Dagblað

Tölublað

Dagblað - 14.05.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 14.05.1925, Blaðsíða 1
Fimtudag 14. maí 1925. I. árgangur. 85. tölublað. ŒagSlaé BÚSTAÐASKIFTI hafa margir í dag hér í borginni, eins tiðkast um þetta leyti árs. Krossmessa er vanalega talin vera á þessum degi, en hún er umliðin fyrir nokkru. Var 3. maí. En vinnuhjúaskildagi er í dag, og hafa nú piltar og stúlk- ur vistaskifti. Vetrarvertíð er lokið, og menn flytja hópum saman frá ver- stöðvunum heim til sín, eða til annarar atvinnu, annaðhvort til sveita eða sjávar, sumir með góðan arð af atvinnu sinni, aðrir með minna, eins og gerist og gengur. En það sem sett hefir, og setur enn, sérstakan blæ á bæj- arlífið hér á þessum degi, auk flulninganna frá verstöðvunum hingað og héðan aftur, eru flutn- ingarnir frá einu húsi til ann- ars, einni íbúð til annarar. Fessi tilbreyting er þeim einum f'agnaðarefni, sem flytja í betri bústaði, en flestum mun það kval- ræði og til leiöinda, að breyta til. Það er og meira en lítið erfiði, sem búferlaskiftum er samfara. Alt er rifið niður og tekið saman, og flutt á vagni eða bifreið í nýja bústaðinn; er þá eftir að koma öllu fyrir aftur og í samt lag, og tekur það oft alllangan tíma, nnz lokið er. Einkum kemur þetta tilfinnanlega niður á húsmóður- inni, sem svo verður að skila af sér öllu hreinu og fáguðu, þar sem hún hefir verið og hennar skyldulið. Er að vísu misjafnlega gengið eftir að kvöð þessari sé fullnægt, og ekki hef- ir það ósjaldan komið fyrir, að sá er flytur verður að gera hreint á báðum stöðum, — þar sem hann var, og þar sem bann er kominn. Er viðskilnaðurinn misjafn, og vandvirkni og hrein- læti á misjöfnu stigi. Sumir mega ekki vamm sitt vita, eins í þessu efni sem öðru, en aðrir sýna hér sama kæruleysið sem endranær. — Bústaðaskifti valda ýmisleg- um erfiðleikum, meðan á þeim stendur, og þótt menn verði að sætta sig við breytinguna, er mörgum þungt niðri fyrir þessa dagana. Og þó er eitt verst. Húsaeigendur vilja margir fyrir hvern mun losna við húseignir sínar, og halda þeim óleigðum fram á siðustu stund. — Hafa húsaleigulögin valdið þessu, og eins því, að enginn þorir að byggja yfir sig. þótt hann geti, nema hann eigi ekki annars úr- kosti. — Þannig er því varið bæði haust og vor. Verða því sumir að flytja búferlum tvisvar á ári. Er þetta að vísu gamall siður, en ófær eigi að síður. Ætti að nægja að hafa einn upp- sagnartima, annaðhvort haust eða vor. Haustið er síður til þess fall- ið, vegna þess að um mánaðar- mótin sept. og okt. er oft óþrifa- tíð og allra veðra von. Vorið verðar þá að sjálfsögðu fyrir valinu, og er þá jafnvel ekki úr vegi að færa flutnings- tímann fram til 1. júní. Er þá að jafnaði orðið hlýrra, götur þurrar og meiri kyrð á bæjar- lífinu en nú, upp úr vertíðar- lokum. Auk þessa virðist eðli- legra að binda uppsögn við mánaðamót, en ekki við miðjan mánuð. Kemur þessi tími og heim við flutningsdaga í sveitum — far- daga, svo sem hefir verið frá ómunatið og er enn. Þessu vill Dagbl. skjóta fram þeim til athugunar, sem hlut eiga að máli. Ætti þessi breyting að verða til hægðarauka og hugarléttis mörgum, einkum eftir að húsa- leigulögin verða afnumin og menn fara að lifa eins og frjáls- ir menn í frjálsri borg. Notkun tilbúins áburðar Áburðurinn er annað aðalskil- yrðið fyrir aukinni ræktun, hitt er góð vinsla á jarðveginum með tilliti til þeirra afnota sem hann á að svara. Hér í Reykjavík og í öðrum kaupstöðum er varla að tala um húsdýraáburð svo nokkru nemi, sízt svo mikinn að nokkru af honum megi verja til nýrækt- unar. Ef ræktuninni á nokkuð að miða áfram verður að leita annara ráða með áburðaröflun og er þá ekki annað að venda en til útlanda og kaupa þaðan tilbúinn áburð. Fyrir örfáum árum var fyrst farið að flytja hingað inn tilbúinn áburð og hefir notkun hans aukist mjög hin síðari árin. Hefir hann reynst þannig að það getur gef- ið góðan arð að nota hann, þóit hann hafi verið fremur dýr í innkaupi. Bezt not verða af til- búnum áburði ef hann er að- eins borinn á annað árið en húsdýraáburður hitt. Samt má sumstaðar bera hann á í fleiri ár samfleytt, með góðum árangri og veldur þar mestu um hvernig jarðvegurinn er. Hér í Reykjavik hefir áburð- arþörfin aukist mjög á síðustu árum, vegna þeirrar nýræktar sem hér hefir verið hafin og það i stórum stil eftir okkar mælikvarða. Og nú er notkun útlenda áburðarins farin að aukast í sveitunum jafnhliða nýræktinni sem þar er hafin. Eins og allir vita hefir ekkert tafið ræktunina í sveitunum eins og áburðar- skorturinn, en úr þeim skorti ætti nú að vera bætt að miklu leyti með innílutningi útlends áburðar. Búnaðarfélag íslands gaf út fyrir nokkrum árum, handhæg- an leiðarvisir um notkun tilbú- ins áburðar. Þann leiðarvísir ættu allir að hafa við hendina

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.