Dagblað

Tölublað

Dagblað - 15.05.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 15.05.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Verkamannaskýlið til afnota um stundarsakir fyrir húsnæöislaust fólk, sem bærinn verður að sjá, fyrir húsnæði. Barnaskólannm var sagt upp í gær. Vanskil. Verði vanskil á blaðinu eru kaupendur beðnir að segja til á afgreiöslu blaðsins og mun pað leiðrétt pegar í stað. Kosning Hindenburgs. Eins og frést hefir, vakti kosn- ing Hindenburgs ákafa gleði með- al allra hægri flokkanna í Þýzka- landi. Vinstri blöðin eru aftur bæði hrygg og reið og segja að með þessari forsetakosningu sé þeirri stefnuskrá, sem þýzka þjóðin var komin inn á, alger- lega kollvarpað, sem og öllu trausti Þjóðverja í útlöndum. Ensk blöð, þar á meðal Times, seggja að Þjóðverjar hafi í raun og veru kosið um lýðveldi eða keisaraveldi, og kosningu Hind- enburgs beri að skoða sem beina ögrun til Evrópuríkjanna. Breta- stjórn er aftur á móti varkárari í orðum og lætur lítið uppi, sem vænta má. Vantr aiTstiö . Tillagan til þál. um vantraust á núverandi landsstjórn var feld í Nd. í gær með 15 atkv. gegn 11. Grömul saga. Ýmsum snótum yfirbót ekki er skjót til ferða, krónur þrjóta’ og kœr\eikshót kulda mótuð verða. Jón S. Rergmann. cJfíálningarvörur: Blýhvíta, Zinkhvíta, Fernisolía, Þurkefni, Japanlakk. Lögnð málning. Ódýrar en góðar vörur. Yfir 120 tegundir af veggfóðri, frá 45 aurum rúllan af enskum stærðum. Hí. HLiti «& Ljós. í heildgöln: Veiflarlæri. Trawlgarn, Trawlvírar 27/8” Manilla, Fiskilínur, Lóðataumar, Lóðaönglar nr. 7 og 8, Lóðabelgir, 2 teg., Netagarn, 3 og 4 þætt. KR. Ó. SKAGFJÖRÐ Sími 647. Pa n e 1 til sölu með \ tækifærisverði. Afgr. vísar á. Sonnr járnbrantakóngslns. að biðja mig um bjálp. Við erum skildir að skiftum. Kirk las þetta bréf mörgum sinnum áður en hann gat til fulls skilið efni þess. En þegar hann að lokum sá hvað gamli maðurinn átti við, fór honum kalt vatn milli skinns og hör- unds. Leynilögreglumaðurinn var þá dauður! Og lögreglan var á hælum hans. Um annað gat ekki verið að ræða. Eða því skyldu þeir Higgins og hinir hafa flúið að öðrum kosti? Ef málið kæmi fyrir dóm, hlaut það að fara þannig, að hann yrði fundinn jafnsekur Higgins, vegna þess að hann hafði haldið manninum. Og hann hafði verið upphafsmaður að því hvernig fór. Líklega var kominn fram kæra á hendur honum um það að hann hefði verið valdur aö morði. Og hvað átti hann að gera ef faðir hans neitaði að hjálpa honum? Pen- ingar eru afl þerra hluta sem gera skal, en þegar hann var bæði peningarlaus og yfirgefinn af föður sínum, þá horfði ekki vel við. Pað var svo sem auðséð að gamli maðurinn hélt hann sekan, og þess vegna var þýðingarlaust að koma með neinar afsakanir. Pegar Darwin K. Anthony sagði að þeir væri skildir að skiftum þá var það alvara hans. Kirk náði sér í sæti út í horni á veröndinni og tók að hugsa málið betur. En eftir því sem hann hugsaði lengur um það, því alvarlegra fanst honum það. Og eitt var hann viss um, að til New York átti hann ekkert erindi. Par sem faðir hans mintist á heimsku lögreglunnar sýndi það honum að lögreglan vissi ekki hvar hann var niður kominn. En hve lengi gat hann verið óhultur um það? Og þýðingarlaust var það að reyna annan felustað. Fyrst og fremst skorti hánn fé til þess að komast burtu og í öðru lagi gat hanri ekki gengið undir fölsku nafni meðan hann var í Panama, því að hann var orðinn altof kunnur þar. Hann ákvað því að láta reka á reiðanum og sjá hvernig flóði fram yndi. Og skyldi hann verða tekinn fastur, varð hann að ná í Higgins eöa Ringold, eða einhvern af hinum til þess að færa sönnur á það, að hann hefði ekki ílúið vegna hræðslu. Að vísu gat það orðið erfitt að sanna það, að hann þefði farið óviljandi, en um annað var ekki að gera. — Svo gekk hann inn í veitingastofuna og keypti öll nýjustu blöðin frá New York. Par fann hann brátt það sem hann leitaði að. Par stóð öll sagan og fyrirsögnin var: Veitingamaður tapar borgarréttindum. Síðan fylgdi frásögn um það hvernig Padden hafði reynt að reka aftur áskanir um það að hann hefði verið við riðinn árásina á leynilög-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.