. J. og Tr. Þ. bera fram till. til þingsályktunar um skipun nefndar til að rannsaka réttarstöðu Grænlands gagnvart lslandi og er hún þannig: Alþingi ályktar að láta fram fara rannsókn á réttarstöðu Grænlands gagnvart íslandi að fornu og nýju, og skipa í því skyni þriggja manna milliþinganefnd. Steinolínverslunia. Fjórir þingm. bera fram í sameinuðu þingi till. til þings- ályktunar um að skora á ríkis- stjórnina að gefa innflutning á steinolíu frjálsan frá næstu ára- mótum, en láta ríkisverslun með steinolíu halda áfram fyrst um sinn að því leyti sem þörf ger- ist til þess að tryggja nægan innflutning og sanngjarnt verð á olíunni. Þeir sem bera þetta fram eru þeir Sigurjón, Jón Auðunn, Magnús Jónsson og B. Líndal. Greinargerðin sem þessu fylgir virðist eigi alveg sjálfri sér sam- kvæm. Þar segir svo: Að áliti flutningsmanna hefir einkasala ríkisins á steinolíu undanfarin ár ekki náð þeim tilgangi, er henni var ætlað, að útvega landsmönnum ódgrari olíu (Ieturbreyt. hér) en þeir ella hefðu fengið. Hinsvegar viljum vér ganga það móts við þá, er góða trú hafa á þessum rikisrekstri, að ákveðið skuli, að ríkisverslun með steinolíu haldi áfram, eftir þvi sem þarf, til þess að tryggja nægan inn- flutning og sanngjarnt verð á steinolíu (leturbreyt. hér). Vantran stsyíirlýsi n g. Jón Baldviusson flytur tillögu nm að Nd. Alþingis álykti að Jýsa vantrausti á núverandi landsstj. Ei rnálið á dagskr Nd. í dag. Lagarfoss fór frá Hafnarfiröi á laugardagskvöldiö áleiðis til Eng- lands. Meöal farpega voru: Emil Nielsen framkvæmdastjóri og frú, Bjarni Porsteinsson vélfræöingur og frú. Til ’Ameríku fóru: frú Halldóra Petersen, Friðþjófur Jónasson orgel- leikari, Stefán Kristjánsson kaupm. frá Siglufiröi og Benedikt Benja- minsson úr Húnavatnssýslu. ^DagBíaé. Arni Óla. Patstjorn: G. Kr. Guðmundsson* Afgreiðsla Lækjartorg 2. skrifstofa Sími 744. Ritstjórn til viötals kl. 1—3 síöd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverö: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. í^túlkan í selinu. sýnd í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5. Borgin. Sjávnrföll. Síðdegisháflæður eru kl. 8,28 í kvöld. Árdegisháflæður eru kl. 9 í fyrra málið. Nætnrlæknir í nótt er Guðmundur Guðflnnsson Hverfisg. 35. Sími 644. Nætnrvörðnr er í Laugavegs- Apóteki. Listasafn Einars Jónssonar er opið á morgun kl. 1—3. Er öllum heim- ill aðgangur og er par margt að sjá einkennilegt og athyglisvert. Yorskóla hefir Barnavinafélagið »Sumargjöf« ákveðið að halda frá 14. p. m. til júníloka. Verður skól- inn haldinn í húsi Kennaraskólans undir umsjá Steingrims Arasonar. Barnavinafélagið »Sumargjöf« á pakkir skilið fyrir pessa framtaks- semi og má vona að menn noti sér petta tækifæri til að koma börnum sínum úr götusollinum undir góöra manna hendur og áhrif. — Má segja eitt um petta alt: félagið, skólastjór- ann og staðinn, að pað gefi vonir um verulega góðan árangur. Stúlkan í selinu. Fallið hafa úr umsögn um mynd pessa í sunnu- dagsbl. nokkur orð. í stað orðanna »fullir tjörs og gáska« komi: »og annar peirra fullur fjörs og gáska*. Mikil aðsókn er að mynd þessari og aðgöngumiðar uppseldir löngu fyrir sýningar. Lokadagurinn var í gær. Er nú margt aðkomumanna í bænum, flest sjómenn úr verstöðvunum hér sunn- anlands.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.