Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.05.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 17.05.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ fáið þið bext og ódýrnst fataefni i snmarföt og ferðaföt. Afp. Áiafoss. Sími 404. Hafnarstr. 17. verða varir við einhvern gróð- urauka vonum framar, ef þeir treystu mjer. Og segi jeg þetta ekki, af því að jeg viti ekki vel, að það eru óvarleg orð, í aug- um þeirra, sem fremur hafa annað til sins ágætis en mann- þekkingu, og halda að það sje ekki að marka þegar jeg segi, eftir áratuga starf, að jeg hafi fundið ný náttúrulögmál. En án trausts getur þetta ekki orð- ið. Og helst þyrftu menn að fá allan háskóla íslands til að vera með mjer. Og er óhætt að segja, þegar slíkir menn eiga í hlut eins og þar starfa, að það mun verða, fyr eða siðar. En þó er ekki alveg ólíklegt, að nokkur hjálp verði að koma frá útlöndum fyrst, enda verð- ur þess n'ú ekki langt að biða, þó að alt þyki langt þeim sem lifir við pindingar. 15. maí. Helgi Pjeturss. Hlustarhreliing Áreiðanlega er það að snmu leyti rjett þótt ekki sé að öllu, það sem haft var eftir Þjóðverj- anum Adrian Mohr í Dagbl. 13. þ. m. að íslendinga vantaði söngeyra og að þeir væru dauf- ir gegn allskonar háreysti. Þetta dettur mér altaf í hug þegar eg heyri öskrið í sumum bilunum hér, sem er svo Ijótt að það hlýtur að vekja klígju hjá hverj- um þeim sem hafa óskemda heyrn. Að vísu eru þessi öskur- tól ekki búin til hér á landi, og mín trú er það, að engum ís- lendingi hefði nokkurntíma get- að dottið annað eins í hug. Hér er um amerikska uppgötvun að ræða, sem mun ætlað að hrína upp yfir alla aðra háreysti á götum stórborganna. — En vegna hvers látum við þá bjóða okkar eyrum þetta?— Sjálfsagt af engu öðru en því að menn þora ekki að finna að því sem kemur svona beina leið utan úr menningunnil — Sannleikurinn er sá, að þótt óspilt heyrn sé kannske eitthvað óalgengari en óspilt sjón, þá á hún alveg eins að heimta rétt sinn. Menn finna fljótt að því ef fallegur vagn ekur kafskítugur eftir strætum borgarinnar. Er þá frekar ástæða til að láta það óátalið ef hann gefur frá sér óþolandi hljóð? Næmur smekkur, fegurðartil- finning og góð greind yfir höf- uð eru aðalskilyrði fyrir fram- förum og menningu. Venji menn sig á að látá misþyrma þessum gáfum hvort heldur er i stóru eða smáu, þá er afturförin jafn- skjótt þar á kreiki, því að ekk- y ert stendur við í stað í þess- um heimi. H. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður eru kl. 2 í dag. Árdegisháflæður kl.2,30 i nótt. Nætnrlæknir i nótt er Mágnús Pétursson, Grundarst. 10. Sími 1185. Nætnrvörðnr er i Reykjavíkur- Apóteki. Veðrátta hefir verið mild undan- farna viku. í gær var 10 st. hiti hér, 8 st. á Akureyri, 3 st. á Hólsfjöllum. Norðan- og austanátt á Suður- og Vesturiandi. Gróðrarveður er hér og í nærsveitum, og búið að vinna á túnum allviða. Snjókoma var í gær í Vestmannaeyjum og á Raufar- höfn. — Spáð er úrkomu á Norður- og Austurlandi, og þurviðri á Suð- vesturlandi. Hjörtnr Hnnsson heildsali hefir flutt skrifstofur sínar í Austurstr. 17, þar sem Friðrik Magnússon & Co. voru áður, en þeir eru nú fluttir í hús frú S. Glaessen, Pósthússtr. 17. Knrlsefni kom af veiðum í gær með 81 tn. lifrar. ^DagBíaé. I Arni Óla. Ritsljórn: | G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla l Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Biaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Einar J. Jónsson rakari hefir flutt rakarastofu sína af Laugaveg 23 í hús b.f. »Hiti og Ljós« við Klappar- stig. Gnllfoss fór héðan í gær auslur um land og til útlanda. Hálft annað huudrað manns var með skipinu. Til Austurlands fóru þingmennirnir Björn Kristjánsson, Ingvar Pálma- son, Halldór Stefánsson og Sveinn Ólafsson. Ennfremur Helgi H. Ei- riksson námufr. og Helgi Jónasson framkv.stjóri., séra' Ólafur Stephen- sen og Sigurður Vilhjálmsson kaup- félagsstjóri. Til útlanda fóru meðal annara: Konráð Konráðsson læknir, Sveinn Jónsson kaupm. og frú hans, Vilhj. P. Gislason magister, Magnús Krist- jánsson landsversl.forstjóri, Holten verkfr., Porkell Clemenz og frú o. m. tl. Franskar flskiskútur leituðu hér hafnar nýiega til vistafanga. Voru þær frá Paimpool. Eru að eins ,& skip, sem nú sækja á íslenzku miðin frá þessum bæ. Er nú af sem áður var, þegar þær skiftu hundruðum frönsku skúturnar hér við land á vertíðinni, og fram eftir sumri. Sumir þeirra manna, sem með skip þessi fara, hafa verið 30—40 ár við íslands- strendur. „Ingóifsskráin“, markaskrá fyrir landnám Ingólfs Arnarsonar, er ný- komin út. Markaskrá þessi er mjög frábrugðin öðrum markaskróm um margt, og er það flest til bóta, Verð- ur hennar nánar getið siðar. teir félagar, hr. Otto Stöterau og Pórhallur Árnason, komu frá Vest- mannaeyjum með íslandi í gær- kvöldi. í Eyjum héldn þeir þrjá hljómleika við góða aðsókn. í dag kl. 5 efna þeir til kirkjuhljómleika

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.