Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 14.05.1925, Side 2

Dagblað - 14.05.1925, Side 2
2 DAGBLAÐ Frá í dag til langardags 16. þ. m. yerða seld fataefni raeð miklnm afslætti og TAUBÚTAR raeðan endast. Notið tækifærið og fáið ykknr ódýrt í föt — kæði á yngri og eldri. Afqr. Álafoss. Sími 404. Hafnarstr. 17. sem nota útlendan áburð, því auðvitað skiftir það miklu að bann sé notaður á beppilegasta hátt. íslenzkur jarðvegur er svo breytilegur að mjög mismunandi efnablöndun þarf að vera í áburðinum svo að hann komi að fullum notum. Er því árið- andi, að menn viti hvaða áburð- arefni jarðvegurinn þarf á hverj- um stað svo hægt sé að bæta úr því eins og bezt er. Ræktun landsins eykst með ári hverju og eftir því verður áburðarþörfin meiri. Það virðist því vera orðið tímabært, að hugsa til að koma hér upp innlendri áburðarfram- leiðslu í svo stórum stil að full- nægt geti nýræktinni. Ættum vér þar að standa engu ver að vígi en t. d. Norðmenn og er þessu skotið hér fram til umhugsunar, því orðin eru til alls fyrst. Pmgftíðindi. , Úrjár þingsályktunartillögur voru samþyktár í Ed. í gær: Um skipun milliþinganefndar til þess að íhuga hvernig seðla- útgáfu rfkisins skuli fyrir komið, og aðra bankalöggjöf Jandsins. Um »frumdrætti að hressing- arhæli og starfsstöð fyrir berkla- veikt fólk« og þingsál.till. um skattskýrslur. — Mannanafnafrumv. Bjarna frá Vogi fór áfram til 3. umr. Fjármálafrumvarpið og frv. til laga um verslunaratvinnu voru tekin út af dagskrá. í Nd. voru húsaleigulögin 1. mál á dagskrá, en komu ekki til umr. vegna þess að neitað var um afbrigði frá þingsköp- unum til að ræða þau. Samþykt var þingsál.tillaga um skipun milliþinganefndar í strandferðamálinu, og önnur um skýrslur um kjör útvegsmanna. Frumvarpið um löggilta end- urskoðendur var sent til Ed. Till. til þál. um löggildingu mælitækja og vogaráhalda var feld með jöfnum atkv., 10 : 10. — f*á var vantraustsyfirlýs- ingin á dagskrá, en umræðum varð ekki lokið, þótt fundur stæði fram á nótt. Verður hún á dagskrá Nd. i dag. Mannanöfn. Allsherjarn. Ed. hefir ekki getað orðið algerlega sammála um frumvarp þetta. Minni hluti nefndarinnar, (J. J.), aðhyllist frv. óbreytt. En meiri hlutiun, (Jóh. Jóh. og E. P.), leggur það til, að háttv. deild samþykki frv. með þeirri breytingu að þeir ís- lenzkir þegnar og niðjar þeirra, sem bera ættarnöfn, er eldri eru en frá árinu 1913, haldi þeim; sama er og um þá menn erlenda, sem til landsins flytjast. Feir íslenzkir þegnar og börn þeirra, sem nú bera ættarnöfn, er upp eru tekin síðan árið 1912, halda þeim alla æfi. Verndnn sögnstaða. Jónas Jónsson flytur svolát- andi þingsályktun: Ed. Alþingis ályktar að skora á landsstjórnina að fela Þing- vallanefndinni að gera tillögur um verndun frægra sögustaða °g feggía þær niðurstöður fyrir næsta Alþingi, einkum þau tvö atriði, sem hér skal greina: A. Um verndun Þingvalla, bæði að því er snertir þinghelg- ina, skóginn og öll hin forn sér- einkenni héraðsins. B. Hvort tiltækilegt þætti að reisa bæi í fornum stíl á Berg- þórshvoli, Hlíðarenda og Hjarð- arholti í Dölum, og hve mikið það mundi kosta. V)ag6Iaé. ( Arni Óla. Ritstjórn: { Gi Kr, Guðmundsson. Afgrdðsla 1 Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Stúlkan í selinu sýnd í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður eru kl. 10,50 í kvöld. Árdegisháflæður eru kl. 11,30 á morgun. Nætnrlæknir í nótt er Daniel Fjeld- sted Laugaveg 38 Sími 1561. Nætnrvörðnr er í Laugavegs- Apóteki. Brynjólfnr Bjarnason frá Pverár- dal er nú kominn aftur til borgar- innar og rekur umboðssölustarf sitt sem áður. Býr á Hótel ísland fyrst um sinn. Andrés Jónsson fyr kaupmaður á Eyrarbakka á fertugsafraæli á morgun. Hásaloigulögin. Frumv. um afnám þeirra er næstefst á dagskrá í neðri deild i dag. Er pað 3. umræða. Ranði krossinn. Félag Rauða-kross- ins hér á landi hefir fyrir skömmu fengið tilkynningu um pað frá mið- stjórn Rauðakrossins i Sviss. að pað sé viðurkent sem þjóðarfélag fyrir ísland. Eimbátnrinn Hermóðnr, eða »vita- báturinn«, sem svo er kallaður fór

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.