Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.05.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 17.05.1925, Blaðsíða 1
I Sunnudag Jft /• árgangur. Wagblað «&* LITUR húsa hér í bæ er eins margbreytilegur og útlit þeirra er og ytri gerð. Sjálfsagt telja margir það litlu máli skifta, hvernig húsin eru lit að útan, ef þau eru að öðru leyti lýtalaus. En þetta hefir meiri þýðingu en margan grun- ar. Litur húsanna er eitt af því sem gefur bænum ytri svip og skiftir því ekki litlu máli að fegurðarsmekks og samræmis gæti í litavalinu. Nú má sjá hús af líkri gerð við sömu götu máluð ýmsum litum, jafnvel sambygð hús, sem að utan líta svo út sem eitt væri, eru oft sitt með hverjum lit, en slíkt smekkleysi er alveg óþolandi og ætti alls ekki að líðast. Pað slingur einnig mjög í stúf þegar dökkrauð hús standa við blið mjög ljósra húsa, en slíks eru hér mörg dæmi. Skipulagsleysið og ósamræmið byggingum hér i bæ, er nóg fyrir því, þótt þess sé gætt að misbjóða ekki fegurðartilfinn- ingu manna á öllum sviðum. Bærinn gæti orðið miklu fall- Segri útlits, ef betri smekks og meira samræmis væri gætt í litavalinu. Hús af líkri gerð við sömu götu ættu öll að vera máluð með sömu eða svip- uðum , litum. Gæti komið til álita hvort ekki væri rétt að hver bæjarhluti hefði sinn sér- staka lit, þannig að grænn litur væri aðallitur eins bæjarhlutans, grár aðallitur annars, bleikur þess þriðja o. s. frv. Sérfræðingar yrðu að Qalla um hvaða litur ætti bezt við hvern einstakan bæjarhluta, og yrði margs að gæta í því vali. Búast má við að menn yrðu þarna ekki á eitt sáttir fremur en um flest annað þótt merki- legra sé. En þegar menn hafa skilið hvers hér er að gæta, má telja vist að menn sætti sig við þessa nýbreytni og hafi ráð þeirra manna sem beztir geta talist til að fáða þessu máli til heppilegra lykta. — Eitt má minna á í þessu sambandi, og ekki að ástæðu- lausu, en það er málningar- leysið á sumum húsum hér. Eins og veðurfarið er yfirleitt hérna á Suðurlandi, má telja það alveg nauðsynlegt, að mála öll hús sem klædd efu með járni, strax og þau eru fullgerð, og viðhalda málningunni vel síðan. Nú má víða sjá bér nýleg hús með mjög ryðguðum þökum, og getur hver maður skilið, að þar er málningarleysið ekki nein sparnaðarráðstöfun, sem vænta má af mikils arðs. Er álitamál, hvort ekki væri rétt að vátrygg- ingarfélögin hlutuðust til um að húsin væri vel máluð, og teldi þau ekki fullgerð né tryggingar- hæf, nema vel væri gengið frá allri málningu á þeim að utan. Að láta þökin, og síðan hlið- arnar, ryðbrenna strax á fyrstu árum, er svo mikið fjárhags- atriði, að full ástæða til að stjórnarvöldin hlutist þar til um framkvæmdir, úr þvi menn hafa ekki vit eða vilja til að gera það sjálfir án annara íhlutunar. — Nú er sumarið komið, og með því sá tími ársins, sem mest er unnið að málningu og öðrum umbótum á húsum. Menn ættu því að taka til at- hugunar, það sem hér hefir verið sagt, og bæta úr einu sleifarlaginu og ósamkvæmninni, sem hér er á öllu verklagi. Er þeim það sjálfum til hags- bóta, en öðrum til ánægju, og er þá vel, þegar slíkt getur farið saman. -m. -n. Listnsnfn Einnrs Jónssonnr verður opið í dag endurgjaldslaust, og i sumar framvegis fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Pangað ættu bæjarbúar að leggja leið sína hóp- um saman. Stálpuð börn og ungling- ar hafa einnig gott af að skoða lista- verk pessa fræga manns. Þjóðin og vorið. i. Hinir mörgu spádómar um komu heimskennara, sem fram hafa komið þessa siðustu ára- tugi, eiga að nokkru leyti við mínar uppgötvanir, og að nokkru leyti við það, að mjög merki- leg vera, slík sem menn í forn- öld hetðu kallað guð, mun gera vart við sig á jörðu hjer, þegar aflsvæðið verður svo lagað sem til þess þarf. En það mun verða, þegar menn skilja þýðingu þess sem jeg er að segja þeim. Og þá mun alt breytast. Mönnum mun finnast sem þeir sjeu nú fyrst að byrja að lifa. Um alla jörð mun lífsvorið hefjast. Og ekki minst munu viðbrigðin verða hjer, þegar í sannleika má segja að ísland sje orðið farsældar frón. Hjer er svo mikið sem þarf að gróa. Hvergi hefir eins mikið af atgervi verið sligað og drepið og hjer. En orka hinnar íslensku þjóðar mun tí- faldast, þegar vjer lærum að leggja niður illindi, og náum sambandi við hinn guðlega kraft. Vorir ágætu frændur á Norðurlöndum munu skilja miklu betur en áður, hvert gagn þeir geta haft af þessari litlu þjóð. Og einnig stórþjóðirnar. Ekki síst það fólk sem Vestur- heim byggir. Og þegar þjóðin þekkir sitt hlutverk, mun eng- inn íslendingur tapast íslensku þjóðerni, hvar á jörðu sem hann er. II. Það væri gaman að mega gera ráð fyrir því, að orðum mínum yrði svo tekið, að hey- skapur gæti orðið tvöfaldur við það sem í fyrra var. En að stuðia að aukning gróðurs mun vera með auðveldari wkrafta- verkum*. Og óhræddur mundi jeg lofa því, að menn skyldu

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.