Dagblað

Tölublað

Dagblað - 14.05.1925, Blaðsíða 4

Dagblað - 14.05.1925, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐ Jónatan Þorsteinsson Vatnsstíg 3. Símar 464 & 864. Hefir nú stærstar birgðir af Gólídúlmm, allskonar, V axdúkum, Divanteppum, Húsgagnafóðri, Gólíteppum, Margskonar Húsgögn, svo sem: Kommóður, Klæðaskápa, Servanta, Borð og Rúmstæði, fyrir fullorðna og börn. Allskonar húsgögn smíðuð eftir pöntun. Nokkuð fyrirliggjandi af hurðum og gluggum, sem seljast mjög ódýrt. — er nú um garð gengin. í þriðja lagi hefir kaupgeta fólks hér á landi verið í meira lagi, svo að kaupmenn hafa ekki orðið að lækka vöruverð vegna oflítillar eftirspurnar. Á þessu eru nú orðnar þær breytingar, að þótt tollur hafi nú verið hækkaður á ýmsum óþarfa, þá lækkar hann á allmörgum hinum nauðsynlegri vörum. Þá hefir orðið mikil lœkkun (ca. 20 —25°/o) á kornvörum eriendis, sem blöðin hafa einhvernvegin gleymt að segja frá. Þriðju breyt- ingunni ræður fólkið sjálft, hvort það heldur áfram að kaupa með sömu áfergjunni og hingað til, eða það takmarkar sig eftir megni og bíður eftir hinni sjálf- sögðu verðlækkun, sem nú á að koma og sem nú hlýtur komal Neytandi. íslandsmál i erlendum blöðum. Jónas Kristjánsson ungur maður frá Norðurlandi, er nú í Danmörk og ætlar að læra þar mjólkurbústjórn. Hefir Aage-Meyer Benedictsen snúið sér til Lorentzen mjólkurbú- stjóraj í Bredebo á Suður-Jót- landi, fyrir hans hönd, með beiðni um að kenna honum. Leifar Gnðmnndsson stúdent (sonur Guðm. Hannes- sonar prófessors) gengur nú á sjóliðsforingjaskólann danska og ætlar sér, að afloknu námi að gerast foringi á íslenzkuvarðskipi. Skuld við dönskn póststjórnina. í Danmörku hefir smám sam- an safnast skuld fyrir greiðslu á íslenzkum póstávísunum og er nú orðin 5 miljónir króna. Á íslandsbanki að greiða póststjórn- inni dönsku þessa upphæð. Samningar hafa tekist um greiðslu á þeim grundvelli, að reiknaðir eru 6% vextir frá 1. janúar og framvegis, þó aldrei nema ^/^lo hærri en forvextir Nationalbank- ans. íslandsbanki greiðir þegar x/2 miljón kr. í afborgun og síð- an 300 þús. kr. á ári í 15 ár. Verður skuldin þá að fullu greidd 1940. Á danzleik, sem haldinn var hjá sendiherra Czecho-SIovaka í London fyrir skemstu, hafði kvenþjóðin klætt sig í þjóðbún- inga. Þar'var ein í íslenskum skautbúningi, greifynja Damska, dóttir danska sendiherrans Pre- ben Ahlefeldt-Laurvigs greifa. Takið eítir! Þið, sem eigið eftir að gera kaup á LINOLEUM-GÓLFD0KUM og VAXDOKUM fáið þá hvergi eins ódýra og smekklega, eins og hjá undir- rituðum. Aðeins lftið eftir. Hjörtur Hansson Kolasnndi 1. Sirs, Tvisttau, Lastingur og Damask SæignmraefBi. Sængurdúkur, fiðurhelt léreft, dúnhelt léreft lakaléreft, einbreitt lé- reft, handklæðadregill, tvisttau, flónel. Lang ódýrast og stærst úrval i BRAQNS-VERSLUN Aðalstræti 9. íslenzk iðnsýning- í Færeyjum. Pað er í ráði að Halldóra Bjarnadóttir hafi sýningu á ís- lenzkum heimilisiðnaði í Þórs- höfn á Færeyjum í sumar. Hefir hún farið fram á það að fá hús- næði ókeypis og að færeyskar konur komi um leið á sýningu á heimaiðnaði þar. Er ætlast til þess að sýningin standi í 3 daga, 28., 29. og 30. júlí.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.