Dagblað

Tölublað

Dagblað - 15.05.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 15.05.1925, Blaðsíða 1
Föstudag 15. maí 1925. ÍÞaaðfað I. árgangur. 86. tölublað. YEGURINN til Hafnarfjarðar er aldrei góður, oftast slæm- ur og stundum alveg ófær. Enginn vegur er eins fjölfarinn á landi hér og ætti þvi að mega vænta að honum væri meiri sómi sýndur en raun er á. Að vísu hlýtur vegurinn að slitna meira en aðrir vegir, vegna hinnar miklu umferðar, en það veldur þó ekki mestu um hve hann er slæmur yfirferðar. Vegurinn er gerður á mjög mishæðóttu landi og lausum jarðvegi og einnig illa gerður í upphafi, en lengi býr að fyrstu gerð. Árlega er kostað miklu fé til aðgerðar á þessum vegi, en það hefir reynst svo að það beri ekki þann árangur sem æski- legt væri. Vegagerð á landi hér hefir til skamms tíma verið mjög bágbor- in og mætti skrifa langt mál um legu og gerð íslenzku veganna. Þetta sinn verður þó að eins farið orðum um Hafnarfjarðarveginn og mun margur telja að ekki sé að ástæðulausu. Það tjón sem slæmir vegir valda á fjölförnum leiðum, verð- ur ekki með tölum talið. Of mikil tímaeyðsla, mikið siit á öllum fiutningatækjum og ýms óþægindi vegna ástands vegar- ins eru helztu liðirnir sem taka verður í þann reikning. Eins og áður er vikið að, er hvergi meiri þörf á góðum vegi en milli Hafnarfjarðar og Rvík- ur vegna hinnar stöðugu um- ferðar og miklu flutninga á jþessari leið. ' Fyrir nokkrum árum var byrjað að leggja nýjan veg milli Hafnarfjarðar og Reykja- víkur. Átti hann að vera breið- ari og vandaðri að allri gerð en aðrir vegir hér, og liggja eftir nýrri leið, sem að flestu tekur þeirri gömlu langt fram. Björn í Grafarholti mun fyrst- ur manna hafa bent á hvar vegi milli þessara staða væri bezt fyrirkomið. Var eftir þeirri leið farið þegar gerð voru þau minnismerki íslenzkrar fram- takssemi, sem síöan eru öllum til sýnis í Sogunum, hjá Breið- holti og í Hafnarfjarðarhrauni. Tugum þúsunda var varið til þessarar nýju vegagerðar, eitt ár var að henni unnið, og síðan ekki við henni breyft, varla á hana minst. Vafalaust er leiðin inn Sog, neðan við Breiðholt og fram hjá Vífilstöðum sú heppilegasta sem hægt er að velja milli þess- ara staða. Það var því vel ráðið er þessi leið var valin, hefði framkvæmdirnar orðið þar eftir. Samgöngurnar milli Hafnar- l fjarðar og Reykjavíkur geta aldrei orðið góðar <íyr en kpm- inn ér nýr og velgerður vegur eftir þeirri leið sem er greiðust og halla minst milli þessara staða. Vegarspottarnir sem gerðir voru fyrir nokkrum árum eru á réttri leið, en auðvitað koma þeir aldrei að neinu gagni nema verkinu sé haldið áfram. Er einnig á það að lita, að við höfum illa ráð á að fleygja mörgum tugum þúsunda til einkis gagns, eins og þarna hefir verið gert, ef ekki er haldið áfram. Samgöngurnar milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur eru orðnar svo miklar og aukast með ári hverju, að full þörf er á að þeim sé komið í það horf að viðunandi séu. Heppilegasta úrræðið til þess er að byggja nýjan veg eftir þeirri leið, sem þegar er valin, og fyr en þáð er komið í framkvæmd má kröfunum ekki linna urh þessa sjálfsögu samgöngubót. -m. -n. Járnbrautarmálið. Húsaleigulög'iia. Frv. til laga um húsaleigu í Reykjavík var samþ. til Ed. með 14 atkv. gegn 7. f tímariti Verkfræðingafélags- ins er komið erindi eftir Geir G. Zoéga vegamálastjóra um járnbrautarmálið ásamt skýrslu Sv. MöIIers hins norska járn- brautar sérfræðings er byggist á rannsóknum hans og mælingum árin 1922—23. Hefir bráða- birgðaskýrslu hans áður verið getið i blöðunum t. d. í Tíman- um 25. nóv. 1922, en aðalskýrslu sina til stjórnarráðsins sendi Möller í ársbyrjun 1924. Er mjög þarfiegt að hafa fengið þessa skýrslu út á prent, því að þá eiga menn betri aðgang að því að átta sig á þessu stórmáli, og það því fremur sem skýrslan er hin ljósasta í alla staði, mcð ýmsum töflum og teikningum og loks uppdrætti af brautinni og landslaginu i kring um hana alla leið. Frá stofnkostnaði og rekstrar- kostnaði hefir verið sagt áður opinberlega, en rifja má upp hið helsta. Brautin með öllu til hennar á að kosta 7 miljónir króna. Rekstrarafgangur er á 2. rekstr- arári áætlaður aðeins 8000 kr. en á 10. ári 223 þús. kr. Þareð ársvextir stofnkostnaðar verða árlega eftir útreikningnum 415 þús. krónur, þá vantar mikið á að brautin beri sig. Þessi áætlun er miðuð við að gullgildi is- lenzkrar krónu sé aðeins 58 aurar, en nú er hún komin upp i 67,5 gullaura, svo að ef mið- að er við þetta peningaverð lækka auðvitað ofangreindar töl- ur hlutfallslega. Geir vegamálastjóri segir áætl- un Möllers mjög varlega og ekki sýnilegt að hann geri sér far um að gylla fyrirtækið. Vegna þess, að komið hafa fram sterkar raddir um að hag- anlegra mundi að gera góðan bílveg í stað járnbrautar, hefir Geir gert áætlun um slíkan veg

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.