Dagblað

Tölublað

Dagblað - 16.05.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 16.05.1925, Blaðsíða 1
Laugardag 16. mai 1925. HÞagBlað I. árgangur. 87. tölublað. DINGLAUSNIR eiga fram aö fara í dag. Hófst Alþingi að þessu sinni fyr en lög standa til, eða 7. febr. Við þing- setning kom mönniun sizt til bngar að það mundi svo lengi standa, eða fram i miðjan mai, 99 daga samfleytt. Er það þvi orðið eitt það lengsta, sem báð helir verið. Þingmenn bafa ekki farið sér óðslega, en teygt úr málunum eftlr beztu getu og skoðað þau í krók og kring. Voru mörg þeim svo hjart- fólgin, að um þau var deilt af kappi við allar umræður. Er svo sagt, að ekki megi á iniíli sjá margra þingmanna, hver þeirra haíi flest orð talað á þessu þingi, og mundi til stór- vandræða horfa, ef verðlauna ætti þann, er met kynni að hafa setl í málæði, eða orðgnótt. Upp á siðkastið hefir þó gætt meira hófs í umræðum, enda þingmenn þeir, er lengst eiga að sækja, orðnir dauðleiðir á setunni og hvorki mönnum né málum sinnandi. Þegar rent er hlutlausum aug- um yiir orð og athafnir þessa þings, verður fyrst fyrir manni ¦andófið, þessi látlausi róður gegn stjórninni i ýmsum málum. Er þar fyrst að telja rikislög- reglu- frumvarpið, sem þæft var látlausl dögum saman. Var Þar barist af kappi og svo sem heill og framtíð þjóðarinnar væri undir því komin, hver úrslitin mundu verða. Var þó sýnilegt öllum i byrjun, að slík rikislög- regla, sem stjórnin hafði hugsað sér, átti enga stoð lijá þjóðinni. Á málinu hlaut að verða einn endir, hvernig svo sem með það var farið. Hið helzta, sem unn- ist hefði við umræðurnar, var það, að hér hafði andstæðing- Uin stjórnarinnar geíisl gott tækrifæri til þess að hella úr skálum reiði sinnar yflr höfuð bennar; auk þess gafst þing- Inöiinuin þarna yíirleill færi á ¦Í>vi, að æfa náðargáfu sína og lengja þingið um eina viku að minsta kosti. Annað málið sem mest bar á, var Krossanesmálið, sem spunn- ist bafði um allharðar blaða- deilur þegar fyrir þing. Var mál þeita þannig vaxið og að öllu leyti svo illa frá því gengið í upphafi, að það hlaut að mæta sömu afdrifum og hið fyrra, enda sama unnist við það og hitt. Rak mál þetta upp höfuðið hvað eftir annað. Fyrst þá, er það var sérstaklega til umræðu, öðru sinni á eldhúsdaginn og i þriðja sinn undir þinglok, þá er rætt var: vantraust á núverandi lands- stjórn. Vantraustið, sem aðeins kom fram i neðri deild, hafði þann blessunarrika árangur sem hin málin, að úr lopanum teygð- ist með þingsetutima og fylgi , stjórnarinnar staðfest með at- kvæðatölu þingmanna. Minna sparnaðar hefír þótt gæta á þessu þingi, en undan- tarið, enda þótt engin bruðlun- arsemi hafí átt sér stað. Ýmisleg þörf mál hafa náð fram að ganga, og hefir Dag- blaðið minst á sum þeirra, en mun nú smámsaman geta þeirra helztu nánar. Orkestrið og Jón Leifs. . Skrítna orðsendingu flytur Vörður nú siðast frá Jóni Leifs hljómlistamanni, sem nú dvelur í Þýzkalandi. Er þessi orðsending á þá leið að það sé blekking ein að kalla þá 16 manna hljómsveit, er hér lék nýlega undir stjórn Sigfúsar Einarssonar, »Sýmfóníorkester« og að H-molI sýmfónia Schu- berts hafí ekki orðið leikin af þessum flokki öðruvísi en með »afbökum« og »misþyrmingu«! Þessi dómur frá slíkum hæsta- rétti, sem málinu var nú reynd- ar aldrei skotið til, hlýtur að hljóma afarskringilega i eyrum allra þeirra sem bera nokkurt skyn á hljóðfæraleik og auk þess unna smekkvísi í fram- komu. Og hefði ritstjóri Varðar gert Jóni mikinn greiða ef hann hefði ekki birt þessa orðsend- ingu eftir hann. Fyrst og fremst man eg nú ekki eftir því, að flokkur Sig- fúsar hafí nokkru sinni verið kallaður Sýmfóniorkester, held- ur að eins vísir, að slíku or- kestri, sem er rétt. 1 öðru lagi er það vitanlega ekki rétt, að siikur fiokkur hafi þurft að »af- baka« eða »misþyrma« tónverki því sem hér er um rætt, enda geta allir borið það, sem á það hlustuðu og nokkurt skynbragð bera á siíkt, að meðferðin var mjög heiðarleg — fullkomin gat hún ekki orðið, þegar miðað er við fullkomið orkester — það leiðir af sjálfu sér, en andan- um í sýmfóniunni var borgið og það er þó aðalatriðið. í tón- list eins og öðru er ekki alt komið undir ytra búningi, þótt skemtilegt sé að gera hann sem fuilkomnastan, enda er það út af tyrir sig alveg sérstök list, sem hægt er að komast langt í og gleyma þó anda innihaldsins! Vitanlega eru sýmfóníur gerð- ar fyrir sýmfóníorkester og fara bezt í því formi ef vel er farið með þær. En margfalt betra er þó að heyra eina sýmfóníu leikna t. d. fjórhent á eitt auð- virðilegt klaver af anda og skilningi heldur en á heilt sým- fóníorkester andlaust! — Þetta þykjumst við ekki þurfa iangt til að læra, en hitt verður tor- skildara að suður í Þýzkalandi sé þann visdóm að hafa, er kenni mönnum að dæma um list óséð og óheyrt. X.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.