Dagblað

Tölublað

Dagblað - 16.05.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 16.05.1925, Blaðsíða 2
2 D A G B L A Ð Frá í dag til langardags 16. þ. m. rerða seld fataefni með miklum afslætti Og TAUBÚTAR mcðan endast. Notið tækifærið og fáið ykkur ódýrt í föt — bæðl á yngri og eldri. Afqr. Álatoss. Sími 404. Hafnarstr. 17. Ping-slit. Fingi verður slitið í dag. Austanþingmenn fara með Gullfossi, sem hefir hinkrað við eftir þeim, en norðanþingmenn fara með Suðurlandi til Borg- arness. í gær var langur fundur í sameinuðu þingi. Var fyrst kos- in milliþinganefnd til þess að íhuga hvernig seðlaútgáfu ríkis- ins skuli fyrir komið, og til að athuga bankalöggjöf landsins. f*essir hlutu kosningu: Benedikt Sveinsson, Sveinn Björnsson, Magnús Jónsson, Ásgeir Ásgeirs- son og Jónas Jónsson. Þá var Klemens Jónsson kos- inn i fulltrúaráð íslandsbanka frá lokum aðalfundar 1924 til næstu 12 ára, og Guðm. Björn- son landlæknir frá lokum aðal- fundar 1925 til næstu 12 ára. Yfirskoðunermaður Lands- bankans yfir tímabilið frá 1. jan. 1926 til 31. des. 1927 var kos- inn: Guðjón Guðlaugsson. Framkvæmdastjóri Söfnunar- sjóðs var kosinn: Vilhjálmur Briem. Þessir ,þrír menn voru kosnir í verðlaunanefnd gjafar Jóns Sigurðssonar: Sigurður Nordal, Ólafur Lárusson, Hannes Þor- steinsson. Yfirskoðunarmenn landsreikn- inganna voru kosnir: Jörundur Brynjólfsson, Magnús Jónsson og Hjörtur Snorrason. Þá kom fyrir þál. frá Jónasi Jónssyni um póstmál í Vestur- Skaftafellssýslu. Urðu um það allharðar umræðar. Þingreizln sátu sameiginlega i gær- kvöldi pingmenn og helstu starfsmenn Alpingis. Fór sumblið fram á Hótel ísland og voru par saman komnír 42 menn, 6 pingmenn voru fjar- staddir. Stóð hófið fram á nótt, og er ekki annars getið en að allir hafi skilist í bróðerni. Borgin. Sjávnrfoll. Síðdegisháflæður eru kl. 12,53 í dag. Árdegisháflæður kl. 1,30 í nótt. Nætnrlæknir í nótt er M. Júl. Magnús, Ilverfisgötu 30. Sími 410. Næturvörður er i Laugavegs- Apóteki. Messnr á morgnn. Dómkirkjan: Kl. 11 séra Bjarni Jónsson. Fríkirkjan: Kl. 5 séra Árni Sig- urðsson. Landakotskirkja: Kl. 9 f. h. há- messa og kl. 6 guðspjónusta með prédikun. Kapólska kapellan á Jófriðarstöð- um: Messa kl. 9. f. h. og kl. 5 e. h. Silfnrbrúðknnp eiga í dag frú Hansina og Þórður kaupm. Bjarna- son, Vonarstræti 12. í gær áttu silfurbrúðkaup pau Sesselja Árnadóttir frá Kálfatjörn og Helgi Eiríksson frá Karlsskála. Leikvöllnrinn við Grettisgötu verð- ur opnaður kl. 10 á morgun til af- nota fyrir börnin. Verður hann svo opinn daglega framvegis, eins og undanfarin ár. ísland er væntanlegt hingað í kvöld. Þór fór til Borgarness í morgun, og með honum pessir pingmenn: Bernh. Stefánsson, Einar Árnason, Jón Sigurðsson, Guðm. Ólafsson, Þór. Jónsson, Hjörtur Snorrasqn, Pétur Ottesen. Anstnr yflr fjall fór bifreið frá Zóphóniasi i fyrradag, alla leið aö Garðsauka. Mun pað vera fyrsta bifreiðin, sem fer pessa leið í vor. Maðnr meiddist á botnvörpungn- um Pórólfi i siðustu ferð. Festi hann annan fótinn í vírnum fór úr iíði brotnaði um öklalið- inn og marðist einnig mikið á fæt- inum. Er búist við að hann verði að liggja nokkuð lengi, en ekki er vonlaust um að hann geti orðið jafngóður. Maðurinn heitir Jón Pétursson, af Akranesi, og á fyrir stórri fjöl- skyldu að sjá. Begonia, kolaskip til h.f. »Alliance« kom hingað i gær, og var byrjaö að aiferma paö i morgun. I Arni Óla. Ritstjórn: j Gi Kr< Guðmundssom Afgreiðsla 1 Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viötals kl. 1—3 siðd,. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Stúlkan í selinu sýnd í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5. Glfmnsýnlngn héldu Noregsfararn- ir í Hafnarfirði í fyrrakvöld. Var hún vel sótt og tókst prýðilega. Nokkru meira kapps gætti samt hjá sumum glímumönnunum en á sýn- ingunni í »Iðnó« á dögunum, og mega peir gæta sin vel, að láta kappið ekki teygja sig of langt til imyndaðrar frægðar. Er sú frægðin mest að glima fallega, og sýna sem mestan mjúkleik og bragðfimi, eins og margir gerðu óneitanlega í Hafnarfirði í fyrrakvöld. Góðtemplarahúsið í Hafnarfirði er mjög óhentugt til glímusýninga, og pví gátu glimumennirnir ekki notið sín sem skyldi. Peir félagar fóru austur yfir fjall í morgun, og ætla að halda sýning- ar á Eyrarbakka og Stokkseyri i kvöld og annað kvöld. Verður peim væntanlega vel tekið par eystra, ekki siður en hér syðra. Stúlkur og piltar. Þeir sem vilja sýna mynd at sér í herb. nr. 31 í Eimskipa- félagshúsinu, greiði 5 kr. árs- fjórðungsgjald. Fritt til sýnis alla virka daga kl. 10—11 f. h. Aðrir fá samt ekki aðgang til að sjá mynd- irnar en þeir, sem leggja fram mynd af sér i sama augnamiði.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.