Dagblað

Tölublað

Dagblað - 13.05.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 13.05.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Ég sagði, að þessi opinbera skyldusamfræðsla hafi komið of undirbúningslaust. Aðrir munu segja, að nú hafi um langan aldur i öllum löndum verið samfræðsla á svo mörgum svið- um, bæði gagnfræðaskólar, mentaskólar, háskólar og sér- skólar fyrir ýmsar atvinnu- greinir. Reynslan fyrir sam- fræðslu í skólaformi hefði þvi átt að vera fengin. Barnaskólar hafa og lengi tíðkast og gefist vel með góðri stjórn. Þetta er rétt. En í hverju er þá hið nýja erfiði skyldufræðsl- unnar fólgið?. í fyrsta lagi í því, að hún leiðir af sér skylduskóla, sem sóttir eru með alt öðrum hug en frjálsir skólar. í öðru lagi hefir landið tekist á hendur að fræða alla jafnt, sem er óvinnandi verk, og hlýt- ur að lama getu skólanna og veikja sjálfstraust þeirra á þann, hátt, er ekki verður með tölum talið. t*að þarf ekki langrar útskýr- ingar við, að skólar, sem menn sækja í alveg ákveðnum til- gangi, til þess að skapa sér hæfiieika til að ná 1 betri að- stöðu í þjóðfélaginu, þeir standa ólíkt betur að vígi en þeir skól- ar, sem allir eru jafnt skyldaðir til að sækja, án alls tillits til námsvilja og námshæfileika. Þegar þetta er alt athugað, verður útkoman sfzt verri en við mátti búast. Fjöldi manna, sem sendir nú börn sín í skóla vegna skyldunnar, hefir ekki ennþá fengið tækifæri til að skilja hvers virði fræðsla er, eða bvað bún er. Enginn föð- urlegur áhugi fylgir börnunum i skólann, á því að nota sér sem bezt þessi nýju hlunnindi, heldur yfirgnæfir hugur aðfinsl- unnar, sem alla tfð og æfinlega mætir óverðskulduðum gæðum. Foreldrarnir taka það svo, sem að af þeim sé létt miklum hluta uppeldisskyldunnar. Heimtufrekja manna í þessu efni er oft alveg gegndarlaus, þótt mönnum ætti að geta skil- ist, að skólarnir geta ekki og eiga ekki að ganga börnunum i foreldra stað; þeir gera vel, ef þeim tekst að sjá um þá fræðslu, sem þeir eiga að inna af hendi, — og það er þeim lika gert ókleijt, ef foreldrar og forráða- menn barnanna standa skyn- lausir gagnvart skólunum og því verki, sem þar á að vinna! Þar sem svo er ástatt að menn vanmeta og vanþakka þær end- urbætur sem samyrkjan hefir í för með sér^ þar er húh ekki tfmabær, því að hún spillir þá líka fyrir sjálfri hugsjóninni. Ef skólaskyldan hefði færst minna f fang í byrjuninni — hefði hún verið takmörkð að- eins við lestur, skrift og reikn- ing, þá hefði betur farið. Fá hefði verkefnið verið betur at- markað fyrir alla hlutaðeigend- ur, og verkið hægt að vinna á heilbrigðari grundvelli. Enda mátti jafnhliða þessu gefa öllum tækifæri til frekara lærdóms eftir frjálsu vali. H. J. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður eru kl. 9,35 í kvöld. Árdegisháflæður eru kl. 10,10 á morgun. Nætnrlæknir í nótt er Jón Hj. Sig- urðsson Laugaveg 40. Simi 179. Nætnrvörðnr er í Laugavegs- Apóteki. Franskar flskiskntnr hafa nokkrar komið hér inn undanfarna daga og liggja hér ennþá. Rcykvískn þilskipin eru nú komin inn, heflr afli þeirra verið nokkuð misjafn á vertíðinni. Seagull heflr flskað 33 þúsund Björgvin 29 þús. Keflavikin 25 þúsund. Botnvörpnngarnir. t gær komu af veiðum Jón forseti með 64 tn. og Gulltoppur með 91 tn. lifrar. Esja var á Sauðárkrók í morgun á vesturleið. Margt nðkomumanna er nú í bæn- um. Hafa öll gistihús verið yfirfull undanfarnar nætur, og mun mörg- um hafa veizt erfitt að fá einhver- staðar inni. Dr Jón Helgnson bisknp átti 30 ára prestvigsluafmæli í gær. Húsnæðisekla er hér töluverð og mikil eftirspurn að húsnæði. Eitt- hvað mun samt rætast úr henni um og eftir krossmessuna, því *ú)acjBlaé. I Arni Óla. Ritstjórn: | g. Kr. Guðmundsson. Af^ðsla I Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals ki. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Augiýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Stúlkan í selinu sýnd í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5. mörgum íbúðum er haldið lausum ennþá, i húsum sem eiga að seljast. Sagan getur ekki komið i blaðinu í dag. Ping’tíðindi. í gær voru langir fundir í báðum deildum, og fundir í sameinuðu þingi fyrir og eftir deildafundi. í Ed. voru samþykt lög um breyting á lögum um kosningar til Alþingis, lög um sérleyfi til að reka útvarp, og breytinga- og viðaukalög um tekju- og eignaskatt. í Nd. voru lögin um seðla- útgáfu samþykt, og einnig var frv. til laga um Ræktunarsjóð íslands samþykt, og er þar með orðið að lögum. Frv. til laga um verslunar- atvinnu var til 3. umræðu og afgreitt til efri deildar. Nokkr- um málum var frestað, þar á meðal húsaleigulögunum og van- trauststillögu Jóns Baidvinsson- ar á stjórninni. — Steinolíumálið var til um- ræðu á fundi í sameinuðu þingi, og var einkasalan feld eftir. snarpar deilur, og er steinolíu- verslunin þar með gefin frjáls frá næstu áramótum.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.