Dagblað

Tölublað

Dagblað - 13.05.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 13.05.1925, Blaðsíða 1
Miðvikudag 13. maí 1925. QúBlaé I. árgangur. 84. tölublað. HREINLÆTIÐ í bænum hefir áður verið gert að umtals- efni hér í Dagblaðinu, en ekki er það að ástæðulausu þótt oftar sé að þvi vikið. Göturnar eiga einna drýgstan þátt í óþrifnaðinum a. m. k. í ytra útliti. Annað hvort eru þær illfærar vegna aurs og bleytu, eða moldrykið þyrlast eftir þeim, við hvern minsta vindblæ. Þeg- ar hvassviðri eru, má seg)a að ófært sé um þær vegna ryksins, sem alstaðar þyrlast um og leit- ar inn í hvern krók og afkima. Hurðir og gluggar verða ,að vera harðiokaðir ef ekki á að vera jafn illlífl inni og úti. Jafnvel útsýnin byrgist því þykt ryklag sest á gluggana og er oft alt annað en fallegt að sjá glugga við sumar aðalgöturnar eftir vætu- lausa rokdaga. Af tvennu illu er bleytan jafn- vel skárri en moldrykið, a. m. k. er hún ekki eins óholl og hægara að verjast gegn henni, því hér fást víða vaðstígvél! t*essar bæjarplágur, bleytan og rykið, munu haldast hér í hendar meðan gatnagerðinni er ekki komið í betra horf en nú er. En um leið mætti benda á það, að þær götur sem með ærnum kostnaði er búið að gera svo, að sæmilegar geta talist, mætti gera aðgengilegri yfirferð- ar í þurkatið, með þvi að dæla á þær vatni einu sjnni hl tvisv- ar á dag eftir þörfum. Nú ætti bærinn þó að hafa þau ráð á vatni, að ekki yrði vatnsþurð þótt liokkiu væri eytt til að minka moldrykið, þótt ekki væri ncma í miðbænum. Þá er að minnast örlítið á for- ina þessa ættarfylgju Reykjavík- ur frá fyrstu tið. Hvergi er forin eins áberandi og ill yfírférðar og niður við höfnina og þar er óþrifnaðurinn á hæztu stigi í þessum bæ. Hjálpast þar all til: laus ofani- burður, lekar grútartunnur, kolasalli og saltleyfar, og svo ýmislegt rusl til uppbótar. Það- an berst forin inn í miðbæinn, þornar þar og fýkur og gerir þennan þrifalegasta bæjarhluta lítið betri en aðra, sem minna hefir verið kostað til. t*á má minnast á hvernig út- lits er umhverfis húsin. Virðist mönnum vera mjög mislagðar hendur uin að gera þrifalegt umhveríis hýbýli sin. Sumstaðar er alt sópað og þrifið daglega bæði framan við húsin og að húsabaki, en annarstaðar er al- drei gert neitt til þrifnaðarauka nema hin takmarkaða hreinsun sem bærinn sér um og er fram- kvæmd á hinn óheppilegasta hátt. Mætti í því sambandi minna á að mjög óviðeigandi er, að ösku- og sorpilátin skuli vera hreinsuð að deginum til hvernig sem veður er og þetta flutt eftir aðalgötun um umhádagin, í stað þess að gera þetta að nóttunni eins og er um salernahreinsunina. Pá má geta þess, að heppi- legri staði hefði mátt velja undir bæjarsorpið en gert hefir verið. Hefir það verið til mikils óþrifn- aðar þar sem það hefir verið Iátið, því það er hvorki til þrifn- aðar né heilnæmis að búa til úr því vegi í sjálfum miðbænum. Engu betra er að láta það á væntanleg byggingarstæði eins og nú er gert við hringbrautina og má því segja að hver silki- húfan sé upp af annari á allri framkvæmd á ræstingu bæjarins. Petta er því vítaverðara sem þessu mætti mjög hæglega kippa 1 betra horf eins og bent er til hér að framan. ÖIl sorphreinsun ætti að fara fram að nóttunni og sjálfvalinn staður fyrir »affermingu« sorps- ins er vikið vestan við granda- garðinn. — Pað ætti að vera eitt af mestu áhugamálum bæjarbúa að auka hreinlætið í bænum, þvi þetta ástand sem hér er nú, er óvið- unaudi. Barnafr æðslan í Reykjavík. t blaðinu Stormi hafa komið fram þungar ásakanir á hendur Rarnaskólanum. Vegna þess að likar aðfinslur eru á sveimi manna á meðal, er ekki hægt og ekki rétt að þegja við þeim, og það því fremur, sem nú á að fara að reisa nýtt skólahús og auka barnakensluna. Skólinn er sakaður um aga- leysi og að börnin séu mjög vankunnandi. — Enginn vafi er á þvi, að eitthvað er að, en spurningin er sú, hvar orsökin er. Almenningur skellir skuld- inni auðvitað á skólann og kennarana, af því að það sýn- ist nú liggja næst. — En sann- ast mundi það, að þótt öllu yrði rótað um og nýju kennara- liði boðið út, þá mundi samt ekkert batna, enda liggur aðal- orsökin annarsstaðar og fyrir utan skólann. Þeir, sem nenna að hugsa málið og leita dýpra en á efsta yfirborðinu, sjá það strax, að landið færðist of mikið í fang, þegar það tók að sér uppfræðslu allra barna á landinu. Að þetta er ofurefli, það sannast daglega, og þó einkum í kaupstöðunum, þar sem fjölmennið er mest. Erfiðleikarnir í sveitunum eru alt annars eðlis, og skal ekki um þá rætt hér. Hin opinbera skyldubarna- fræðsla er ofurefli af tvennum ástæðum: 1. Hún kom of snemma og undirbúningslaust. 2. Hún leggur stund á of margar námsgreinar. Fyrir þá, sem óska að kynna sér almenna möguleika fyrir þjóðnýtingu, er hér hið ákjós- anlegasta dæmi, því að opinber fræðsla er ekkert annað en eins- konar samnýting og samyrkja á sviði, sem einstaklingarnir ein- yrktu áður hver í sínu lagi.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.