Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 15.05.1925, Qupperneq 4

Dagblað - 15.05.1925, Qupperneq 4
4 DAGB LAÐ Hvernig stendnr á því að ást- arsögur enda þar sem fólk giftir sig! Stúlkur og piltarl Hvað segir gifta fólkið um það? Þér verðið að hjálpa til að laga þetta ástand, svo að skáldin fái efni til að semja ljuffengt áfram- hald af sögunum. Ef þau geta það, þá fara menn að hegða sér eins. Nú hefi ég látið yður hafa hugmynd, en hún gæti kanske skapað aðrar nýjar hjá yður? Veröldin er einhvern veginn þannig löguð, að samneyti fram- leiðir svo margt. Hugmyndir eins og annað. Það ætti því að vera sérlega skemtilegt fyrir stúlkur og pilta að skrifast á og hugleiða framtíðina. Ég vil gerast milliliður í þess- um efnum fyrir yður, en fyrir það þarf ég að fá 2 kr. í eitt ár. Þér fáið þann tíma, frítt sent, alla lista yfir þá sem þér megið skrifa til. Sendið aðeins utanáskrift yðar til Leifs Sig- urðssonar í Eimskipafélagshús- inu, ásamt 2 kr. og það getur orðið til þess að þér finnið það sem þér hefðuð annars aldrei gert. Ef gifta fólkið vill leggja eitt- hvað til málanna lika, þá er það velkomið. Þeir sem vilja rita og fá svar undir dulnefni, atvinnu eða öðr- um upplýsingum, þeir verða að fá tölunúmer hjá mér og skrifa það á umslögin eða láta það fylgja með, bréfið til mín sé merkt »Orion« í hornið til trygg- ingar fljótri afgreiðslu. Fyrir ómakið þarf ég 10 aura fyrir hvert bréf (má vera í frímerkj- um), auk þess póstgjald á bréfið til viðtakanda. Þeir sem vilja hafa bæði dul- nefni og rétt nafn, segi skýrt til þess og greiði þá tvöfalt gjald, 4 kr. Hikið ekki! Tækifærið gæti liðið hjá! Aukið viðkynninguna! Leverhulme lávarður, eða fullu nafni William Hesketh Lever, er eins og kunnugt er aðal maðurinn við hið heims- fræga verksmiðjufyrirtæki: Lever Bros. Ltd. — Lávarðurinn er fæddur í bænum Bolton í Lan- cashire í Englandi. Faðir hans settist að í bæ þessum þegar hann var af æskuskeiði og stofn- setti þar nýlenduvöruverslun. Þangað tók hann son sinn sér til aðstoðar 1867 og var hann þar í mörg ár. Leverhulme Iávarður gekk að eiga Miss Hulme frá Bolton 1874, en árið 1886 stofnaði hann sápuverksmiðjuna í Port Sunlight. Hann varð barón 1911 og fékk lávarðstign 1917. Hann er frægur fyrir fleira en dugnað sinn og framtaks- semi við stóriðnað þann er hann stýrir. Hugsjónir hans og holl ráð hafa borið árangur á mörgum svæðum á fósturjörðu hans. Hann er ágætlega vel máli farinn, hefir skýrar og ljósar hugsanir og er mjög vel látinn. Hefir honum tekist að bera sættarorð milli vinnuveitenda og vinnuþiggjenda, sem hafa borið góðan árangur, er um vinnu- deilur hefir verið að ræða. Fyrir nokkrum árum voru helztu ræður hans gefnar út og vöktu piikla athygli meðal allra sem sem verksmiðjuiðnað stunda í Bretlandi og víðar. Var ræðu- safni þessu gefið nafnið: Sex tíma dagurinn. Mun Dagblaðið innan skamms flytja kafla úr einni af ræðum þessum í íslenzkri þýðingu. HU8MÆÐUR Þvl NOTIÐ þÉR SÁPUDUFT OG ALGENGAR SÁPUR, SEM SKEMMA BÆÐI HENDUR OG FÖT. NOTIÐ HELDUR §V1LIGIIT SAPIT, SEM EKKI SPILLIR FlNUSTU DÚKUM NÉ VEIKASTA HÖRUNDI. Því kaupið þér íélegar sáputegundir, sem að lokum munu verða yður tugum króna dýrari í skemdu líni og fatnaði. Pað er ekki sparnaður. Sannur sparnaður er fólginn í því að nota hreina og ómengaða sápu. SUNLIGHT SÁPAN er hrein og ósvikin. Notið hána eingöngu og varðveitið fatnað yðar og hálslín. I Skrifstofa okkar er ílutt í Pósthússtræti 17 (suöurdyr, hús írú S. Claessen). Friðrik Magnússon Co. Sími 144. Gufuþvottahús — Vesturgötu 20. Afgreiðslan opin alla virka daga frá kl. 8 f. h. til kl. 6 e. h. Sími 1401.

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.